Friday, December 14, 2007

Hvað ég vil um jólin...

Ég er eilítið óheppinn um þessi jól. Fyrir 2 mánuðum tognaði ég mjög óheppilega á vinstri úlnlið. Mér batnaði pínku og svo versnaði mér. Ég var í spelku og svo ekki. Ég fór til læknis sem sagði að ég væri tognaður og þyrfti ekki á röntgen að halda, ég væri bara tognaður og hefði byrjað of snemma að æfa aftur. Fyrir nokkrum dögum tók ég hins vegar eftir því að ég hafði litínn sem engan hreyfanleika í vinstri úlnliðnum. Þá var ég loks sendur til bæklunarlæknis, í dag. Það tók hann 30 mínútur og klink að sjá að ég hefði brotið bein í úlnliðnum. Frá fyrsta degi hef ég verið brotinn. Jæja, ég er kominn í gips og verð það fram yfir jólin.

Þetta er að sjálfsögðu leiðinlegt, þessu hefði mátt kippa í lag fyrir löngu. Ég gæti hugsanlega verið að útskrifast án gips. Ég gæti borðað jólarjúpuna án vandræða. Ég gæti skotið upp flugeldum án þess að eiga á hættu að kveikja í gipsinu. Þetta síðasta dæmi er örugglega mjög ólíklegt, en þið skiljið hvað ég meina. Þetta er því miður ekki það versta.

Bæklunarlæknirinn sagði mér að það gæti verið að þetta beinbrot leiði til þess að ég geti ekki spilað körfubolta í framtíðinni. Ég hafði svo sem aldrei hugsað mér að verða atvinnumaður, en ég vildi trúa því að ég gæti verið að spila körfubolta með einhverju íslensku liði þangað til að ég væri orðinn þrjátíu og eitthvað.

Risastór leiðindi. Mörg lítil mistök (engin röntgen-myndataka, engar áhyggjur frá læknaforeldrunum, o.s.frv.) geta gert svona risastór leiðindi. Fokk...

Jólin í ár verða sérstök. Ég mun fá litlar eða engar gjafir því að ég útskrifast og flestir munu gefa mér eina gjöf í stað tveggja. Mér er reyndar sama, hef ekki HUGMYND hvað ég vil fá í útskriftar-, jóla- eða afmælisgjöf (sem er mánuði eftir jólin, 24. janúar). Eina athugasemd mín er þessi: svo lengi sem það er pínulítil pæling í gjöfinni og að hún sé frá hjartanu verð ég ánægður.

Skrítin tilfinning að vera sama um jólagjafirnar. Hehe, fyrir fáeinum árum var það eini tilgangurinn með jólunum. Nú er ég að verða eldri og sjá fleiri litla góða hluti við hátíðina. Gleðina, góðvildina, samheldnina. Allt mjög fallegt og miklu verðmætara en einhver rándýr gjöf úr einhverri búð sem hefur hækkað öll verð einmitt vegna jólanna.

Ef að ég nenni ekki að blogga fram að jólum (sem gæti alveg verið), bið ég alla vini og vandamenn sem lesa þetta blogg að lifa vel og eiga
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár!


Jólakveðja (hugsanlega), Helgi

Lag dagsins: "Have Yourself A Merry Little Christmas" eftir einhvern djúpraddaðan snilling

Saturday, December 8, 2007

Prófin búin

Nú er allt búið.

Sá þetta um daginn. Þetta er einn besti, fyndnasti, áhugaverðasti og mest fræðandi fyrirlestur sem ég hef nokkrun tímann séð. Djúpt, þetta...



Kv. Helgi

Lag dagsins: "Still Alive eftir Jonathan Coulton. Lagið sem að spilar í lokin á Portal þegar að þú hefur unnið hann.

Hehehe....

Thursday, December 6, 2007

Frægur/illræmdur

Alveg ótrúlegt, þetta unga fólk í dag. Var að hlusta á fréttir Sjónvarpsins áðan og það komu tvær fréttir um unga menn, einn íslenskan og einn bandarískan.

Það sem sá íslenski, sem heitir Vífill og er 16 ára, gerði fékk mig til að hlæja upphátt. Gaurinn hafði einhvern veginn komist yfir óopinbert símanúmer Hvíta Hússins í Washington, D.C. og hafði hringt í það. Hann sagðist vera Ólafur Ragnar og gaf upp upplýsingar um fæðingardag og eitthvað og bað um símaviðtal við Bush næsta mánudag.

Það varð þó ekkert af því vegna þess að lögreglan á Akranesi heimsótti hann og spurði hvernig hann hefði komist yfir númerið. Hann kvaðst ekki hafa haft neitt illt í hyggju og ætlaði einungis að bjóða Bush í heimsókn á Klakann. Hann sagðist heldur ekki muna hvaðan hann hafi fengið númerið, en það sé þó nokkuð síðan hann hafi fengið það. Símtalið kostaði hann 300 krónur.

Mér finnst þetta yndisleg frétt og frábært hjá þessum strák. Öllum finnst þetta fyndið, nema Bandaríkjastjórn. Takið eftir að hann borgaði 300 kr. fyrir símtalið, en pælið í öllum dagsverkunum sem fóru í þetta. Þetta hefur kannski farið inn á borð hjá CIA og þeir hafa greint samtal Vífils og einhvers ritara í Hvíta Húsinu. Lolz á bandarísku ríkisstjórnina!

Sá bandaríski gerði ekkert fyndið sem komst í fréttirnar. Hann skaut 8 manns til bana í verslunarklasa í Bandaríkjunum og skaut svo sjálfan sig. Hann var 19 ára. Í fréttum Sjónvarpsins var sýnd mynd af kauða og nafn hans kom fram. Ég ætla hins vegar að gefa hvorugt upp því að mér finnst hann ekki eiga það skilið.

Ástæðan er sú að í "sjálfsvígsbréfi" hans sagðist hann ætla að verða frægur. Hann átti slæman dag og ákvað að drepa sig. Svo að enginn misskilji finnst mér hræðilegt að þessi strákur hafi átt svo slæman dag að hann sæi engan tilgang í því að halda áfram að lifa. En hvað með að drepa ekki 8 manns í leiðinni?! Hann var með byssu, gat hann ekki bara verið í íbúð sinni, tottað hlaupið og látið vaða?! Hvað er að svona fólki?!?!?! "Nú verð ég frægur," var það sem hann skrifaði í sjálfsvígsbréfið sitt.

Nei, nú ert þú illræmdur. Reyndar ekki, það myndi þýða að hann væri enn á lífi (held ég). Lýsi hér með eftir almennilegri þýðingu á orðinu "infamous".

Gerið það fyrir mig, góðu lesendur, að Google-a ekki þessa frétt. Þá mun þessi bandaríski, sjálfselski strákur hafa fengið það sem hann vildi. Lélegt af Sjónvarpinu að gefa honum slíka frægð, að nafngreina hann. Ótrúlegt.

Kv.Helgi

P.S.: Alræmdur? Betra orð?

Ég á Hressó. Er ég ekki sætur?

Monday, December 3, 2007

Takið eftir, Takið eftir, Allir geta núna Kommentað

Smá tilkynning: Ég *held* að hver sem vilji geti kommentað hérna núna, þú þarft ekki að skrá þig og einhver læti. Vinsamlegast látið vita ef að þetta virkar ekki

Stereótýpur: kafli 1

Stereótýpur, sem á betri íslensku nefnast staðalímyndir, fara í taugarnar á mér. Þær eru margar og flestar neikvæðar. Ég er að pæla í því að fara taka nokkrar staðalímyndir og kryfja þær til mergjar. Bara eina í einu og ekki oftar en tvisvar á mánuði (ef þá svo oft). Fyrsta fórnarlamb mitt er......:

Íslenskar stelpur eru lauslátar

Ég datt inn á spjallþráð á Huga.is um daginn sem var að ræða meint lauslæti íslenskra stelpna, að það að ferðast til Íslands væri pottþétt leið til að fá drátt. Þetta er mistúlkun á mjög margan hátt, að mínu mati.

Til að byrja með er verið að einblína á einn hóp en ekki heildina. Siggi Pönk (don't ask) lýsti þessu mjög skemmtilega: "Á hverju laugardagskvöldi fara, segjum bara 10.000 manns niður í bæ. Daginn eftir er forsíðufrétt í blaðinu sem segir frá 7 barsmíðum sökum drykkju í miðbænum. En hvað með þau 9.993 sem fóru heim og sváfu bara úr sér?" Já, það eru nokkrar stelpur til á Íslandi (og í öllum heiminum) sem sofa hjá öllu með hjartslátt og verða grafnar í Y-laga líkkistu. En svona eru ekki *allar* stelpur Íslands. Margar sofa ekki hjá fyrr en þær eru 18-20 ára (meira að segja seinna) og það er ekki því að þær eru óálitlegar. Þær bara sofa ekki hjá hverjum sem er. Aðrar stelpur segjast (mér finnst þetta alltaf jafn ótrúverðugt) hafa sofið hjá 10-15 strákum fyrir 16 ára afmælið sitt. Báðir pólar eru til.

Staðalímyndir einbeita sér að einum minnsta og neikvæðasta hópi heildarinnar og allur hópurinn líður fyrir það.

