Sunday, August 22, 2010

Áður en blaðið dettur inn um lúguna

Þá er ég nokkurn veginn búinn að pakka og tilbúinn að leggja af stað á Laugarvatn í fyrramálið. Þetta verður nett. Áður en ég fer að sofa eru nokkrir hlutir sem ber að nefna:
  • FIBA hefur ekki enn látið dóm falla og ég er farinn að efast um að þeir geri það með þessu framhaldi. Það gæti verið að þeir hafi ekki vald til að refsa fyrir þetta atvik þó að þeir vildu það endilega.
  • Ég er ekkert hættur að skrifa greinar á þessari síðu, en það gæti orðið smá bið í þá næstu í ljósi þess að ég er að koma mér fyrir á Vatninu. Sýnið þolinmæði.
  • Fúsíjama.tv er komið af stað á ný. Við ætlum að fjalla um HM 2010 í körfu og fara eins vel yfir keppnina og við getum. Fyrsti pistilinn birtist kl.08:06 í fyrramálið (23.ágúst) og fjallar um liðin í A-riðli.
  • Sá það í úrslitakeppni Sumardeildar KKÍ að Litháar eru rosaleg körfuboltaþjóð. Hendi inn stuttri frásögn af úrslitaleiknum á næstunni.
  • Titill þessarar greinar vísar til þess að ég hef allt of oft heyrt í blaðinu koma inn um lúguna undanfarið, sem er til marks um að ég hef vakað allt of lengi.
Góða nótt, Helgi

No comments: