Emanuel "Manu" Ginóbili er talinn einn mikilvægasti körfuboltaleikmaður í sögu Argentínu. Hann hefur unnið NBA titil (2003 með San Antonio Spurs) og er einn af aðeins tveimur mönnum í sögu körfubolta til að hafa unnið NBA titil, gull á Ólympíuleikunum og titil í meistaradeild Evrópu (hinn var Bill Bradley). Því verr og miður verður Manu Ginobili ekki með liðinu í sumar vegna fjölskylduástæðna.
Í ljósi þess að Manu spilar ekki mun Argentína líta til Luis Scola að leiða liðið, og hann er vel fær um það. Scola, 206 cm hár framherji, spilar fyrir Houston Rockets og hefur verið valinn verðmætasti leikmaður síðustu tveggja Ameríkubikara (2007 og 2009). Hann var með 23.3 stig, 6.8 fráköst og 2.6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Ameríkubikarnum 2009 og var lykilmaður á Ólympíuleikunum 2004 og 2008.
Í ár verður Pablo Prigioni sem fyrr honum til halds og trausts. Prigioni, 191 cm hár leikstjórnandi, og Scola mynda eitt besta teymi í Ameríkunum sem átti stóran þátt í farsæld Argentínu undanfarin ár.

Markmið Argentínu í heimsmeistarakeppninni er ekkert annað en að vinna og ég tel að þeir hafi góða möguleika á því.
No comments:
Post a Comment