Hefur einhverjum líka dottið í hug að íslenskar stelpur séu bara einfaldlega ákveðnari en aðrar stelpur? Bandarískar stelpur bíða eftir að strákar reyni við þær. Íslenskar stelpur (þær ákveðnu, allavega) bíða ekkert eftir drengjunum, þær sækja í þá. Þannig gætu þær *virðst* vera lauslátari, þegar að þær eru í raun bara ákveðnari og hugsanlega sjálfstæðari en hinar stelpurnar úti.

Annað er að á Íslandi er engar fastar stefnumóta-hefðir (hvað sem það nú er). Íslendingar þekkja ekkert þriggja-stefnumóta-regluna eða neitt svoleiðis. Við hittumst bara, spjöllum og sjáum svo bara til. Kannski sofum við saman eftir fyrstu kynni, kannski ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna. Ekki jafn miklar skorður á þessu og sums staðar úti í löndum.

Sem sagt: Íslenskar stelpur eru ekki lauslátar upp til hópa, þær eru bara ákveðnar og vita hvað þær vilja.

Færslu lýkur.

Kv. Helgi

Go Deep!

Ég nenni ekki að blogga í dag, prófalesturinn í fullum gír. Læt duga nokkrar fyndnar myndir:

Ef að þið þurfið útskýringu á þessum brandara, þá gef ég hana ekki...

Gaur með bolta: Go Deep!
Svarti gaur: How can free will coexist with divine preordination?
Gaur með bolta: (hugsi).........Too deep.
Svarti gaur: If Batman died, would The Joker be happy?

Mmmmmmmmmm.....................cupcakes......................

Kv.Helgi

Thursday, November 29, 2007

The End is near.....

Síðasti kennsludagurinn minn í Menntaskólanum við Hamrahlíð er á morgun.
Vá, 7 annir liðnar. Þrjú og hálft ár. Ég mun sakna þess að mæta í skólann og spjalla við alla vini sína (og mæta í tíma, ef að maður nennir).

Gaman að líta yfir gömul blogg og sjá að sum eru alveg jafn sönn og fyrir ári eða svo. Hér er gamalt blogg frá gömlu síðunni minni (ekki ritstuldur því að ég samdi það):

-----------------------------------------------------------------------
Express sáluhjálp

Það vildi svo heppilega til að ég var í bókabúðinni í gær að versla skólavörur þegar á sá eitt sem mér þótti bæði fyndið og fáranlegt. "Biblían á 100 mínútum." Þetta er rúmlega 50 bls. bæklingur sem endursegir allaí Biblíuna í styttri útgáfu.

Sumir gætu þurft á þessu að halda, lesblindir og fleiri, en ég er á móti þessu. Þetta er eins og svindlblað fyrir alla guðfræðinema Háskóla Íslands. Í samfélagi þar sem allt verður að gerast strax ef ekki fyrr þá er búið að stytta sáluhjálpina sjálfa.

Minnir mig á brandara sem ég heyrði fyrir löngu. Hann er þannig að bráðum verða skriftir (sem kaþólikkarnir stunda) gerðar í gegnum síma:
"You've reached the confessions hotline. If this is a mortal sin, press 1. (Beep) Thank you for choosing mortal sins. If you've had an affair, press 1. (Beep) Thank you for having an affair. If it was with a relative's spouse, press 1. If it was with a co-worker, press 2. (Beep) Thank you for having an affair with a co-worker. Recite 30 Hail Mary's and repent. Have a nice day. (Beep)

Svona verður þetta. Taka það persónulega út úr formúlunni og flýta þannig fyrir. Taka allt úr Biblíunni og skilja bara rjómann eftir. Taka matseldina úr dæminu og hita réttinn upp í örbylgjunni. Hver nennir að standa í því að laga kaffi? Instant Nescafé hlýtur að duga. Enginn segir neitt við þessu, þau halda bara áfram að keyra í gegnum lífið. Alltaf á 100 km á klukkustund.

Prófaðu að hægja á þér. Slökktu á símanum. Geymdu úrið heima. Farðu í göngutúr eða út í körfu. Lestu bók. Lifðu lífinu á þínum hraða.

-----------------------------------------------------------------------

Enn gott og gilt, allir lifa lífi sínu ennþá allt of hratt.

Ég ætla að taka það rólega í jólafríinu, reyna einmitt að hægja á tímanum, gera ekki mikil plön og slökkva öðru hvoru á símanum (ef að ég þori).

Nenni ekki að blogga mikið meira, þarf að læra fyrir próf.

Tilgangslausa staðreynd dagsins: Portal rokkar feitar en allir aðrir fps leikir til samans.

Lag dagsins: Your Hand In Mine eftir Explosions in The Sky. Friday Night Lights lagið. Rosalega gott lag.

Tilvitnun dagsins: "The man who looks for security, even in the mind, is like a man who would chop off his limbs in order to have artificial ones which will give him no pain or trouble." -Henry Miller

Thursday, November 22, 2007

Gullið tungl

Var á leiðinni heim af æfingu hjá 6-7 ára strákum áðan og sá gullið tungl. Mjög flott og friðsælt.

Ætlaði bara að láta alla vita af því.

Ég er líka næstum búinn að læra textann að Con Te Partirò. Tónleikar verða auglýstir síðar...

Motivational Posters eru ákveðið fyrirbæri sem eru orðin frekar vinsæl undanfarið og ég, sama gamla tískuhóran, bjó til nokkra af mínum eigin. Þetta er því miður ekki eitt þeirra, mér finnst þessi bara snilld. Blogga meira seinna.

Kv. Helgi

Lag dagsins: Come Rain or Shine eftir B.B. King og Eric Clapton. Rosalega gott rólegt lag.

Tilvitnun dagsins: Það er víst einhver smokkadagur bráðum eða nýbúinn. Allavega, datt niður á síðu sem var að pæla í góðum setningum fyrir málstaðinn: "Especially in December, gift wrap your member."

Monday, November 19, 2007

HelgiHelgi

Lífið getur ekki verið fullkomið. Þú getur ekki skilið dásemd þess að vera hamingjusamur án þess að vera óhamingjusamur. Viddi kom með góðan punkt um þetta núna áðan: "Án skuggans gætum við ekki séð hvaðan ljósið kæmi." Sönn orð þar á ferð. Ég er ekki með þessu að segja að ég sé óhamingjusamur, ég bara er ekki hamingjusamur einmitt núna. Svolítil lægð í gangi. Ég finn ekki neitt til að vera hamingjusamur yfir, þ.e.a.s. raunverulega hamingjusamur. Hvað er það annars? Hef ég einhvern tímann upplifað alvöru hamingju nema í draumi eða í ímyndun minni á hvernig raunveruleikinn á að vera? Man ekki eftir því. Kannski er ég bara þreyttur.

Yfirsýn getur verið mjög öflugt tól til að losa sig við þessa sýn, eða gert mann enn daprari. Ef hugsað er út í það ertu "ekkert", þú ert andartök, augnablik, síðasti rammi sekúndu í kvikmynd. Þú ert til og áður en nokkur getur tekið eftir þér ertu horfinn í gleymsku. Ég sé ekki fyrir mér að ég eigi eftir að verða eftirminnilegur. Jesús er þekktasta manneskja heims. Ég er enginn Jesús, ekki einu sinni hálfpartinn. Ég er bara 19 ára ungur maður (finnst hálf asnalegt að kalla mig ungling) sem veit ekki hvað skal gera af sér. Ég hef gert mistök og lært af þeim en ég hef sömuleiðis gert sömu mistök aftur og aftur. Er ég þar af leiðandi misheppnaður. Nei, margir eru eins og ég.

Samt er enginn nákvæmlega eins og ég. Ég vil kærustu til að faðma og til að hlusta á hana tala um eitthvað sem tengist mér ekkert, vil bara hlusta og ræða við hana. Ég vil finna sálufélaga, og fleira en eina, ef að sú fyrsta reynist ekki vera réttur sálufélagi. Sálufélagi er dálítið skrýtið hugtak; að til sé ein og aðeins ein manneskja í heiminum sem passar fullkomlega við mig. Ein úr 6 milljörðum. Ég þarf ekki að vera búinn með tölfræðiáfanga til að vita hve litlar líkurnar séu. Líkindi eru samt bara ímyndað hugtak sem að dugar skammt. Þó að líkurnar á að maður vinni lottó tvisvar séu stjarnfræðilegar hefur það samt gerst. Sá maður hefur ekki spilað lottó milljón sinnum og hefur samt unnið tvisvar. Allavega, sálufélagar eru í mínum huga frekar losaralegt hugtak, rómantísk hugmynd fólks sem hefur fundið manneskju sem virðist henta þeim fullkomlega.

Ég þarf þess ekki, ég þarf stelpu til að hlusta á sem getur svo hlustað á mig og mér finnst falleg.

Þetta var gott hugsanaflæði. Ég man ekki einu sinni um hvað ég byrjaði að skrifa.
Ég er þreyttur.
Lífið hræðir mig eilítið.

Ef allt annað bregst væri ég örugglega ekki svo slæmur rithöfundur eða skáld. Go figure.

