Friday, August 27, 2010

Úrskurðurinn kominn

Jæja, þá ætlar víst FIBA að refsa mönnum fyrir þennan slag milli Serba og Grikkja.

Úrskurðurinn hljómar þannig að Nenad Krstič fær þriggja leikja bann ásamt því að vera rukkaður um 45.000 svissneska franka, sem er rúmlega 5 milljón íslenskar krónur. Hann mun því missa af leikjunum gegn Angóla, Þýskalandi og Jórdaníu. Sæmilega vel sloppið að hann missi ekki af mikilvægustu leikjunum en fúlt þetta með sektina. Ojæja, hann hættir kannski að vera svona mikill fantur.
"Þetta var kannski ekkert allt of sniðugt hjá mér..."

Miloš Teodosič, liðsfélagi hans fær tveggja leikja bann (missir af Angóla og Þýskalandi) en fær engar sektir. Aftur á móti fær serbneska körfuboltasambandið sekt upp á 20.000 svissneska franka (u.þ.b. 2,5 milljónir íslenskar).

Grísku liðsmennir Antonis Fotsis og Sofoklis Schortsanitis (vígalegt nafn), a.k.a. "Baby Shaq", fá báðir tveggja leikja bann og missa því af leikjunum við Kína og Púertó Ríkó. Enginn herfilegur missir, en þó einhver. Svo fær gríska körfuboltasambandið sömu sekt og það serbneska, 20.000 svissneskir frankar.

Við sleppum við svona óhugnað í tvo leiki, allavega

Þetta er náttúrulega svolítill peningamissir hjá Krstič og serbneska og gríska körfuboltasambandinu, en mér sýnist bæði liðin geta lifað þetta af og hvorugt þeirra er í hættu með að komast ekki upp úr riðlunum sínum.

Munið svo að fylgjast með Fúsíjama.tv, daglegar greinar um gang HM-mótsins! Þetta hefst allt á morgun kl.13:30!

- Helgi

No comments: