Thursday, September 20, 2007

Blogg-manía

Það er nú aldeilis brjálæðið. 3 blogg á rúmum sólarhring. Crazy shit. Vildi bara aðallega sýna öllum þessar tvær síður. Ég er orðinn paranoid af þessu. Pældu í því hvað Bandaríkin eru hugsanlega twisted, að hafa kannski gert þetta.

Pentagon Strike

Signs of the Times

Skrítin tilviljun að það er líka önnur síða sem heitir Signs of the Times, en hún er síða fyrir The Westboro Baptist Church. Þau hata í raun alla nema þá sem fylgja kirkju þeirra, um það bil 40 manns sem búa öll í sama hverfi og hafa sama bakgarð (í alvörunni, öll húsin tengjast að aftan gegnum garðana). Þau trúa því að allt sem gerist sé frábært því að Guð hafi látið það gerast. Þau segja að vegna stuðnings meirihluta Bandaríkjanna við homma og alls kyns öðruvísi kynlíf séu þau óvinir Guðs. Þau hafa meðal annars sagt: "Thank God for 9/11", þ.e.a.s. þau trúa því að Guð hafa valdið árasinni á Tvíburaturnana og að því sé það eitthvað til að þakka fyrir. Brjálað fólk.

heimildamynd um daginn með Louis Theroux þar sem að hann lifir með þessu fólki í þrjár vikur. Þau eru af mörgum kölluð mest hataða fjölskylda Bandaríkjanna. Ég horfði á það og ég þurfti oft að stoppa til að bíða eftir að hrollurinn liði úr mér. Magnaður skítur. Sárast þótti mér að sjá eina unga konu safnaðarins neita sér um svo marga saklausa hluti. Hún var dóttir konnunar sem stjórnaði söfnuðinum og henni datt ekki í hug að fara á stefnumót (ekki einu sinni pæla í strákum), sem var synd því að hún var mjög sæt. Í lok myndarinnar fór hún svo að tala að hún væri að vernda sig, vera trú fjölskyldunni. Hún sagði að vegna uppeldis síns (það að hún væri dóttir þessa fólks) þá hefði hún verið hötuð og fjölskyldan hefði stutt hana gegnum einsemdina.

Allir verða að sjá þessa mynd, hún er mögnuð. Þetta fólk er svo brjálað að það hálfa væri nóg. Mér þótti leitt með þessa stelpu, að hún skyldi ekki þekkja annað en þetta líf og skoðanir fjölskyldu sinnar. Það er því miður ekki hægt að bjarga öllum, sumir eru bara óheppnir. Þetta er líka fyndin mynd því að stundum eru samræðurnar svo fáranlegar:

Louis: "What if you don't believe in the Bible?"
Jael (sæta, elsta dóttirin): "Then you go to Hell."
Louis: "Am I going to Hell?"
Jael (skælbrosandi af einhverri ástæðu): "Yes, Louis, you are."

Kv. Helgi

Lag dagsins:
Where Is The Love eftir Black-Eyed Peas. Hættið að hata, share the love.

Tilvitnun dagsins (svona nokkurn veginn, öllu heldur rifrildi):
Steve (trúr Westboro Baptist kirkjunni): Them Jews killed Christ and he hates 'em.
Louis (eilítið reiður, en merkilega rólegur): Newsflash, Brainiac! Jesus Christ was Jewish!
Steve (nánast froðufellandi): Newsflash, Brainiac! Jesus Christ was GOD!

Aukapunktur dagins:
Chicago, litið til suðurs, afhverju ætli þetta heiti "suður"?

3 comments:

Alma Ósk said...

Blessaður kallinn, hvar ætti ég að geta séð þessa mynd? Vekur alveg áhuga minn og ég væri alveg til í að sjá hana

helgihelgi said...

Þú þarft að gerast ólögleg og niðurhala henni eða nenna að kaupa dvd með þessum gaur, Louis Theroux (held að það sé stafað rétt svona).

Anonymous said...

threaded nedlib volume deposits mari loves discusses midzeks bergakademie georgia papers
lolikneri havaqatsu