Kv. Helgi

Lag dagsins: Con Te Partirò í flutningi Andrea Bocelli. Hér er þýðing á laginu yfir á ensku. "I'll Go With You." Fallegur texti.

Tilvitnun dagsins: "Life is something to do when you can't get to sleep." - Frank Lebowitz

Thursday, November 8, 2007

BREYTING!

Mæting er kl.19:30 í chili-kvöldmatinn! Maturinn verður borinn á borð kl.20:00.

*19:30*

Wednesday, November 7, 2007

Chili Cookoff Bonanza!

Á fimmtudagskvöldið, 8.nóvember, verður boðið upp á kvöldmat á Kragakaffi (kosningamiðstöðin í Kópavogi, Hamraborg 1). Ég hvet alla eindregið til að mæta og smakka á verðlauna-chili-rétti Ólafs Þórs Gunnarssonar, bæjarfulltrúa Vinstri græna í Kópavogi (pabbi gamli). Bjór og vín verður í boði (fyrir þá sem hafa aldur til) og hefst kvöldmaturinn kl.20:00. Kostnaður máltíðar (að undanskildu áfengi) er 800 kr.

Á staðnum verða Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorstein Gunnlaugsson og fullt af skemmtilegu og upplýstu fólki.

Sem sagt:
- Chili con carne a la Ólafur
- Kragakaffi (Hamraborg 1)
- Fimmtudagskvöldið, 8.nóvember, kl.20:00
- Guðfríður og Þorsteinn og fleiri fjörboltar
- Bjór og vín (fyrir þá sem hafa aldur til)
- 800 kr. (ekkert fyrir slíkan dýrðar rétt)

Ég vonast til að sjá sem flesta!

Kv. Helgi

P.S.: Grænmetisætur eru ekki velkomnar! Grín, ég vil endilega sjá alla mæta, við getum örugglega fiffað eitthvað fyrir grænmetisæturnar, eða þau sleppa þá við að borga. Nóg af skemmtilegu fólki til að seðja hungrið ykkar!

Aukapunktur dagsins: Elizabeth: The Golden Age er ein besta mynd sem að ég hef séð í dágóðan tíma. Mæli hiklaust með henni. Breskir leikarar eru snillingar.

07.11.07

Ég er dálítið hræddur við líf mitt eftir 21.desember. Það verður dagurinn þegar að ég útskrifast úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og ég veit satt best að segja ekki hvað ég á að gera af mér eftir það. Ég er með áætlun, það er ekki málið. Ég ætla að vinna fram á haust og byrja í háskóla á haustönn. Ég hef verið að vinna ferilskrána mína upp á nýtt, finna mér meðmælendur og fer að sækja um vinnu bráðum.

Þó að þetta sé komið þá hef ég samt ekki hugmynd hvað er að fara að gerast.
-Hvað ætla ég að vinna við í þetta rúma hálfa ár?
-Ætla ég að kaupa íbúð bráðum?
-Fæ ég mér bíl? Er það ekki þess virði?
-Munu drykkjukvöld mín aukast til muna þegar ég verð tvítugur á næsta ári?

Jólin ganga bráðum í garð og allar búðir eru að undirbúa sig eða voru tilbúnar fyrir 2 vikum. Fólk er alltaf að væla yfir þessu, en málið er að Íslendingar hafa engar "bremsur" eins og t.d. Bandaríkin. Í lok október er hrekkjavaka hjá þeim til að koma í veg fyrir jólaskraut. Í nóvember er þakkargjörðarhátíðin (þann 29.) til að stoppa jólaskrautið enn og aftur. Svo loks eftir þakkargjörðarhátíðina, ÞÁ fer allt í fimmta gír! Jólakúlur, jólasveinar, jólakökur, jóla-allt! Brjálað stöff. Er samt rólegur, strax farinn að pæla í jólagjöfum. Pæla, mind you, ekki skoða í búðum eða neitt.

Sömuleiðis eru háskólapælingarnar orðnar flóknari. Ég var alltaf fastur á að fara í HÍ, en Kennaraháskólinn er líka mjög áhugaverður. Var á kynningu hjá því fólki um daginn. Ég veit að það eru lúsarlaun, en ég er núna þjálfari og finnst gaman að kenna fólki. Launin eiga líka að batna eftir 5 ár (vínviðurinn sagði mér svo...) og aðstaðan er mergjuð. Svo sá ég líka að það verður brátt kynning á bandarískum háskólum. Þeir kosta vissulega fáranlega mikið, en dollarinn er svooo lágur núna (59 kr.) að það væri ekki endilega *svo* dýrt.

Núna fer lífið að byrja..........bara ef að ég vissi hvar ég vildi byrja...

Kv. Helgi

Lag dagsins: My Sundown eftir Jimmy Eat World. Gott lag

Blogthing dagsins: Are You Right or Left Brained? (sérkennilegt orðalag...). Góð spurning í þessu gaf mér hugmynd, ég ligg oft þegar að ég fæ góðar hugmyndir, fyrir svefninn og svoleiðis. Skiptir þetta einhverju máli? Svo er náttúrulega The Penis Name Generator!



Your Penis Name Is...



Squirmin' Herman the One-Eyed German


Monday, November 5, 2007

White Chocolate Luv

Ennþá ekki nógu "inspired" til að blogga um eitthvað raunverulegt.....

læt þetta duga:

Your Pimp Name Is...

White Chocolate Luv


Töff, er það ekki? www.blogthings.com, kíkið á það. Allskonar dót til að drepa í manni heilann.

Kv. Helgi

Lag dagsins: The Kill eftir 30 Seconds To Mars. Flott lag. Leitt að platan sem það er á sé ekkert spes.

Monday, October 29, 2007

Meh...


Ég nenni ekki að blogga um neitt og ég vil að þið passið ykkur að TAKA EKKI EFTIR TEXTANUM HÉR TIL HÆGRI!
-> -> -> -> -> -> -> -> ->

Kv. Helgi

Lag dagsins: Here It Goes Again eftir OK Go. Myndbandið við það er snilld. Svo gerðu einhverjir nemendur í einhverjum erlendum skóla frábæra endurgerð á því. Snilld.

P.S.: Þú leist á myndina, var það ekki? Hah, þarna plataði ég þig....

Monday, October 15, 2007

*LOUD NOISES!* *I DON'T KNOW WHAT WE'RE YELLING ABOUT!*

Merkilegt hvað það getur verið mikið ást/hatur samband milli foreldra og barna. Móðir mín ákvað að vekja mig núna í morgun kl.05:55 til að segja mér að hún væri í Keflavík án flugmiðanna sinna. Auðvitað þurfti ég að stökkva upp í bíl með hálfan banana og espressó skot í maganum og bruna út á völl. Heyrðu, nei nei. Hringir hún ekki í mig þegar að ég er kominn að Kaplakrika. Þeir endurprentuðu miðann hennar bara. Ekkert mál. Ekkert mál fyrir *hana* kannski....en er engum sama um grey fórnarlambið sem þurfti að æða af stað í átt að Keflavík varla vakandi?

Ojæja, sneri við og fór í bakaríið í heimleiðinni. Vissuð þið að snúðar með engu glassúri eða neinu svoleiðis er snilld? Keypti eitt stykki, Kúnni #2 í bakaríinu í dag.

Á föstudaginn síðastliðinn (12.október) kom fyrrum hershöfðingi Bandaríkjahers, Ricardo Sanchez, fram og ávítaði Bandaríkjastjórn fyrir martröðina sem er stríð þess við Írak. Sanchez var frá júní 2003 til júní 2004 æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Írak. Hann var litli dökkhærði gaurinn sem tilkynnti nokkuð hátíðlega "Ladies and gentlemen, we got 'im" (held það, allavega), þegar að þeir handsömuðu Saddam Hussein. Hann var leystur frá störfum og ekki boðið nein önnur staða innan hersins eftir Abu Ghraib hneykslið. Fyrir þá sem náðu þessu ekki, þá var hann blóraböggullinn. Í herrétti seinna meir var hann sýknaður af öllum kærum af að hafa vitað um þetta. Rétturinn skammaði hann reyndar fyrir að hafa ekki fylgst með svona löguðu, en ekkert meira en það.

Bandaríkin eru fífl. Ekki bara út af klúðrinu í Írak og að fórna svona hátt settum mönnum fyrir altari almenningsálitsins. Ég er einmitt í þessu að semja fyrirlestur og ritgerð um dauðarefsinguna í Bandaríkjunum. Bandaríkin er síðasta virki dauðarefsingarinnar í hinum vestræna heimi. Blogga nánar um það síðar, en ætlaði bara að lýsa yfir vanþóknun minni á Bandaríkjunum.

Kv.Helgi

Lag dagsins: Patience eftir Take That. Heyrði það þegar ég var að hugsa mjög reiðilega til móður minnar á leiðinni til Keflavíkur. Róaði mig verulega.

Tilgangslausa staðreynd dagsins: Rás 1 er vanmetin stöð, hlustaði á hana á leiðinni til Keflavíkur og á heimleiðinni. Gott stöff.

