Tuesday, July 13, 2010

Kobe vs. Raja?

Los Angeles Lakers (með Kobe Bryant í forystu) hafa undanfarið verið að reyna að fá Raja Bell til að skrifa undir samning hjá þeim.

Bell er góður varnarmaður og góð þriggja stiga skytta. Ég ímynda mér að Lakers séu að hugsa sér að þeir þurfi fleiri varnarmaskínur til að ráða við Þrjá Kónga Miami og til að styrkja bekkinn sinn.

Það er ekki endilega ástæða til að halda öðru fram en að þetta sé bara hver annar samningur, en mér finnst þetta áhugavert miðað við eftirfarandi mola úr fortíð Kobe og Raja:



Eftir þennan leik var Raja Bell settur í eins leiks bann og hann og Kobe skiptust á skömmum. Bell kallaði Kobe hrokafullan og tilgerðarlegan og Kobe kallaði Bell "krakka" (þrátt fyrir að Bell sé eldri en Kobe) sem óþarfa væri að velta sér upp úr. Atvikið gerðist í fimmta leik Lakers og Suns í fyrstu lotu úrslitakeppninnar árið 2006. Phoenix endaði á því að vinna séríuna.

One Source (litli bróðir Multiple Sources) gaf út að þetta væri ein af höfuð ástæðum þess að Kobe vildi fá Bell í liðið, að leikmaður sem væri ekki hræddur við að gefa honum einn á hann væri leikmaður sem hann vildi hafa í liðinu sínu.

Lakers hafa þó ekki nema $1,800,000 eftir af mid-level undanþágunni sinni til að gefa honum á næsta ári. Er það nóg? Bell hefur verið meiddur í þó nokkurn tíma og er núna fyrst 100% eftir aðgerð í desember 2009. Þeir geta borgað honum svona lítið, en það er ekki víst að hann þiggi það. Hann langar meira til Flórída vegna tengsla sinna við staðinn og vegna fjölskyldu sinnar (ekki vegna þess að hann hefur aldrei tekið Dwayne Wade í headlock).

Multiple Sources gáfu út að Bell og Kobe séu löngu búnir að sættast og því ætti þetta ekki að vera neitt mál.


Gaur, þetta var allt í djóki. Þú ert awesome.

Persónulega held ég að hann komi Lakers vel að gagni og geti hjálpað þeim að rífa titilinn af Miami á fyrsta árinu áður en þeir verða óstöðvandi. Hann ætti að sætta sig við þessi laun til að fá að spila með Lakers. Hann er ekki svo mikill fengur að hann hafi efni á að gefa skít í þá.

UPPFÆRT: Raja Bell hefur skrifað undir þriggja ára samning við Utah Jazz. Hann hefur líklega verið ráðinn inn í stað Kyle Korver sem fór til Chicago Bulls með Carlos Boozer.

- Helgi

Bell er klassa varnarmaður og enn betri leikari

No comments: