Jæja, ég er hér með dauður. Var að koma af fyrstu körfuboltaæfingunni minni í..........tvo mánuði, held ég. Ég var byrjaður að reyna ná upp forminu aftur (ferhyrningnum, þ.e.a.s.) og var farinn að skokka í vinnuna. Skokkaði 4 daga í röð og fór svo tvisvar í strætó. Svo fékk ég bíl afa lánaðan og fór að vakna seinna og keyra í vinnuna. Varð pínku latur. Nú mun ég ekki skokka fyrr en um verslunarmannahelgina.
Á æfingunni var ég búinn að setja teygjusokk utan um hnéð mitt (meiddi mig í vinnunni) og ætlaði að fara mér hægt, eins og svo oft áður eftir löng hlé. Ég skemmti mér bara allt of vel þegar ég spila körfubolta að ég missti mig og keyrði mig svoleiðis út að ég stóð varla í lappirnar eftir æfinguna (í engu gríni, annað hnéð úti og aftari lærið á hinni löppinni við það að taka krampakast). Alveg dauður. Kaputt. Wiped out. Död. Habbibbi (ok, þetta er ekki orð).
Ekki mikið annað af mér að frétta. Ætlaði vestur á firði núna um helgina í geðveikan sumarbústað en þá beilar Grétar eins og litli vinnualkinn sem hann er. Í alvörunni, hann tekur sér ekki frí, bara svona einn og einn dag þar sem hann vinnur ekki. Oh well, ég elska litlu krúsídúlluna samt. Ég meina, hver annar getur bekkpressað mig? Ég myndi deyja úr söknuði ef að hann gerði það ekki öðru hvoru.
Lífið heldur áfram, ég held áfram að reyna koma mér í form og það er leiðinlegt og erfitt. Ég er að velta fyrir mér að kaupa mér kort í Sporthúsið. Er eitthvað vit í því?
Kv. Helgi
Lag dagsins: Do You Know eftir Enrique Iglesias (hehehe, sumir kalla það Ping pong lagið)
-Shit happens-
New Age: "Visualise shit happening"
Feminism: "Men are shit"
Mysticism: "This is really weird shit"
Voodoo: "Shit doesn't just happen - we made it happen"
Disneyism: "Bad shit doesn't happen here"
No comments:
Post a Comment