Merkilegt hvað það getur verið mikið ást/hatur samband milli foreldra og barna. Móðir mín ákvað að vekja mig núna í morgun kl.05:55 til að segja mér að hún væri í Keflavík án flugmiðanna sinna. Auðvitað þurfti ég að stökkva upp í bíl með hálfan banana og espressó skot í maganum og bruna út á völl. Heyrðu, nei nei. Hringir hún ekki í mig þegar að ég er kominn að Kaplakrika. Þeir endurprentuðu miðann hennar bara. Ekkert mál. Ekkert mál fyrir *hana* kannski....en er engum sama um grey fórnarlambið sem þurfti að æða af stað í átt að Keflavík varla vakandi?
Ojæja, sneri við og fór í bakaríið í heimleiðinni. Vissuð þið að snúðar með engu glassúri eða neinu svoleiðis er snilld? Keypti eitt stykki, Kúnni #2 í bakaríinu í dag.
Á föstudaginn síðastliðinn (12.október) kom fyrrum hershöfðingi Bandaríkjahers, Ricardo Sanchez, fram og ávítaði Bandaríkjastjórn fyrir martröðina sem er stríð þess við Írak. Sanchez var frá júní 2003 til júní 2004 æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Írak. Hann var litli dökkhærði gaurinn sem tilkynnti nokkuð hátíðlega "Ladies and gentlemen, we got 'im" (held það, allavega), þegar að þeir handsömuðu Saddam Hussein. Hann var leystur frá störfum og ekki boðið nein önnur staða innan hersins eftir Abu Ghraib hneykslið. Fyrir þá sem náðu þessu ekki, þá var hann blóraböggullinn. Í herrétti seinna meir var hann sýknaður af öllum kærum af að hafa vitað um þetta. Rétturinn skammaði hann reyndar fyrir að hafa ekki fylgst með svona löguðu, en ekkert meira en það.
Bandaríkin eru fífl. Ekki bara út af klúðrinu í Írak og að fórna svona hátt settum mönnum fyrir altari almenningsálitsins. Ég er einmitt í þessu að semja fyrirlestur og ritgerð um dauðarefsinguna í Bandaríkjunum. Bandaríkin er síðasta virki dauðarefsingarinnar í hinum vestræna heimi. Blogga nánar um það síðar, en ætlaði bara að lýsa yfir vanþóknun minni á Bandaríkjunum.
Kv.Helgi
Lag dagsins: Patience eftir Take That. Heyrði það þegar ég var að hugsa mjög reiðilega til móður minnar á leiðinni til Keflavíkur. Róaði mig verulega.
Tilgangslausa staðreynd dagsins: Rás 1 er vanmetin stöð, hlustaði á hana á leiðinni til Keflavíkur og á heimleiðinni. Gott stöff.
No comments:
Post a Comment