Ég er farinn að hafa pínkulitlar áhyggjur af fylgi Vinstri græna í komandi kosningum. Við höfum fengið mest í kringum 27% fylgi í skoðanakönnunum Gallup en erum nú komin niður í 16,5% fylgi. Margt vekur athygli mína varðandi síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins hefur t.d. skotist upp í 9,8% eftir að þau voru ekki einu sinni örugg með jöfnunarþingsæti fyrir nokkrum skoðanakönnunum síðan. Þetta er bein afleiðing þess að þeir eru að dæla peningum í kosningaherferðina sína. 10 mismunandi sjónvarpsauglýsingar, "Litli, græni kallinn" á öðru hverju strætóskýli og óteljandi kosningaloforð og slagorð. Gleypir fólk í alvörunni við þessu? Þarf ekki nema nokkrar skondnar og vel gerðar auglýsingar til að fólk gleymi síðustu árum? Svo virðist vera.
Fylgi Vinstri græna hefur dalað sem í mínum huga er bein afleiðing þess að við höfum ekki auglýst okkur jafn duglega og hinir. Nú er ég ekki styðjandi "drekkja-alþýðunni-í-auglýsingum" aðferð Framsóknar en ég sé ekkert að því að koma með nokkrar sjónvarpsauglýsingar. Sumir telja þetta vera fyrir neðan virðingu flokksins eða eitthvað álíka. En við erum í þessu til að vinna! Það dugar skammt að vera æruverðari en aðrir flokkar ef að þeir komast á þing en ekki við!
Annað yndislegt við sjónvarpsauglýsingar Framsóknarmanna er neikvæður áróður til annarra flokka. Í einni slíkri auglýsingu heyrist: "Sumir flokkar vilja netlögreglu" og mynd af Steingrími J. birtist á tölvuskjá. Beint skot á Vinstri græna. "Ekki kjósa þá, flokkurinn þeirra vill netlöggu!" Nei, sko, "flokkurinn" vill ekki netlögreglu, nokkrir innan hans vilja hafa smá eftirlit með netinu. Ég er alls ekki styðjandi þessa netlögreglu (quis custodiet ipsos custodes?) og fleiri innan flokksins eru væntanlega sammála mér. Það sem einn maður innan flokksins (jafnvel þó að hann sé formaðurinn) segir í viðtali endurspeglar skoðanir hans, ekki endilega stefnu flokksins.
Ég hvet að lokum alla til að mæta á kjörstaði og kjósa, sama hvaða flokkur það er sem fær "X"-ið ykkar. Því fleiri sem kjósa, því meiri lýðræði. Verið bara viss af hverju þið eruð að kjósa þann flokk. Ekki kjósa hann af því bara.
Kveðja, Helgi
Catholicism - "If shit happens, you deserve it"
Protestantism - "Shit happens, amen to that"
Judaism - "Why does shit always happen to us?"
Satanism - "Sneppah tihs"
No comments:
Post a Comment