Tuesday, July 17, 2007

Sól, hljóðbækur og sambönd

Sólin er að drepa mig. Þetta er farið að verða fáranlegt. Ekkert er betra en sólskinsdagur, en tvær vikur í röð af því verður fljótt þreytt. Það þarf nokkra góða rigningadaga til að maður meti góða veðrið betur.

Hljóðbækur eru snilld. Í tilefni af útgáfu sjöundu og síðustu bókarinnar um ævintýri Harry Potters í Hogwarts skólanum, Harry Potter and The Deathly Hallows byrjaði ég að lesa aftur sjöttu bókina, Harry Potter and The Half-Blood Prince. Ég hins vegar nenni varla að vera lesa hana þannig að ég brá á það ráð að næla mér í hljóðbókina. Hún er lesin á fullkominni ensku af snillingnum Stephen Fry, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Black Adder og mörgum öðrum breskum grínþáttum. Það er frábært að vera í vinnunni að gera eitthvað heilalaust og vera bara hlusta á þetta lesið upp fyrir manni. Mjög gaman.

Vinnuleiðinn er að vera svolítill hjá mér. Ekki misskilja, það er frábært að vera úti og fá smá hreyfingu, en vinnan er svo einsleit og leiðinleg og einn vinnufélaginn minn er óbærilegur andskoti sem er ekki alveg heill á geði. Ég vil breyta til, en það er orðið of seint um sumarið og enginn staður vill ráða starfsmann í 2-3 vikur (nema staðir líkir þeim sem ég vinn á). Ég vil prufa hótel eða ferðaþjónustu eða eitthvað.

Ég á 16 einingar eftir í MH, útskrifast um jólin og verð svo með 9 mánuði lausa til að prófa eitthvað nýtt starf (eða störf) þangað til að ég fer í HÍ.

Hefur einhver sambönd hjá hótelum? Þætti vænt um að heyra frá þeim...

Kv. Helgi

Lag dagsins: Hold The Line eftir Toto (vildi að ég hefði kíkt á tónleikana)

2 comments:

Esox lucius said...

sambönd hjá hótelum?
þau hef ég sko... :) hafðu bara samband :p
þú ert ótrúlega kjarkaður að leggja í hljóðbækurnar, hef ekki gert það ennþá en langar ótrúlega að pína vinnuþrælana mína með þeim :)

Esox lucius said...

viltu hundskast til að blogga drengur !!!!!!
mér leiðist