
Darrell Flake ætlar að spila með Skallagrím á næsta tímabili. Flake, sem er 193 cm og framherji, hefur átt mikilli velgengni að fagna í úrvalsdeild karla. Hann hefur spilað með KR, Fjölni, Grindavík og Skallagrím. Meðaltöl hans á seinasta ári með Grindavík voru 20.5 stig, 7.3 fráköst og 3.1 stoðsendingar. Harla slæmt fyrir mann að skríða yfir þrítugt.
Fyrir mig persónulega gæti þetta verið einstaklega áhugavert. Ég mun eflaust þurfa að dekka Flake í einhverjum tilfellum og mín reynsla af ungum leikmönnum að verjast gegn útlendingum er ávísun á margar villur. Sumar þeirra gætu vel verið verðskuldaðar, en dómarar vilja í mínum huga oft dæma Bandaríkjamönnum í vil. Einkar óhentugt fyrir jafn prúðan varnarmann og mig (eða þannig).
- Helgi
No comments:
Post a Comment