Þetta er að sjálfsögðu leiðinlegt, þessu hefði mátt kippa í lag fyrir löngu. Ég gæti hugsanlega verið að útskrifast án gips. Ég gæti borðað jólarjúpuna án vandræða. Ég gæti skotið upp flugeldum án þess að eiga á hættu að kveikja í gipsinu. Þetta síðasta dæmi er örugglega mjög ólíklegt, en þið skiljið hvað ég meina. Þetta er því miður ekki það versta.
Bæklunarlæknirinn sagði mér að það gæti verið að þetta beinbrot leiði til þess að ég geti ekki spilað körfubolta í framtíðinni. Ég hafði svo sem aldrei hugsað mér að verða atvinnumaður, en ég vildi trúa því að ég gæti verið að spila körfubolta með einhverju íslensku liði þangað til að ég væri orðinn þrjátíu og eitthvað.
Risastór leiðindi. Mörg lítil mistök (engin röntgen-myndataka, engar áhyggjur frá læknaforeldrunum, o.s.frv.) geta gert svona risastór leiðindi. Fokk...
Jólin í ár verða sérstök. Ég mun fá litlar eða engar gjafir því að ég útskrifast og flestir munu gefa mér eina gjöf í stað tveggja. Mér er reyndar sama, hef ekki HUGMYND hvað ég vil fá í útskriftar-, jóla- eða afmælisgjöf (sem er mánuði eftir jólin, 24. janúar). Eina athugasemd mín er þessi: svo lengi sem það er pínulítil pæling í gjöfinni og að hún sé frá hjartanu verð ég ánægður.
Skrítin tilfinning að vera sama um jólagjafirnar. Hehe, fyrir fáeinum árum var það eini tilgangurinn með jólunum. Nú er ég að verða eldri og sjá fleiri litla góða hluti við hátíðina. Gleðina, góðvildina, samheldnina. Allt mjög fallegt og miklu verðmætara en einhver rándýr gjöf úr einhverri búð sem hefur hækkað öll verð einmitt vegna jólanna.
Ef að ég nenni ekki að blogga fram að jólum (sem gæti alveg verið), bið ég alla vini og vandamenn sem lesa þetta blogg að lifa vel og eiga
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár!
Jólakveðja (hugsanlega), Helgi
Lag dagsins: "Have Yourself A Merry Little Christmas" eftir einhvern djúpraddaðan snilling
1 comment:
svona svona, það styttir alltaf upp um síðir helgi minn :)
Post a Comment