Monday, October 8, 2007

Ör-blogg

Stuttar tilkynningar:

Landsfundurinn gekk vel, ég samdi ásamt nokkrum öðrum ályktun um Orkuveitu Reykjavíkur og allt það klúður, og sá svo í blaðinu að Sjálfstæðismenn væru að malda í móinn og reyna bjarga eigin skinni. Ég veit að það var ekki vegna þessarrar ályktunar, en mér þykir þetta smá sigur samt sem áður.

The Westboro Baptist Church hatar líklegast dómsmálaráðherra Bretlands, Jack Straw, alveg sérstaklega mikið einmitt núna. Ef að þau væru bresk, þá væru þau í djúpum skít (og líklegast kurteisari í hatri sínu á öllu og öllum).

Elska StumbleUpon.........alltaf skemmtilegt stöff þar, eins og t.d. þessar síður:
Bad motivational posters
Fjölskyldutré grísku goðanna
Ég-mun-breyta-lífi-þínu.com
Góðar ráðleggingar
(ýtti fjórum sinnum á "Stumble!" takkann og fékk þessi fjögur hér fyrir ofan)

Kv. Helgi

Lag dagsins: Centerfold eftir The J Geils Band. Klassík.

Friday, October 5, 2007

Landvættirnir mætast

Landsfundur Ungra Vinstri Græna er á morgun. Fjörið (og ég er ekki að grínast, landsfundir eru skemmtilegir) byrjar með friðarstund fyrir framan Laugardalshöllina í fyrramálið kl.8 til að mótmæla (á mjög svo friðsaman hátt) NATO-fundinum sem fer þar fram. Svo verður fundurinn settur kl.9 með "pompi og prakt" (pæling: hvað í andskotanum er pomp og hvað er prakt? þurfa þau að vinna saman?) í Vesturgötu 7 (á móti Kínamúrnum, rétt hjá Aðalbókasafni Reykjavíkur).

Allar upplýsingar og dagskrá fundarins

Ég hvet alla til að mæta og vonast til að sjá sem flesta.

Þeir sem ætla sér að kvarta yfir blogg-leysinu get náð í mig í síma +354-PISS-OFF

Kv. Helgi

P.S: Meh, blogga um helgina eða eitthvað, gleymdi hvað ég ætlaði að blogga um....

Thursday, September 20, 2007

Blogg-manía

Það er nú aldeilis brjálæðið. 3 blogg á rúmum sólarhring. Crazy shit. Vildi bara aðallega sýna öllum þessar tvær síður. Ég er orðinn paranoid af þessu. Pældu í því hvað Bandaríkin eru hugsanlega twisted, að hafa kannski gert þetta.

Pentagon Strike

Signs of the Times

Skrítin tilviljun að það er líka önnur síða sem heitir Signs of the Times, en hún er síða fyrir The Westboro Baptist Church. Þau hata í raun alla nema þá sem fylgja kirkju þeirra, um það bil 40 manns sem búa öll í sama hverfi og hafa sama bakgarð (í alvörunni, öll húsin tengjast að aftan gegnum garðana). Þau trúa því að allt sem gerist sé frábært því að Guð hafi látið það gerast. Þau segja að vegna stuðnings meirihluta Bandaríkjanna við homma og alls kyns öðruvísi kynlíf séu þau óvinir Guðs. Þau hafa meðal annars sagt: "Thank God for 9/11", þ.e.a.s. þau trúa því að Guð hafa valdið árasinni á Tvíburaturnana og að því sé það eitthvað til að þakka fyrir. Brjálað fólk.

heimildamynd um daginn með Louis Theroux þar sem að hann lifir með þessu fólki í þrjár vikur. Þau eru af mörgum kölluð mest hataða fjölskylda Bandaríkjanna. Ég horfði á það og ég þurfti oft að stoppa til að bíða eftir að hrollurinn liði úr mér. Magnaður skítur. Sárast þótti mér að sjá eina unga konu safnaðarins neita sér um svo marga saklausa hluti. Hún var dóttir konnunar sem stjórnaði söfnuðinum og henni datt ekki í hug að fara á stefnumót (ekki einu sinni pæla í strákum), sem var synd því að hún var mjög sæt. Í lok myndarinnar fór hún svo að tala að hún væri að vernda sig, vera trú fjölskyldunni. Hún sagði að vegna uppeldis síns (það að hún væri dóttir þessa fólks) þá hefði hún verið hötuð og fjölskyldan hefði stutt hana gegnum einsemdina.

Allir verða að sjá þessa mynd, hún er mögnuð. Þetta fólk er svo brjálað að það hálfa væri nóg. Mér þótti leitt með þessa stelpu, að hún skyldi ekki þekkja annað en þetta líf og skoðanir fjölskyldu sinnar. Það er því miður ekki hægt að bjarga öllum, sumir eru bara óheppnir. Þetta er líka fyndin mynd því að stundum eru samræðurnar svo fáranlegar:

Louis: "What if you don't believe in the Bible?"
Jael (sæta, elsta dóttirin): "Then you go to Hell."
Louis: "Am I going to Hell?"
Jael (skælbrosandi af einhverri ástæðu): "Yes, Louis, you are."

Kv. Helgi

Lag dagsins:
Where Is The Love eftir Black-Eyed Peas. Hættið að hata, share the love.

Tilvitnun dagsins (svona nokkurn veginn, öllu heldur rifrildi):
Steve (trúr Westboro Baptist kirkjunni): Them Jews killed Christ and he hates 'em.
Louis (eilítið reiður, en merkilega rólegur): Newsflash, Brainiac! Jesus Christ was Jewish!
Steve (nánast froðufellandi): Newsflash, Brainiac! Jesus Christ was GOD!

Aukapunktur dagins:
Chicago, litið til suðurs, afhverju ætli þetta heiti "suður"?

Wednesday, September 19, 2007

Heilinn minn er að springa.....

Engar áhyggjur, þetta er ekkert hættulegt, en ég bara finn fyrir heilanum allt í einu og það er pínku sárt.

Ég var að enda við að lesa röksemdafærslu Platóns um frummyndir, eða ég held það allavega. Ég las viðræður hans við einhvern Glaucon þar sem að hann setur upp dæmi. Menn eru hlekkjaðir inn í helli sem hefur op út í sólarljósið. Þeir eru allir hlekkjaðir svo að þeir geti ekki snúið höfðinu eða farið neitt, þeir geta aðeins séð skuggamyndir sínar sem varpast á vegginn sökum ljóssins og báls í miðjum hellinum.

*Pása*
eru allir enn með á nótunum? Virkar flókið, en þetta er snilld.
*Pásu lýkur*

Ef að þessir menn hafa alltaf verið svona þá getur ekki annað verið en að þeir gangi að því vísu að skuggarnir séu þeir sjálfir og að hreyfingar í skuggunum sem að þeir valda ekki hljóti að vera aðrir einstaklingar. Þeir heyra í hvor öðrum og tengja raddirnar við þennan raunveruleika þeirra.

*Pása*
Þeir sem sagt alast upp við skuggamyndir og eftirmyndir sem að þeir álykta að séu þeir sjálfir og aðrir í þeirra heimi.
*Pásu lýkur*

Ef að einn þessarra yrði losaður og leyft að líta fyrir aftan sig og ganga út úr hellinum í ljósi yrði þetta mjög sársaukafull reynsla, í fyrstu. Svo, eftir þó nokkurn tíma hefði hann vanist ljósinu og sæi þá heiminn utan hellisins og sæi fegurð umheimsins, jörðina, sólina og tunglið og stjörnurnar.

Svo kæmi hann aftur í hellinn til að heimsækja vini sína (eða eitthvað, ég er aðeins að umorða þetta) og þó að hann sæi betur en hinir þyrfti hann að venjast myrkri hellisins og ætti erfitt með að tjá sig við hinu mennina vegna þess að skilningur hans er ekki lengur sambærilegur. Þeir sjá bara skugga á veggjum, en hann sér þá eins og þeir eru í raun. Þetta gæti valdið gremju frá nokkrum og hræðslu hjá öðrum og aðrir myndu einfaldlega telja hann brjálaðan.

Maðurinn sem slapp úr hellinum sér sem sagt frummyndirnar á meðan að mennirnir sjá bara eftirlíkingar og skugga. Það er minnst skemmtilega á þetta á vísindavef HÍ. Það vita allir hvað jöfnuður er, þó er ekkert til í heiminum sem er -*nákvæmlega*- jafnt efnislega. Við vitum hvað jöfnuður er því að við þekkjum jöfnuðar - jöfnuðinn sjálfan.

.....Stay with me......

Hann fer svo að tala um að upplýstir menn (líkt og hann?) verði að koma niður úr hásætum viskunnar og blanda sér í minni mentaðari hópanna, þannig haldist ríkið jafnt og ánægt. Þeir sjái betur en hinir, líkt og frjálsi maðurinn í hellinum, en þegar að augu þeirra venjist myrkrinu þá sjái þeirra margfalt betur en fangarnir.

Svo kemur hann með skemmtilega pælingu tengda hinu að þeir bestu í stjórnunarhlutverk eru þeir sem vilja ekkert með þau hafa. Þeir sem eru í raun ofhæfir séu bestir, því að þeir kæri sig í raun ekki um hlutverkið, þó að þeir vinni það vissulega vel. Þeir sem ásælast konungssætið eða hvað það nú er eru ekki jafn góðir. Þeir vilja stjórna af sjálfselskum ástæðum (frægð, frami, you name it) en hinir, hinir upplýstu, kæri sig ekki um að stjórna en gera það samt, því að þess er krafist af þeim. Meikar sens.

