Sunday, July 8, 2007

Train of thought

Fyrir meira en einu ári var ég að aðstoða móður mína með veislu fyrir vinnufélaga hennar á heimili okkar. Ég var make-shift þjónn og félagsvera yfir kvöldið (sem sumir myndu nefna barþjón). Eftir að allir voru með glas í hendi og farnir að spjalla settist ég niður með konu og við fórum að ræða hugsanaflæði, eða train of thought. Það er þannig að það er hægt að finna tengsl á milli alls með nógu mörgum krókaleiðum. Þið hafið örugglega oft lent í því að vera hugsa um eitthvað og mínútu seinna eruð þið að hugsa um eitthvað annað sem þið sjáið ekki að hafi nein tengsl við það sem þið voruð fyrst að hugsa um. Þá þurfið þið að rekja hugsanaflæðið aftur til að sjá tengslin. Mjög fyndið þegar þetta kemur fyrir mig.

Það er alveg ótrúlega erfitt fyrir mig að blogga stundum. Ég er að gera eitthvað yfir daginn, fæ hugmynd að bloggi og fer að hugsa um það og fer síðan að hugsa um annað út frá því. Svona gengur það í nokkrar mínútur og þegar ég svo sest fyrir framan tölvuna þá veit ég ekki hvað ég var upphaflega að pæla. Leiðinleg afleiðing hugsanaflæði, stundum manstu ekki hvar þú byrjaðir. Ég er að pæla í að fara að ganga með litla skrifblokk til að taka niður blogghugmyndir strax og mér dettur þær í hug. Ég lofa að blogga meira.

Vinkona mín hringdi í mig í gær og bað mig að drullast til að gera eitthvað pólitískt varðandi fyrirhugaðar áætlanir með höfnina á Kársnesinu í Kópavogi. Ég veit ekki hvort ég sé nægilega upplýstur um málið til þess og hún ræddi þetta aðeins við mig. Ég hef lítið verið að fylgjast með undanfarið vegna annríkis og almenns nonchalance (look it up). Auðvitað á þetta að skipta mig máli vegna þess að ég bý á Kársnesinu, en ég bara finn ekki fyrir neinum áhyggjum. Eftir því sem mér skilst (sem er lítið og takmarkað) ætlar Gunni "Goldfinger" Birgisson að byggja nýtt íbúahverfi við enda Kársnes ásamt því að stækka höfnina. Þetta hefur í för með sér að umferð um Kársnesbrautina mun aukast og því verður meiri hættu fyrir þau börn sem búa í grennd við hana. Ég efast um að Kársnes þoli líka þennan aukna íbúafjölda og umferðarþunga. Nú þegar eru vörubílar að eyðileggja Kársnesbrautina með sífelldum ferðum þar um. Hvernig ætli það verði þegar þeim fjölgar vegna stækkunar hafnarinnar ásamt því að einkabílunum fjölgar vegna fjölgun íbúa? Mér sýnist það ekki nægt pláss til að stækka Kársnesbrautina, en ég er enginn sérfræðingur, bara ótýndur leikmaður.

Ég var að horfa á endursýningu á lokaþátt One Tree Hill í þynnkumók áðan og fékk hugmynd að færslu, en núna man ég ekki hver hún var. Getur varla hafa verið mikilvægt. Ojæja.

Kv. Helgi

Lag dagsins: Feels Like Today eftir Rascal Flatts

-Shit happens-
Dog: "I just shit in your shoe"
Cat: "Dogs are shit"
Mouse: "Oh, shit! A cat!"

No comments: