Mér hefur boðist að ganga í lið með tveimur öðrum sem vilja flytja fréttir af NBA-deildinni á næsta ári með smá persónuleika í greinunum. Ég ætla að þiggja það. Það er gaman að skrifa greinar um NBA deildina og skíta yfir hluti eins og sýndarmennsku Lebrons eða yfirlæti Kobes en ég mun ekki hafa tíma til að kýla út nokkrum greinum á dag í vetur.
Ég ætla samt að taka þessu alvarlega og er m.a.s. að pæla í að fjárfesta í áskrift að tímaritum um NBA (keyword: pæla). Það er gaman að hafa eitthvað svona til að detta í ef maður hefur lausan tíma fyrir framan tölvuna. Það er nóg af fréttum að hafa og það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem ég get skrifað um.
Ætla henda inn einni grein í viðbót um væntanlegt lið Miami (ég fæ ekki nóg af þessum sirkus á South Beach) á morgun.
[Uppfært] Síðan fer ekki alveg strax af stað, við kickum henni af stað samhliða/rétt fyrir HM í körfubolta sem byrjar 28. ágúst. Ætla þá að klára Breakdown séríuna og skila inn greininni um Miami þegar veðrið hættir að vera svona awesome.
Lebron er á rangri hillu í lífinu:
Svona varð Kobe Bryant að egóistanum sem hann er í dag:
No comments:
Post a Comment