Meh, þetta var heldur hrá útskýring á þessu, en mér er sama, ég hef edit option-ið. Hahaha.

Kv. Helgi

(kannski þetta sé allt bara kjaftæði, þessi heimspeki...)

DÚNDUR-pæling dagsins:
Í lokin á þessu samtali fer Platón að taka dæmi af fyrstu frummyndunum, þær sem séu óbrjótanlegar og fullkomnari en allt. Hvernig getum við t.d. sannað að tölur (numbers) séu til? Ég stoppaði verulega á þessarri spurningu. Svör óskast.

Punktur dagsins:
Platón þoldi ekki málverk, hann sagði að þau væru "eftirmyndir eftirmynda" (í lausri þýðingu).

Lag dagsins (THE SEQUEL!):
Headspin eftir Lukas Rossi. Viðeigandi. Var aldrei almennilega sáttur við að hann hefði unnið, en ég tek hann í sátt út af þessu lagi. Mjög flott.

Andleysi

Er með nokkrar góðar hugmyndir að bloggum.....

....en nenni allt í einu ekki að skrifa.....

Læt þetta vera nóg í bili:

The World as a Village er góð leið til að gera sér grein fyrir hvað við Íslendingar erum heppin að mörgu leyti.....samkvæmt því sem stendur fyrir neðan allar tölurnar er ég hluti af ca. 0,5% heimsins......og ég ætti að vera þakklátur fyrir það.

Heimaverkefni dagsins: Verið þakklátari fyrir lífið ykkar, það er ekki slæmt miðað við 99% heimsins. Svo eiga líka allir að læra samviskusamlega heima og gera heimaverkefnin síns, hver sem þau eru.

Giant duck!

Seven deadly sins Combo Chart!

Kv. Helgi

Lag dagsins: Fix You eftir Coldplay. Fór að spila í tækinu þegar að ég var að lesa World Village dótið, þótti það viðeigandi.

Monday, September 10, 2007

Sky rockets in flight

Svefn er fyrir hina veiklyndu. Ég fæ alltaf bestu hugmyndirnar mínar rétt áður en að svefninn tekur mig og svo man ég ekkert af því daginn eftir. "Hey, djöfull væri sniðugt að fara að gera ______ og ________ á næstunni." Svo get ég aldrei munað þessar ótrúlegu hugmyndir morguninn eftir. Bögg ofan á bögg. Svefninn er ósigrandi, ekki ólíkt dauðanum. Munurinn er sá að dauðinn kemur aðeins einu sinni, en svefninn ber að dyrum daglega. Jæja, best að reyna sofa meira. If you can't beat 'em, join 'em.

Ég sá stelpu klædda í svartan plastpoka í dag. Er þetta tískan í dag? Allt í lagi, þetta var ekki í alvörunni ruslapoki, en peysan hennar leit svoleiðis út. Tískan er skrítinn. Það fyndna er að ég get ekki sagt að hún sé tilgangslaus. Málið með tísku (eftir því sem mér skilst) er að það/þau efni sem nóg er til af á ákveðnu tímabili er í tísku. Þetta er til þess að jafna út jafnvægið á markaðnum, held ég. Endilega leiðréttið mig ef að ég fer með vitlaust mál.

Ég er skrítinn. Eitt af því fyrsta sem að ég geri þegar að ég hitti stelpur er að meta þær sem hugsanlegar kærustur. Nánast hvaða stelpa sem að ég hitti er metin út frá persónuleika, húmor og útliti. Ég geri þetta án þess að hugsa um það og fæ svo samviskubit or sum'. Get ég ekki bara hitt stelpu og kynnst henni sem einstakling án þess að vera hugsa hvort ég eigi "séns" í hana? Blöh...

Mig vantar félaga með mér í ræktina til að sjá til þess að ég mæti og geri allt. Svo er líka alltaf gotta að fá smá stuðning þegar maður er á þriðja settinu og að deyja. Þeir/þær sem að eru í Nautilus, endilega hafið samband.

Kv. Helgi

P.S: Fyrirgefið hvað þetta blogg er eitthvað á reiki, skrifaði það yfir viku tíma, var alltaf að geyma að setja þetta á síðuna.

Tilvitnun dagsins: "What I want is to be needed. What I need is to be indispensable to somebody. Who I need is somebody that will eat up all my free time, my ego, my attention. Somebody addicted to me. A mutual addiction." -Chuck Palahniuk
(I'm sappy, so sue me)

Lag dagsins: Vertu ekki að plata mig eftir HLH og Siggu Beinteins, "Komdu með, ég vil þig" lagið. Frábært íslenskt dægurlag.

Aukapunktur dagsins: Attention shoppers, attention shoppers....Kevin Smith is a friggin' genius. That is all.

Afternoon delight

Sunday, August 26, 2007

Skólinn byrjaður og allt er skrítið

Jæja, þá er skólinn loks byrjaður. Ég og vinir mínir vorum að tala um hvað það væri gott að vera að fara aftur í skólann. Alveg þangað til að við komum aftur í skólann. Nú er minni frítími og sumir kennarar eru brjálaðari en aðrir. Það er reyndar frábært að hitta gömlu skólafélagana aftur (flesta, ekki alla) og vera með aðeins meiri félagseiningu nú þegar að borðið mitt (félagahóps míns, þ.e.a.s.) í skólanum hefur sameinast á ný. Busarnir eru líka orðnir svo litlir. Ég veit að ég er yfir meðalhæð og því gæti þetta bara verið sjónarhornið mitt, en flestir þessarra busa eru börn fyrir mér.

Æji, ég er bara að vera gamall. Er farinn að taka meira og meira eftir því hvað sumir fullorðnir sem að ég þekki virðast allt í einu ellilegir (engin nöfn nefnd til að hlífa tilfinningum sumra). Tímabil í lífi mínu tekur brátt enda. Menntaskólaaldurinn, þegar að þú fannst fyrir sigurtilfinningu ef að þú komst inn á eftirsóttan bar með aldurstakmark 22 ára, tókst enga almennilega ábyrgð og gast endurskapað þig. Ég verð bráðum ungur maður. Ég er bæði spenntur og hræddur. Hef ekki fundið fyrir því lengi.

Ég er að taka helling af áföngum (of mörgum, meira að segja) og er strax pínku smeykur við afbrotafræðina. Kennarinn hóf fyrsta tímann á því að hræða mig með vinnuálaginu. Ég hélt að þetta yrði sniðugur áfangi til að klára kjörsvið annarra brauta (FÉL263) og smá fjör síðustu önnina. Ónei.......þetta verður víti. ÖLLUM verkefnum VERÐUR að skila STRAX og allt verður að vera fullkomið, annars fæ ég ekki einu sinni að KÍKJA á lokaprófið. Annars bara allt í lagi áfangar, Þrautalausnir (stærðfræði), Strjál stærðfræði, Íslenskar nútímabókmenntir, Aflfræði og afstæðiskenningin, Rafmagnsfræði og Eðlisefnafræði. Nokkuð fín stundarskrá. Svo er ég líka í boltaleikfimi, sem er mesta fjör sem ég hef nokkurn tímann upplifað í líkamsrækt í skóla. Þetta er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, boltaleikir. Körfubolti, fótbolti, bandý, handbolti, badminton og allt annað sem notast við einhverja gerð af bolta.

Ég hef komist að nokkrum hlutum undanfarna daga sem að mér fannst bæði fyndnir og skrítnir. Í efnafræðitíma vorum við að ræða eiginleika ljóss, ljóshraða, ljósbrot og rafsegulbylgjur. Þá minntist kennarinn (sem mér finnst vera helvíti fínn) á það að augun okkar sjá ekki lit nema í 90° keilu, þ.e.a.s. 45° til beggja hliða. Hann lagði til smá tilraun til að sýna fram á þetta og ég bauð mig fram. Ég átti að standa og horfa beint áfram með kennarann til hliðar við mig (90°, svo nákvæmni sé gætt). Hann veifaði einhverju að mér og spurðu hvort að ég sæi þetta. Ég sá hreyfinguna en ég gat ekki tilgreint hvað þetta væri né hvernig það væri á litinn. Það var ekki fyrr en að hann kom í 45° við augun mín að ég gat sagt með einhverri vissu að þetta væri rauður tússpenni. Fram að því var þetta bara grá móða. Þetta kemur aðeins inn í þróunina á mannsauganu. Við getum greint hreyfingu í 180° fyrir framan framan okkur en þó ekki hvað það er fyrr en að við beinum augunum að því. Svalt.

Annað skrítið: það er *loksins* búið að reikna út kvenlega fegurð (var það ekki líka gert fyrir nokkrum árum?). Kvenleg fegurð, samkvæmt tveimur stærðfræðiprófessorum við Cambridge-háskólann, felst í hlutfallinu milli ummáls mittis og mjaðma. Hlutfallið 0,7 er talið vera mesta augnayndið. Jessica Alba er t.d. með fullkomin vöxt þar sem að hlutfallið hennar er nákvæmlega 0,7. Nautahægðir. Eintómar nautahægðir. Hvernig gagnast þetta heiminum? Ég VEIT hvað mér finnst flott og ég geri ráð fyrir því að flestir viti það líka. Ef að þú þarft tvo stærðfræðiprófessora til að segja þér hvað þér finnst flott ertu á villigötum, eða þá að þú ert mesta kind sem að þekkist (meh!). Þú getur ekki laðast að því sem að þér finnst ekki aðlaðandi. End of story.

Kv. Helgi

Tilvitnun dagsins: "You know you're getting old when the candles cost more than the cake." -Bob Hope

Lag dagsins: Hey There, Delilah eftir The Plain White T's

Aukapunktur dagsins: Minesweeper: The Movie, tær snilld

Tuesday, August 14, 2007

Guð er dauður. Við drápum hann, við öll.

Ég rakst á yndislega viðbót við Firefox fyrir nokkru. Hún er þannig að ég skrái niður áhugamál og hluti sem að ég fíla og vista það hjá síðunni sem er tengd þessu forriti. Svo er takki í efra vinstra horninu á vafranum mínum sem að ég get ýtt á. Þegar að ég virkja hann þá fer hann með mig á einhverja "random" síðu sem að ég gæti haft áhuga á, út frá því sem að ég hakaði við á síðu forritsins. Snilldar græja. Hef séð svo marga snilldarlega hluti á þessu að öðru hvoru þegar að mér leiðist þá tek ég smá törn þar sem að ég flakka með þessum takka, aftur og aftur. Forritið heitir StumbleUpon.

Nokkrar snilldar síður sem að ég hef lent á:
Meat - ótrúlega fyndinn texti um geimverur og mannverur
What Socialism Means - góð lýsing á sósíalisma
Beer Advocate - skemmtileg fréttasíða um bjór
Double Wires - munið þið eftir gamla þyrlu leiknum? ekki ósvipað
Zen Sarcasm - fyndin orðatiltæki

Á einni af þessum "random" síðum er farið út í heimspekilegar útskýringar á Guði. Mjög svöl lesning. Þar rakst ég á mína útskýringu á Guði (God as "First Cause" argument), eða því sem næst. Önnur útskýring þar var mjög sniðug. Það er kenning Marx og Feuerbachs. Maðurinn skapaði Guð. Í augum Marx er Guð aðferð þeirra kúguðu til að sætta sig við ástæðurnar sem þeir lifa við: "It is the opium of the people".

Þó að ég sé ekki alveg sammála Marx og Feuerbach er mikið vit í fyrri hluta kenningu þeirra, að mínu mati. Guð skapaði ekki Manninn. Guð er ímynduð vera sköpuð úr vitund Manna. Merkilegt, við búum til veru sem við getum ekki sannað að sé til, er fullkomnari en allt, fyrr og síðar, og er skapari himins og jarðar. Trúin er merkilegt fyrirbæri.

Önnur kenning, sem er pínku fyndin, er þannig að þér sé tölfræðilega hollast að trúa á Guð. Ef að þú trúir á Guð og þú lifir góðu og syndlausu lífi, þá öðlastu himneska sælu á himnaríki þegar að þú deyrð. Ef Hann er ekki til, þá lifðir þú lífinu án þess að leyfa þér nokkrar syndir og ekkert gerist í dauðanum (and let's face it, þér er hvort er sama, þú ert dauður). Ef að þú trúir ekki á Guð og þú lifir syndugu lífi, þá ferðu rakleiðis til helvítis þegar að þú deyrð. Ef Hann er ekki til, þá lifðir þú syndugu lífi og komst upp með það. Til hamingju.
Spurning Pascals (sem setti fram þessa kenningu/útskýringu) er þessi: Hvaða heilvita maður myndi hætta á eilífa vist í helvíti í staðinn fyrir nokkrar syndir sem auðveldlega mætti sleppa?

Ég er mjög tvístígandi varðandi Guð. Ég þarf sannanir á svona stórum hlutum til að taka þá góða og gilda. Þó þori ég ekki annað en að lifa syndlausu lífi, eftir minni eigin sannfæringu.

Og þar kemur skýringin. Guð er eitthvað sem sumir nota til að styðja við sínar eigin siðferðislegu sannfæringar. Þeir sem að vilja ekki kynlíf fyrir giftingu (pffff) styðja við þessa sannfæringu þeirra með bók sem var skrifuð af mönnum. MÖNNUM. Guð kom ekki niður af himnum og gaf okkur fullkomna "reglubók" yfir siðferðisleg markmið mannanna. Biblían var skrifuð af mörgum mönnum sem voru með nokkurn veginn eins hugmyndir um hvað væri siðferðislega rétt.

Allir verða að fylgja eigin sannfæringu. Að sjálfsögðu eru sumir sem að skaða aðra með því að fara eftir sannfæringu þeirra, en þeir eru annað hvort asnar eða ekki-heilvita-menn. Stríð eru háð vegna mismunandi hugmynda um hvað sé rétt og hvað sé rangt, hver eigi rétt á hverju og hverjir hafi vald til að ákveða hvað.

Guð er siðferðisleg sannfæring margra milljóna manna "holdi klæddur". Hann stjórnar okkur ekki, við stjórnum honum. Allir eiga sinn eigin Guð. Það er bara tilviljun háð hvort að hann sé líkur Guði vinar þíns.

Kv. Helgi

Tilvitnun dagsins: "All God does is watch us and kill us when we get boring. We must never, ever be boring." -Chuck Palahniuk

Lag dagsins: One of Us eftir Joan Osborne. Hann gæti allt eins verið meðal okkar...

Aukapunktur dagsins: Planet Terror eftir Quentin Tarantino er snilldar mynd. Hún á að vera B-mynd og er því besta B-mynd sem að ég hef séð á allri ævi minni. Hann reynir ekki að hafa hana alvarlega (nema þegar að það er fyndið) og gerir frábæra gore-zombie-B-mynd. Two thumbs up!

Friday, August 3, 2007

Skömmusta, hollusta, þjónusta

Ég er snortinn. Einhver bað mig að blogga. Það var gert heldur harkalega og án kurteisi, en ég tek þessu samt sem hrósi. Gaman að fá smá feedback.

Um daginn barst umræða milli mín og vinkonu vinar míns til skömmustulegra hluta úr æsku. Þegar þú hugsar aftur til æskuáranna þinna finnst mér eins og maður muni betur eftir skömmustulegu atburðunum. Ég á miklu auðveldara með að muna þegar ég stórslasaði næstum því strák með snjósleða en afmælisveislunni minni sama ár. Ætli þetta sé inni í því að læra af mistökum? Maður lærir frekar af mistökum og man því betur eftir atburðum sem voru mistök? Pæling.

Ég hef verið einn heima alla þessa viku og ég hef ekki komið nálægt hollri máltíð. American Style, Dominos Pizza (fæ þær hvort er ókeypis) og aðrir staðir sem eru þekktir fyrir annað en næringaríkar máltíðir. Ég fór einmitt með Vidda á McDonald's núna á þriðjudaginn. Ég er ekki stoltur af því, en ég var svangur og latur.

Allavega, við komum inn um dyrnar 21:59:55 og búðin lokar 22:00. Samt var stúlkan í afgreiðslunni merkilega almennileg og mér fannst nánast eins og hún væri að daðra við mig. Þetta fíla ég. Ekki daðrið heldur það að ég sá hvað hún var þreytt og pirruð og samt var hún eins og áður sagði, merkilega almennileg (ok, ég fílaði samt líka daðrið). Ég vann/vinn í þjónustustarfi og veit að það er ósanngjarnt við kúnnann að vera taka persónulega gremju út á þeim (og þarna hugsaði ég á ensku). Flott hjá henni að láta þetta ekki bitna á kúnnanum (þarna kom íslenskan).

Keypti síðustu Harry Potter bókina um daginn og ég ætla að taka mig til og setja persónulegt met í að lesa heila bók. Heill dagur fyrir 1000 orð er núverandi metið, methinks. Gangi mér vel.

Kv. Helgi

Lag dagsins: Stronger eftir Kanye West í samstarfi við Daft Punk. Bara að heyra þessi tvö sení í sömu setningu er kúl. Ímyndið ykkur lagið...

Tuesday, July 17, 2007

Sól, hljóðbækur og sambönd

Sólin er að drepa mig. Þetta er farið að verða fáranlegt. Ekkert er betra en sólskinsdagur, en tvær vikur í röð af því verður fljótt þreytt. Það þarf nokkra góða rigningadaga til að maður meti góða veðrið betur.

Hljóðbækur eru snilld. Í tilefni af útgáfu sjöundu og síðustu bókarinnar um ævintýri Harry Potters í Hogwarts skólanum, Harry Potter and The Deathly Hallows byrjaði ég að lesa aftur sjöttu bókina, Harry Potter and The Half-Blood Prince. Ég hins vegar nenni varla að vera lesa hana þannig að ég brá á það ráð að næla mér í hljóðbókina. Hún er lesin á fullkominni ensku af snillingnum Stephen Fry, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Black Adder og mörgum öðrum breskum grínþáttum. Það er frábært að vera í vinnunni að gera eitthvað heilalaust og vera bara hlusta á þetta lesið upp fyrir manni. Mjög gaman.

