Friday, August 3, 2007

Skömmusta, hollusta, þjónusta

Ég er snortinn. Einhver bað mig að blogga. Það var gert heldur harkalega og án kurteisi, en ég tek þessu samt sem hrósi. Gaman að fá smá feedback.

Um daginn barst umræða milli mín og vinkonu vinar míns til skömmustulegra hluta úr æsku. Þegar þú hugsar aftur til æskuáranna þinna finnst mér eins og maður muni betur eftir skömmustulegu atburðunum. Ég á miklu auðveldara með að muna þegar ég stórslasaði næstum því strák með snjósleða en afmælisveislunni minni sama ár. Ætli þetta sé inni í því að læra af mistökum? Maður lærir frekar af mistökum og man því betur eftir atburðum sem voru mistök? Pæling.

Ég hef verið einn heima alla þessa viku og ég hef ekki komið nálægt hollri máltíð. American Style, Dominos Pizza (fæ þær hvort er ókeypis) og aðrir staðir sem eru þekktir fyrir annað en næringaríkar máltíðir. Ég fór einmitt með Vidda á McDonald's núna á þriðjudaginn. Ég er ekki stoltur af því, en ég var svangur og latur.

Allavega, við komum inn um dyrnar 21:59:55 og búðin lokar 22:00. Samt var stúlkan í afgreiðslunni merkilega almennileg og mér fannst nánast eins og hún væri að daðra við mig. Þetta fíla ég. Ekki daðrið heldur það að ég sá hvað hún var þreytt og pirruð og samt var hún eins og áður sagði, merkilega almennileg (ok, ég fílaði samt líka daðrið). Ég vann/vinn í þjónustustarfi og veit að það er ósanngjarnt við kúnnann að vera taka persónulega gremju út á þeim (og þarna hugsaði ég á ensku). Flott hjá henni að láta þetta ekki bitna á kúnnanum (þarna kom íslenskan).

Keypti síðustu Harry Potter bókina um daginn og ég ætla að taka mig til og setja persónulegt met í að lesa heila bók. Heill dagur fyrir 1000 orð er núverandi metið, methinks. Gangi mér vel.

Kv. Helgi

Lag dagsins: Stronger eftir Kanye West í samstarfi við Daft Punk. Bara að heyra þessi tvö sení í sömu setningu er kúl. Ímyndið ykkur lagið...

No comments: