FSu

Mikið gekk á hjá FSu á síðasta ári. Þeim gekk verr en Breiðablik í úrvalsdeildinni, unnu ekki nema 1 leik af 22 (vinningshlutfall 0.045). Sá leikur fór 100-104 og var ábyggilega ein af aðalástæðum þess að stokkað var upp í þjálfaramálum hjá Breiðablik í framhaldi af þeim leik.
Valur Ingimundarson tekur við þjálfarataumunum á næsta tímabili af Rob Newson. Brottföll gætu verið úr liðinu á næsta ári vegna þess að iðkendum körfubolta-akademíu FSu er ekki lengur skylt að keppa með FSu. Ég tel þó að fæstir muni fara annað fyrst Valur sé að taka við sem þjálfari. Það verður bara að koma í ljós.
Chris Caird, gífurlega efnilegur enskur leikmaður sem hefur spilað með FSu undanfarin 3 tímabil, stefnir á nám í Bandaríkjunum og verður því ekki með á komandi tímabili. Það er talsverður blóðmissir fyrir liðið þar sem hann var næstum með tvöfalda tvennu að meðaltali í leik (22.1 stig, 8.6 fráköst). Kjartan Kárason spilaði með liðinu á seinustu leiktíð og gæti hugsanlega verið með á næsta leiktíð.
Ég veit satt best að segja sáralítið hverjir verða í liðinu á komandi leiktíð. Ég mun uppfæra leikmannaupplýsingar hvers liðs um leið og mér berast fréttir.
UPPFÆRT: Sonur Vals Ingimundar þjálfara, Valur Orri, mun spila með liðinu. Hann er bráðefnilegur unglingalandsliðsmaður sem gæti vel blómstrað í meistaraflokki á þessu ári. Miðað við það sem ég hef heyrt af honum (hef því miður aldrei séð hann spila) er hann nokkuð öruggur með byrjunarstöðu og verður líklega meðal fyrstu option-a til að skora. Við sjáum bara til.
Ég held að það hafi ekki verið slæmur hlutur fyrir FSu að falla niður í 1.deild. Það er of mikil rótering á liðinu vegna þess að flestir leikmenn liðsins eru námsmenn sem munu halda á önnur mið að námi loknu, ekki ólíkt Laugdælum. Þeir hafa þó einhvern kjarna (það eru nokkrir heimamenn í liðinu) sem mun, með hjálp skólastrákanna, geta haldið þeim á góðum stað í þessari deild.
- Keppinautur við Karfan.is, Helgi
Ég veit satt best að segja sáralítið hverjir verða í liðinu á komandi leiktíð. Ég mun uppfæra leikmannaupplýsingar hvers liðs um leið og mér berast fréttir.
UPPFÆRT: Sonur Vals Ingimundar þjálfara, Valur Orri, mun spila með liðinu. Hann er bráðefnilegur unglingalandsliðsmaður sem gæti vel blómstrað í meistaraflokki á þessu ári. Miðað við það sem ég hef heyrt af honum (hef því miður aldrei séð hann spila) er hann nokkuð öruggur með byrjunarstöðu og verður líklega meðal fyrstu option-a til að skora. Við sjáum bara til.
Ég held að það hafi ekki verið slæmur hlutur fyrir FSu að falla niður í 1.deild. Það er of mikil rótering á liðinu vegna þess að flestir leikmenn liðsins eru námsmenn sem munu halda á önnur mið að námi loknu, ekki ólíkt Laugdælum. Þeir hafa þó einhvern kjarna (það eru nokkrir heimamenn í liðinu) sem mun, með hjálp skólastrákanna, geta haldið þeim á góðum stað í þessari deild.
- Keppinautur við Karfan.is, Helgi
No comments:
Post a Comment