Vinnuleiðinn er að vera svolítill hjá mér. Ekki misskilja, það er frábært að vera úti og fá smá hreyfingu, en vinnan er svo einsleit og leiðinleg og einn vinnufélaginn minn er óbærilegur andskoti sem er ekki alveg heill á geði. Ég vil breyta til, en það er orðið of seint um sumarið og enginn staður vill ráða starfsmann í 2-3 vikur (nema staðir líkir þeim sem ég vinn á). Ég vil prufa hótel eða ferðaþjónustu eða eitthvað.

Ég á 16 einingar eftir í MH, útskrifast um jólin og verð svo með 9 mánuði lausa til að prófa eitthvað nýtt starf (eða störf) þangað til að ég fer í HÍ.

Hefur einhver sambönd hjá hótelum? Þætti vænt um að heyra frá þeim...

Kv. Helgi

Lag dagsins: Hold The Line eftir Toto (vildi að ég hefði kíkt á tónleikana)

Sunday, July 8, 2007

Train of thought

Fyrir meira en einu ári var ég að aðstoða móður mína með veislu fyrir vinnufélaga hennar á heimili okkar. Ég var make-shift þjónn og félagsvera yfir kvöldið (sem sumir myndu nefna barþjón). Eftir að allir voru með glas í hendi og farnir að spjalla settist ég niður með konu og við fórum að ræða hugsanaflæði, eða train of thought. Það er þannig að það er hægt að finna tengsl á milli alls með nógu mörgum krókaleiðum. Þið hafið örugglega oft lent í því að vera hugsa um eitthvað og mínútu seinna eruð þið að hugsa um eitthvað annað sem þið sjáið ekki að hafi nein tengsl við það sem þið voruð fyrst að hugsa um. Þá þurfið þið að rekja hugsanaflæðið aftur til að sjá tengslin. Mjög fyndið þegar þetta kemur fyrir mig.

Það er alveg ótrúlega erfitt fyrir mig að blogga stundum. Ég er að gera eitthvað yfir daginn, fæ hugmynd að bloggi og fer að hugsa um það og fer síðan að hugsa um annað út frá því. Svona gengur það í nokkrar mínútur og þegar ég svo sest fyrir framan tölvuna þá veit ég ekki hvað ég var upphaflega að pæla. Leiðinleg afleiðing hugsanaflæði, stundum manstu ekki hvar þú byrjaðir. Ég er að pæla í að fara að ganga með litla skrifblokk til að taka niður blogghugmyndir strax og mér dettur þær í hug. Ég lofa að blogga meira.

Vinkona mín hringdi í mig í gær og bað mig að drullast til að gera eitthvað pólitískt varðandi fyrirhugaðar áætlanir með höfnina á Kársnesinu í Kópavogi. Ég veit ekki hvort ég sé nægilega upplýstur um málið til þess og hún ræddi þetta aðeins við mig. Ég hef lítið verið að fylgjast með undanfarið vegna annríkis og almenns nonchalance (look it up). Auðvitað á þetta að skipta mig máli vegna þess að ég bý á Kársnesinu, en ég bara finn ekki fyrir neinum áhyggjum. Eftir því sem mér skilst (sem er lítið og takmarkað) ætlar Gunni "Goldfinger" Birgisson að byggja nýtt íbúahverfi við enda Kársnes ásamt því að stækka höfnina. Þetta hefur í för með sér að umferð um Kársnesbrautina mun aukast og því verður meiri hættu fyrir þau börn sem búa í grennd við hana. Ég efast um að Kársnes þoli líka þennan aukna íbúafjölda og umferðarþunga. Nú þegar eru vörubílar að eyðileggja Kársnesbrautina með sífelldum ferðum þar um. Hvernig ætli það verði þegar þeim fjölgar vegna stækkunar hafnarinnar ásamt því að einkabílunum fjölgar vegna fjölgun íbúa? Mér sýnist það ekki nægt pláss til að stækka Kársnesbrautina, en ég er enginn sérfræðingur, bara ótýndur leikmaður.

Ég var að horfa á endursýningu á lokaþátt One Tree Hill í þynnkumók áðan og fékk hugmynd að færslu, en núna man ég ekki hver hún var. Getur varla hafa verið mikilvægt. Ojæja.

Kv. Helgi

Lag dagsins: Feels Like Today eftir Rascal Flatts

-Shit happens-
Dog: "I just shit in your shoe"
Cat: "Dogs are shit"
Mouse: "Oh, shit! A cat!"

Tuesday, June 5, 2007

*Sársaukafullt kvein*

Jæja, ég er hér með dauður. Var að koma af fyrstu körfuboltaæfingunni minni í..........tvo mánuði, held ég. Ég var byrjaður að reyna ná upp forminu aftur (ferhyrningnum, þ.e.a.s.) og var farinn að skokka í vinnuna. Skokkaði 4 daga í röð og fór svo tvisvar í strætó. Svo fékk ég bíl afa lánaðan og fór að vakna seinna og keyra í vinnuna. Varð pínku latur. Nú mun ég ekki skokka fyrr en um verslunarmannahelgina.

Á æfingunni var ég búinn að setja teygjusokk utan um hnéð mitt (meiddi mig í vinnunni) og ætlaði að fara mér hægt, eins og svo oft áður eftir löng hlé. Ég skemmti mér bara allt of vel þegar ég spila körfubolta að ég missti mig og keyrði mig svoleiðis út að ég stóð varla í lappirnar eftir æfinguna (í engu gríni, annað hnéð úti og aftari lærið á hinni löppinni við það að taka krampakast). Alveg dauður. Kaputt. Wiped out. Död. Habbibbi (ok, þetta er ekki orð).

Ekki mikið annað af mér að frétta. Ætlaði vestur á firði núna um helgina í geðveikan sumarbústað en þá beilar Grétar eins og litli vinnualkinn sem hann er. Í alvörunni, hann tekur sér ekki frí, bara svona einn og einn dag þar sem hann vinnur ekki. Oh well, ég elska litlu krúsídúlluna samt. Ég meina, hver annar getur bekkpressað mig? Ég myndi deyja úr söknuði ef að hann gerði það ekki öðru hvoru.

Lífið heldur áfram, ég held áfram að reyna koma mér í form og það er leiðinlegt og erfitt. Ég er að velta fyrir mér að kaupa mér kort í Sporthúsið. Er eitthvað vit í því?

Kv. Helgi

Lag dagsins: Do You Know eftir Enrique Iglesias (hehehe, sumir kalla það Ping pong lagið)

-Shit happens-
New Age: "Visualise shit happening"
Feminism: "Men are shit"
Mysticism: "This is really weird shit"
Voodoo: "Shit doesn't just happen - we made it happen"
Disneyism: "Bad shit doesn't happen here"

Monday, May 28, 2007

Ódauðleiki

Fór að pæla í dýrkun nútímamannsins á ódauðleikanum um daginn. Það að deyja aldrei, eldast ekki og falla aldrei í gleymsku.

Allir í dag virðast sækjast eftir því. Fólk reynir að setja stimpilinn sinn á heiminn, eins og það ákvarði hamingju þeirra hve margir þekki þau og hve margir muni eftir þeim þegar þau loks deyja.

Ódauðleikinn fæst að mati sumra með því að komast í fjölmiðla eða sjónvarpið og svoleiðis. Hin umtalaða 15 mínútna frægð. Það að einhver segist hafa séð þig í sjónvarpinu. Að þú hafir verið flottur á imbanum og svoleiðis. Sumir pæla ekki einu sinni í því hvernig þeir komast í sjónvarpið. Ég heyrði í fréttum í dag af nýjum hollenskum raunveruleikaþætti þar sem að dauðvona kona ætlar að gefa einum af þremur nýrnasjúklingum nýrun sín. Hún mun velja þá eftir því hverjum þeirra henni líkar best við og þetta verður allt sjónvarpað. Þetta er sjúkt. Þetta er ekki þátttakendunum að kenna, þeir eru tilbúnir að gera hvað sem er fyrir nýra. Það eru framleiðendurnir sem eru að misnota örvæntingarfullt fólk. Ég vona að þeir fái allir nýrnasjúkdóma og þurfi að koma fram í svona þáttum sjálfir.

Aðrir sækjast eftir ódauðleika með fegrunaraðgerðum. Í mínum huga er ekkert óeðlilegt við það að stelpur farði sig (fyrir sig, ekki fyrir aðra) en lýtaaðgerðir og megrunarkúrar og fæðubótarefni er ekki málið. Lýtaaðgerðir eru kostnaðarsamar og í mínum ekki þess virði. Það er nokkuð augljóst hvað hefur gerst ef að amma kemur í heimsókn með nýjar túttur og fros-bros. Ég skal hins vegar halda mér saman ef að þú gerir þetta til þess að þér líði betur. Megrunarkúrar virka ekki. Jújú, ef að þú sveltir þig í nokkrar vikur muntu missa nokkur kíló en kílóin munu snúa aftur strax og megrunarkúrnum lýkur (og honum mun ljúka vegna þess að líkami þinn þarf mat og næringu). Betri hugmynd er að neita sér um eitthvað sem að þú þarfnast ekki eins og t.d. kex eða kökur eða gos og nammi. Fæðubótarefni eru sama mál. Þau er að mínu mati svindl. Þú átt að geta fengið allt sem þú þarfnast úr fæðunni þinni og vítamíntöflum (sem ég tel ekki vera fæðubótarefni). Viltu fá stærri vöðva? Lyftu og borðaðu rétt, ekki taka stera eða einhverjar bullshit vöðva-stækkandi töflur.

Enn aðrir gera eftirminnilega hluti til að upplifa ódauðleika. Sumir hafa eflaust gert það fyrir sjálfa sig en of margar gera það til þess eins að geta sagt öllum hvað þeir gerðu. "Ég kleif Everest" er vissulega mikið afrek. Sumir gera það til að reyna á sjálfa sig og til að sjá frá nýju sjónarhorni. Aðrir klífa fjallið og fara niður án þess að sjá útsýnið og segja öllum að þeir hafi klifið Everest. Hvor græðir meira á þessu?

Sá er heppinn sem er sama um álit annarra. Ég er ekki með þessu að hvetja fólk til að vera sjálfselskir hálfvitar, heldur að gera eitthvað til að vera góð/ur, ekki vegna álits eða gjafa annarra. Hjálpaðu systkini þínu með eitthvað því að þau þurfa hjálp þína, ekki til að eiga inni hjá þeim greiða síðar. Vaskaðu upp fyrir móður þína því að hún er móðir þín, ekki svo að hún gefi þér vasapening. Segðu þeim sem þú elskar að þú elskar hann/hana því að það er satt, ekki til þess að hann/hún segi "Ég elska þig líka" við þig.

Nú þykist ég ekki vera dýrlingur og hef fallið í margar (ef ekki allar) af ofangreindum gryfjum. Ég hef auglýst hvað ég hef gert í leit að aðdáun annarra. Ég hef hallað mér aftur í stól til að sjást í kosningarsjónvarpinu. Ég hef jafnvel sett smá concealer á vandræðalega bólu þegar ég var í grunnskóla. Ég vil hins vegar reyna að snúa við blaðinu og hætta þessu. Ég hvet alla sem lesa þetta til að reyna hið sama.

Heimaverkefni dagsins: Gerðu eitthvað rosalega gott og ósjálfselskt og segðu engum frá því.

Ykkur á eftir að líða vel eftir á. Ég lofa.

Kv. Helgi

-Shit happens-
Materialism: "Whoever dies with the most shit, wins"
Americanism: "Who gives a shit?"
Einstein: "Shit is relative"
Surrealism: "fish happens"

Tuesday, May 22, 2007

Massa sumar

Sumarfríið er byrjað þar sem ég var að fá úr einkunnunum mínum og ég náði önninni og á bara 16 einingar eftir til stúdentsprófs. Sjibbí! Allur kjarni búinn (nema bókmenntasaga Íslands frá 1900 til núna, öðru nafni Íslenska 503). Þýska: BÚIN! Á bara eftir nokkrar einingar á kjörsviði og þá er þetta komið. Þá tekur lífið við (eða eitthvað...).

Kosningar voru tæknilegur sigur (að mínu mati) fyrir Vinstri Græna. Við fórum úr 5 þingmönnum í 9 og sýndum þar með 80% aukningu á þingi, sem er snilld. Við náðum hins vegar ekki að komast í meirihlutastjórn og nú ætla Ingibjörg og Geir að sængja saman næstu 4 árin. Ingibjörg sagðist vilja vinstristjórn en mér fannst hún heldur róleg á meðan að Geir og Jón spjölluðu saman. Er möguleiki á að hún hafi fengið "tip" frá Geira góðæri? Ég spyr.

Ég er byrjaður að vinna hjá Vatnsveitu Kópavogs (held að hún heiti það, allavega) og er núna að stressa mig yfir Megaviku Domino's. Vinn öll kvöld nema fimmtudagskvöldið. ég er þá að vinna þrjá 14 stunda vinnudegi í vikunni og slatta hina dagana. Það þýðir að ég verð dauður um sama leyti í næstu viku. Guð sé lof fyrir partýkvöld í boði Domino's eftir Megaviku.

Ég veit enn ekki almennilega hvað ég vil gera við mig eftir framhaldsskóla en það er svo gott að geta unnið og leitt hugann frá svoleiðis pælingum. Það er líka svo gott að geta komið ferskur aftur að svoleiðis pælingum eftir fullan vinnudag (eða viku).

Blogga meira seinna.

Kv. Helgi

-Shit happens-
Freud: "Shit is a phallic symbol"
Lawyer: "For enough money, I can get you out of shit"
Accupuncturist: "Hold still or this will hurt like shit."

Thursday, May 10, 2007

Kosningarnar handan við hornið

Ég er farinn að hafa pínkulitlar áhyggjur af fylgi Vinstri græna í komandi kosningum. Við höfum fengið mest í kringum 27% fylgi í skoðanakönnunum Gallup en erum nú komin niður í 16,5% fylgi. Margt vekur athygli mína varðandi síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins hefur t.d. skotist upp í 9,8% eftir að þau voru ekki einu sinni örugg með jöfnunarþingsæti fyrir nokkrum skoðanakönnunum síðan. Þetta er bein afleiðing þess að þeir eru að dæla peningum í kosningaherferðina sína. 10 mismunandi sjónvarpsauglýsingar, "Litli, græni kallinn" á öðru hverju strætóskýli og óteljandi kosningaloforð og slagorð. Gleypir fólk í alvörunni við þessu? Þarf ekki nema nokkrar skondnar og vel gerðar auglýsingar til að fólk gleymi síðustu árum? Svo virðist vera.

Fylgi Vinstri græna hefur dalað sem í mínum huga er bein afleiðing þess að við höfum ekki auglýst okkur jafn duglega og hinir. Nú er ég ekki styðjandi "drekkja-alþýðunni-í-auglýsingum" aðferð Framsóknar en ég sé ekkert að því að koma með nokkrar sjónvarpsauglýsingar. Sumir telja þetta vera fyrir neðan virðingu flokksins eða eitthvað álíka. En við erum í þessu til að vinna! Það dugar skammt að vera æruverðari en aðrir flokkar ef að þeir komast á þing en ekki við!

Annað yndislegt við sjónvarpsauglýsingar Framsóknarmanna er neikvæður áróður til annarra flokka. Í einni slíkri auglýsingu heyrist: "Sumir flokkar vilja netlögreglu" og mynd af Steingrími J. birtist á tölvuskjá. Beint skot á Vinstri græna. "Ekki kjósa þá, flokkurinn þeirra vill netlöggu!" Nei, sko, "flokkurinn" vill ekki netlögreglu, nokkrir innan hans vilja hafa smá eftirlit með netinu. Ég er alls ekki styðjandi þessa netlögreglu (quis custodiet ipsos custodes?) og fleiri innan flokksins eru væntanlega sammála mér. Það sem einn maður innan flokksins (jafnvel þó að hann sé formaðurinn) segir í viðtali endurspeglar skoðanir hans, ekki endilega stefnu flokksins.

Ég hvet að lokum alla til að mæta á kjörstaði og kjósa, sama hvaða flokkur það er sem fær "X"-ið ykkar. Því fleiri sem kjósa, því meiri lýðræði. Verið bara viss af hverju þið eruð að kjósa þann flokk. Ekki kjósa hann af því bara.

Kveðja, Helgi

Catholicism - "If shit happens, you deserve it"
Protestantism - "Shit happens, amen to that"
Judaism - "Why does shit always happen to us?"
Satanism - "Sneppah tihs"

Wednesday, May 9, 2007

Stay young, have fun, taste Helgi

Vegna skítlegheita fólk.is og gífurlegs hópþrýstings þá hef ég flutt búferlum á veraldarvefnum. Ég er ekki lengur á "www.folk.is/helgimh" heldur hér á "helgihelgi.blogspot.com".

Ástæða þess að ég valdi þetta nafn, "helgihelgi", er bæði sú að "helgi" var frátekið og líka vísun í viðurnefni mitt innan körfuboltaliðsins míns. Í leikjum er mikið gert úr því að hrópa "Vörn!" aftur og aftur eða eitthvað álíka til að koma andstæðingunum úr jafnvægi í sókninni. Það er líka merkilegt hvað það getur stundum virkað vel. Í leik fyrir löngu gerði ég þetta en hrópaði, í staðinn fyrir "Vörn!", "Helgi!" aftur og aftur. Þjálfaranum fannst ég ekki spila nægilega góða vörn í það skipti og sagði liðinu í næsta leikhléi að vera ekki að spila "HelgiHelgi"-vörn. Það hefur síðan fest við mig, þó að ég hafi bætt vörnina mína til muna (að mínu mati, allavega).

Kveðja, Helgi

P.S: Kíkið á www.sloganizer.net. Frábær slagorð (þó að öll séu stolin).

Nokkrir frábærir:
"Think Helgi"
"Helgi - just do it"
"Always the real thing, always Helgi"
"Buy Helgi now!"

og langbestu:
"Naughy little Helgi"
"Helgi, since 1845"