Tuesday, August 14, 2007

Guð er dauður. Við drápum hann, við öll.

Ég rakst á yndislega viðbót við Firefox fyrir nokkru. Hún er þannig að ég skrái niður áhugamál og hluti sem að ég fíla og vista það hjá síðunni sem er tengd þessu forriti. Svo er takki í efra vinstra horninu á vafranum mínum sem að ég get ýtt á. Þegar að ég virkja hann þá fer hann með mig á einhverja "random" síðu sem að ég gæti haft áhuga á, út frá því sem að ég hakaði við á síðu forritsins. Snilldar græja. Hef séð svo marga snilldarlega hluti á þessu að öðru hvoru þegar að mér leiðist þá tek ég smá törn þar sem að ég flakka með þessum takka, aftur og aftur. Forritið heitir StumbleUpon.

Nokkrar snilldar síður sem að ég hef lent á:
Meat - ótrúlega fyndinn texti um geimverur og mannverur
What Socialism Means - góð lýsing á sósíalisma
Beer Advocate - skemmtileg fréttasíða um bjór
Double Wires - munið þið eftir gamla þyrlu leiknum? ekki ósvipað
Zen Sarcasm - fyndin orðatiltæki

Á einni af þessum "random" síðum er farið út í heimspekilegar útskýringar á Guði. Mjög svöl lesning. Þar rakst ég á mína útskýringu á Guði (God as "First Cause" argument), eða því sem næst. Önnur útskýring þar var mjög sniðug. Það er kenning Marx og Feuerbachs. Maðurinn skapaði Guð. Í augum Marx er Guð aðferð þeirra kúguðu til að sætta sig við ástæðurnar sem þeir lifa við: "It is the opium of the people".

Þó að ég sé ekki alveg sammála Marx og Feuerbach er mikið vit í fyrri hluta kenningu þeirra, að mínu mati. Guð skapaði ekki Manninn. Guð er ímynduð vera sköpuð úr vitund Manna. Merkilegt, við búum til veru sem við getum ekki sannað að sé til, er fullkomnari en allt, fyrr og síðar, og er skapari himins og jarðar. Trúin er merkilegt fyrirbæri.

Önnur kenning, sem er pínku fyndin, er þannig að þér sé tölfræðilega hollast að trúa á Guð. Ef að þú trúir á Guð og þú lifir góðu og syndlausu lífi, þá öðlastu himneska sælu á himnaríki þegar að þú deyrð. Ef Hann er ekki til, þá lifðir þú lífinu án þess að leyfa þér nokkrar syndir og ekkert gerist í dauðanum (and let's face it, þér er hvort er sama, þú ert dauður). Ef að þú trúir ekki á Guð og þú lifir syndugu lífi, þá ferðu rakleiðis til helvítis þegar að þú deyrð. Ef Hann er ekki til, þá lifðir þú syndugu lífi og komst upp með það. Til hamingju.
Spurning Pascals (sem setti fram þessa kenningu/útskýringu) er þessi: Hvaða heilvita maður myndi hætta á eilífa vist í helvíti í staðinn fyrir nokkrar syndir sem auðveldlega mætti sleppa?

Ég er mjög tvístígandi varðandi Guð. Ég þarf sannanir á svona stórum hlutum til að taka þá góða og gilda. Þó þori ég ekki annað en að lifa syndlausu lífi, eftir minni eigin sannfæringu.

Og þar kemur skýringin. Guð er eitthvað sem sumir nota til að styðja við sínar eigin siðferðislegu sannfæringar. Þeir sem að vilja ekki kynlíf fyrir giftingu (pffff) styðja við þessa sannfæringu þeirra með bók sem var skrifuð af mönnum. MÖNNUM. Guð kom ekki niður af himnum og gaf okkur fullkomna "reglubók" yfir siðferðisleg markmið mannanna. Biblían var skrifuð af mörgum mönnum sem voru með nokkurn veginn eins hugmyndir um hvað væri siðferðislega rétt.

Allir verða að fylgja eigin sannfæringu. Að sjálfsögðu eru sumir sem að skaða aðra með því að fara eftir sannfæringu þeirra, en þeir eru annað hvort asnar eða ekki-heilvita-menn. Stríð eru háð vegna mismunandi hugmynda um hvað sé rétt og hvað sé rangt, hver eigi rétt á hverju og hverjir hafi vald til að ákveða hvað.

Guð er siðferðisleg sannfæring margra milljóna manna "holdi klæddur". Hann stjórnar okkur ekki, við stjórnum honum. Allir eiga sinn eigin Guð. Það er bara tilviljun háð hvort að hann sé líkur Guði vinar þíns.

Kv. Helgi

Tilvitnun dagsins: "All God does is watch us and kill us when we get boring. We must never, ever be boring." -Chuck Palahniuk

Lag dagsins: One of Us eftir Joan Osborne. Hann gæti allt eins verið meðal okkar...

Aukapunktur dagsins: Planet Terror eftir Quentin Tarantino er snilldar mynd. Hún á að vera B-mynd og er því besta B-mynd sem að ég hef séð á allri ævi minni. Hann reynir ekki að hafa hana alvarlega (nema þegar að það er fyndið) og gerir frábæra gore-zombie-B-mynd. Two thumbs up!

No comments: