Wednesday, November 7, 2007

07.11.07

Ég er dálítið hræddur við líf mitt eftir 21.desember. Það verður dagurinn þegar að ég útskrifast úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og ég veit satt best að segja ekki hvað ég á að gera af mér eftir það. Ég er með áætlun, það er ekki málið. Ég ætla að vinna fram á haust og byrja í háskóla á haustönn. Ég hef verið að vinna ferilskrána mína upp á nýtt, finna mér meðmælendur og fer að sækja um vinnu bráðum.

Þó að þetta sé komið þá hef ég samt ekki hugmynd hvað er að fara að gerast.
-Hvað ætla ég að vinna við í þetta rúma hálfa ár?
-Ætla ég að kaupa íbúð bráðum?
-Fæ ég mér bíl? Er það ekki þess virði?
-Munu drykkjukvöld mín aukast til muna þegar ég verð tvítugur á næsta ári?

Jólin ganga bráðum í garð og allar búðir eru að undirbúa sig eða voru tilbúnar fyrir 2 vikum. Fólk er alltaf að væla yfir þessu, en málið er að Íslendingar hafa engar "bremsur" eins og t.d. Bandaríkin. Í lok október er hrekkjavaka hjá þeim til að koma í veg fyrir jólaskraut. Í nóvember er þakkargjörðarhátíðin (þann 29.) til að stoppa jólaskrautið enn og aftur. Svo loks eftir þakkargjörðarhátíðina, ÞÁ fer allt í fimmta gír! Jólakúlur, jólasveinar, jólakökur, jóla-allt! Brjálað stöff. Er samt rólegur, strax farinn að pæla í jólagjöfum. Pæla, mind you, ekki skoða í búðum eða neitt.

Sömuleiðis eru háskólapælingarnar orðnar flóknari. Ég var alltaf fastur á að fara í HÍ, en Kennaraháskólinn er líka mjög áhugaverður. Var á kynningu hjá því fólki um daginn. Ég veit að það eru lúsarlaun, en ég er núna þjálfari og finnst gaman að kenna fólki. Launin eiga líka að batna eftir 5 ár (vínviðurinn sagði mér svo...) og aðstaðan er mergjuð. Svo sá ég líka að það verður brátt kynning á bandarískum háskólum. Þeir kosta vissulega fáranlega mikið, en dollarinn er svooo lágur núna (59 kr.) að það væri ekki endilega *svo* dýrt.

Núna fer lífið að byrja..........bara ef að ég vissi hvar ég vildi byrja...

Kv. Helgi

Lag dagsins: My Sundown eftir Jimmy Eat World. Gott lag

Blogthing dagsins: Are You Right or Left Brained? (sérkennilegt orðalag...). Góð spurning í þessu gaf mér hugmynd, ég ligg oft þegar að ég fæ góðar hugmyndir, fyrir svefninn og svoleiðis. Skiptir þetta einhverju máli? Svo er náttúrulega The Penis Name Generator!



Your Penis Name Is...



Squirmin' Herman the One-Eyed German


1 comment:

Unknown said...

Æi ég veit ekki, þú ert allavega með væga hugmynd um hvað þig langar að gera, veist á hverju þú hefur áhuga á og svona. (Ég verð pottþétt svona vitleysingur sem verður endalaust í menntaskóla af því að ég nenni ekki að reyna að láta mér detta eitthvað í hug til að gera við líf mitt.) Drykkjukvöldum getur svo að sjálfsögðu fjölgað ef þú ert í vinnu sem borgar fyrir þau. Sem er gott (I think...)
Regarding teaching, ókei, það er kannski bara ég, en ég á mjög erfitt með að sjá það fyrir mér að starfið sé nógu gefandi til að bæta fyrir þessi hlægilegu laun (nema þau hækki eins og einhver heldur greinilega fram, þá er þetta bara win-win...)
In conclusion, the Penis Name Generator gave me the name Goliath. I'm not so sure if that's good or not...