Allir ræða endalaust um Miami Heat og hvernig Ofurvinirnir munu standa sig (og hvort að það viðurnefni sé málið). Engin virðist þó vilija ræða bitru fyrrverandi, sem var skilin eftir með ekkert nema sárt ennið og nokkra skítsæmilega leikmenn. Spurning sem einhver þyrfti að fara að velta fyrir sér hlýtur því að vera, hvað verður um Cleveland?
Eftir eina mestu blóðtöku í sögu NBA (Chicago Bulls höfðu þó enn Pippen) situr eigandi Cleveland Cavaliers, Dan Gilbert, eftir með $100,000 sekt eftir að hann dissaði Lebron Í MJÖG REIÐILEGU BRÉFI, enga stjörnu og enga von um frama á næstu árum.
Andlit Cleveland á næsta ári virðist ætla að vera Mo Williams og Anderson Varejao, báðir rosalega spennandi leikmenn.

Ég ræð mér ekki fyrir spennu.
Með lið sem hagaði öllu eftir einum leikmanni þá er dálítið mál að missa hann. Kerfin sem þeir spiluðu voru í kringum hann. Öll auglýsingaherferð var í kringum hann. Liðsandinn byrjaði og endaði með honum. Verða þeir áfram dansandi á bekknum í öllum leikjum eða sitjandi með höfuðið milli handanna og að reyna muna hvenær þeir unnu síðast leik?

Byron Scott, fyrrum þjálfari New Orleans Hornets, hefur tekið að sér að þjálfa liðið. Það hefur svo sem lítið að segja sökum þess hvað hann hefur að vinna með; hávaxinn brasilíumann með verstu hárgreiðslu í NBA síðan að Dennis Rodman var og hét, lítinn nagg sem getur hitt þrista en ekki mikið meira en svo og útbrunninn fyrrum All-Star leikmann sem stóð sig hryllilega í fyrra með Cleveland (skoraði meðal annars engin stig í fyrsta leik sínum þrátt fyrir mörg tækifæri).
Eini ljósi punkturinn í allri vitleysunni er hugsanlega J.J. Hickson ásamt því að Cleveland fékk tvo valkosti frá Miami í staðinn fyrir Lebron. Hickson er ungur og efnilegur og fær fleiri mínútur á næsta ári sem að hann nýtir vonandi til þess að verða betri leikmaður. Við réttar aðstæður gæti hann orðið framtíðarleiðtogi liðsins. Valkostirnir tveir tryggja líka að Cleveland fái nóg af nýjum leikmönnum á næstu árum. Þeir verða samt örugglega New Jersey Nets næsta tímabils (sem tryggir þeim svo fleiri valkosti).
Nokkrum dögum fyrir "The Decision" lét greinahöfundur frá Cleveland hafa eftir sér að ef að Lebron færi (hvert svo sem það væri) þá myndi hann fá MVP þriðja árið í röð. Það mun þó ekki verða vegna þess hve aweosome hann er á þessu ári heldur vegna þess hve illa Cleveland á eftir að standa sig án hans. MVP þýðir verðmætasti leikmaður og ef við það eitt að hann fari þá breytist vinningshlutfall liðsins úr 61-21 í 21-61 (sem er líklegt) gefur augaleið að hann fái nafnbótina þriðja árið í röð.

MVP threepeat? Já, takk
Lebron gaf það annars út um daginn að hann myndi ekki gera neitt öðruvísi varðandi Ákvörðunina. Þá hafið þið það.
- Helgi
P.S: Fékk fyrstu skammirnar fyrir pistil hjá mér um daginn. Ég skrifaði eitthvað sem var ekki vel upplýst og tók það því út. Látið mig vita ef eitthvað er vitlaust hjá mér, ég leiðrétti það. Ég er enn að fóta mig í þessu, sýnið smá þolinmæði. Tek fram að þetta eru mínar skoðanir byggðar á því sem ég les á netinu og þar fram eftir götum.
Hafið svo endilega samband ef þið eruð með fréttir sem eru ferskar, hendi þeim inn eins fljótt og auðið er (og ef ég fæ þær staðfestar).
1 comment:
Cleveland vinnur náttlega titil á undan Miami, Dan Gilbert sagði það, og ekki lýgur hann... Hinsvegar finnst mér að nú ætti Sebastian Telfair, einn efnilegasti PG NCAA 2004 eða 2005 minnir mig, ætti að hætta að meiðast og koma fram og stýra þessu liði, þvílíkur karakter
Post a Comment