Eddie House hefur skrifað undir samning við Miami Heat upp á $2,800,000 yfir tvö ár. Hann mun hafa verið ráðinn til að gefa liðinu meiri reynslu og dýpt og hann getur gert góða hluti fyrir þetta lið. Eins og flestir muna var hann í Boston Celtics þegar þeir unnu Finals 2008 og hann getur kýlt út góðum fléttum ef þeirra er þörf.
Lorenzen Wright RIP
Í seinustu viku tilkynnti fjölskylda Lorenzen Wright til lögreglu að hann hefði ekki sést eða látið heyra í sér í fjóra daga, sem væri óvenjuleg hegðun hjá honum. Í gær fannst hann látinn í skógi fyrir utan Memphis. Lögreglan er að rannsaka málið og telur að um morð sé að ræða. Wright spilaði 13 ár í NBA, fyrst með LA Clippers, svo Atlanta Hawks, Memphis Grizzlies, Sacramento Kings og að lokum hjá Cleveland Cavaliers. Megi hann hvíla í friði.
Starbury áfram í Kína
Stephon Marbury ætlar að halda áfram að spila körfubolta í Kína. Hann samdi nýlega við kínverskt lið sem ætlar að hjálpa honum að koma af stað íþróttafatalínu sinni, Starbury. Hann spilar á sama tíma fyrir liðið sem leikstjórnandi. Og öllum er sama....
Josh Howard skrifar undir hjá Wizards
Josh Howard hefur skrifað undir eins árs samning við Washington Wizards upp á $4,000,000. Í samningnum eru einhverjar klásúlur sem hann verður að fylgja sem tengjast ábyggilega sjúkraþjálfun hans og því að hann hætti að reykja gras. Ef hann getur fylgt því eftir gæti hann orðið hluti í uppbyggingu Wizards. Vonum að svo sé, hann á nóg eftir í tanknum ef hann getur haldið sig frá meiðslum.
No comments:
Post a Comment