Wednesday, November 7, 2007

Chili Cookoff Bonanza!

Á fimmtudagskvöldið, 8.nóvember, verður boðið upp á kvöldmat á Kragakaffi (kosningamiðstöðin í Kópavogi, Hamraborg 1). Ég hvet alla eindregið til að mæta og smakka á verðlauna-chili-rétti Ólafs Þórs Gunnarssonar, bæjarfulltrúa Vinstri græna í Kópavogi (pabbi gamli). Bjór og vín verður í boði (fyrir þá sem hafa aldur til) og hefst kvöldmaturinn kl.20:00. Kostnaður máltíðar (að undanskildu áfengi) er 800 kr.

Á staðnum verða Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorstein Gunnlaugsson og fullt af skemmtilegu og upplýstu fólki.

Sem sagt:
- Chili con carne a la Ólafur
- Kragakaffi (Hamraborg 1)
- Fimmtudagskvöldið, 8.nóvember, kl.20:00
- Guðfríður og Þorsteinn og fleiri fjörboltar
- Bjór og vín (fyrir þá sem hafa aldur til)
- 800 kr. (ekkert fyrir slíkan dýrðar rétt)

Ég vonast til að sjá sem flesta!

Kv. Helgi

P.S.: Grænmetisætur eru ekki velkomnar! Grín, ég vil endilega sjá alla mæta, við getum örugglega fiffað eitthvað fyrir grænmetisæturnar, eða þau sleppa þá við að borga. Nóg af skemmtilegu fólki til að seðja hungrið ykkar!

Aukapunktur dagsins: Elizabeth: The Golden Age er ein besta mynd sem að ég hef séð í dágóðan tíma. Mæli hiklaust með henni. Breskir leikarar eru snillingar.

No comments: