Wednesday, May 9, 2007

Stay young, have fun, taste Helgi

Vegna skítlegheita fólk.is og gífurlegs hópþrýstings þá hef ég flutt búferlum á veraldarvefnum. Ég er ekki lengur á "www.folk.is/helgimh" heldur hér á "helgihelgi.blogspot.com".

Ástæða þess að ég valdi þetta nafn, "helgihelgi", er bæði sú að "helgi" var frátekið og líka vísun í viðurnefni mitt innan körfuboltaliðsins míns. Í leikjum er mikið gert úr því að hrópa "Vörn!" aftur og aftur eða eitthvað álíka til að koma andstæðingunum úr jafnvægi í sókninni. Það er líka merkilegt hvað það getur stundum virkað vel. Í leik fyrir löngu gerði ég þetta en hrópaði, í staðinn fyrir "Vörn!", "Helgi!" aftur og aftur. Þjálfaranum fannst ég ekki spila nægilega góða vörn í það skipti og sagði liðinu í næsta leikhléi að vera ekki að spila "HelgiHelgi"-vörn. Það hefur síðan fest við mig, þó að ég hafi bætt vörnina mína til muna (að mínu mati, allavega).

Kveðja, Helgi

P.S: Kíkið á www.sloganizer.net. Frábær slagorð (þó að öll séu stolin).

Nokkrir frábærir:
"Think Helgi"
"Helgi - just do it"
"Always the real thing, always Helgi"
"Buy Helgi now!"

og langbestu:
"Naughy little Helgi"
"Helgi, since 1845"

No comments: