Þór Þorlákshöfn

Benedikt Guðmundsson, betur þekktur sem Benni Gumm, hefur skrifað undir samning við Þór Þorlákshöfn um að vera þjálfari til næstu þriggja ára. Benni þjálfaði í fyrra meistaraflokk kvenna í KR þegar þær urðu Íslandsmeistarar og þjálfaði árið þar á undan meistaraflokk karla í KR þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. Góð meðmæli þar á ferð. Hann mun reynast Þór vel á komandi tímabili.
Hann tekur þó ekki við sama liði og í fyrra. Samkvæmt Körfunni.is verða 12 af 17 leikmönnum seinasta tímabils ekki með. Af myndinni frá undirskrift samningsins leyfi ég mér að giska að Grétar Ingi Erlendsson (17.6 stig og 7.3 fráköst að meðaltali) og Baldur Þór Ragnarsson (11.2 stig, 3.8 fráköst og 6.0 stoðsendingar að meðaltali) verði með.

Þorsteinn Ragnars, yngri bróðir Baldurs, mun sömuleiðis vera með. Ég veit ekki alveg með Emil Karel. Hann hefur fengið nokkrar mínútur hjá Þór og nýtt þær sæmilega (2.7 stig og 1.2 fráköst á 8:15 að meðaltali), en FSu gæti verið meira fyrir hann. Hann fengi fleiri mínútur þó að hann væri ekki endilega með jafn góðu liði. Á þessum aldri er ekkert endilega gott fyrir hann að vera í betra liði og sitja á bekknum, það gæti reynst honum vel að fá fleiri mínútur og öðlast meira sjálfstraust með meistaraflokki. Annars er þetta bara hugleiðing hjá mér, hef ekkert heyrt um hvað hann eigi eftir að gera.
Magnús Pálsson verður ekki með þennan vetur og ætlar að taka sér pásu frá körfuboltaiðkun. Ég veit ekki af hverju. Hann var mjög öflugur á seinustu leiktíð (15.5 stig og 5.8 fráköst að meðaltali) og var ein af ástæðum þess að Benni Gumm ákvað að koma til Þorlákshafnar. Hann kemur þá bara á næstu leiktíð eða eitthvað. Óþarfi að pæla í honum í ár nema hvað varðar missi liðsins af honum. Richard Fields kemur heldur ekki aftur.
Í staðinn eru Þórsarar nú þegar komnir með Kana að nafni Courtney Beasley sem á að sögn Benna að vera ekki ósvipaður leikmaður og AJ Moye. Getur allt og er til almennra leiðinda fyrir varnarmenn andstæðinga. Sheeeeeit...
Ég hef engar fleiri fregnir í bili en þykist viss um að einhverjir eiga eftir að ganga í lið með Þór Þorlákshöfn, hvort sem að Benni Gumm fær þá til þess eða þeir koma af sjálfsdáðum.
Annars held ég að Þór verði erfiðir í fyrri hálfleik en það fari að draga úr þeim seinni part leikja nema þeir geti sett góða varamenn á bekkinn í staðinn fyrir þessa 12 (örugglega ekki svo margir) sem verða ekki með frá því í fyrra. Fæst lið geta unnið heila leiki á byrjunarliðinu.
- Helgi
No comments:
Post a Comment