Sunday, August 15, 2010

Sumarfríið er búið

Alveg er þetta ótrúlegt, ég skrepp til Ísafjarðar til að slappa af, kem svo til baka og það er allt að gerast!

Mynd tekin á Ísafirði meðan ég var þar

Ég sat þó ekki á mér í fríinu. Ég skrifaði nokkrar greinar og mun birta þær á næstu dögum (dugar ekki að fá allt í einu, það er bara kaos). Það hefur svo mikið gerst að ég tel mig geta lofað einni grein á dag næstu vikuna og ein á hverjum tveimur dögum eftir það.

Þess skal þó geta að allar NBA greinar mínar munu birtast á Fúsíjama.tv en ekki hér eftir nokkrar vikur (síðan er enn að pússa út nokkra hluti). Sömuleiðis mun öll umfjöllun um HM í körfubolta fara þar fram en ég ætla þó að birta eina og eina grein um það hér, þ.á.m. gróf umfjöllun um Argentínu á morgun.

"I sense a disturbance in the Force..."

Svo ætla ég líka að nýta þetta tækifæri til að skíta yfir Körfuna.is fyrir það að gera ekkert annað en að birta leikmannalistana fyrir liðin á HM. Ótrúlegt. Það er svo mikið hægt að skrifa um sum liðin að ég fæ bara í hausinn af því. Lesendur mínir vita allavega hvar almennilegar umfjallanir er að finna.

Fyrir þá sem eru enn í sumarfríi, njótið þess! Fyrir þá sem eru komnir úr sumarfríi þá vona ég að þið nutuð þess! Fyrir þá sem fengu ekkert sumarfrí, ég þekki tilfinninguna!

- Allir góðir hlutir taka enda (sumarfrí, þ.e.a.s.), Helgi

No comments: