
Ég styð Big Z í þessarri ákvörðun. Hann hefur verið hjá Cleveland í 11 ár og þeir launa honum tryggðina með því að skipta honum til Washington í fyrra og sömdu svo við hann aftur (á lægri launum) eftir að Wizards losuðu sig við hann og hann kom til baka. Mér þykir það ekki svalt. Þeir borguðu honum $925,000 í fyrra. Skammarlegt. Miami getur að sjálfsögðu ekki boðið honum neinn stjörnu samning, en þeir hafa eitthvað verðmætara. Öruggt sæti í úrslitakeppninni að ári, Lebron félaga hans og sólríkar strendur. Cleveland hefur ekkert af þessu.
Cleveland verður að sætta sig við að þeir munu varla ná inn í úrslitakeppnina á næsta ári. Bréf Dan Gilberts, eiganda Cavaliers, þar sem hann skítur yfir Lebron og lofar að Cavs nái titli á undan Lebron, var skrifað í reiðikasti. Hann getur ekki reddað Cavs úr þessarri klípu fyrir næsta tímabil. Ég veit það, Lebron veit það og ég er viss um að Dan Gilbert gráti í koddann sinn á hverju kvöldi því að hann veit það líka (ásamt því að hann skuldar $100,000 fyrir þetta skítkast sitt).

"Pay up, bitch."
Mér finnst að það sem að þeir ættu að gera í þessarri stöðu er að reyna byggja upp ungu leikmennina sína (JJ Hickson getur orðið öflugur eftir 1-2 ár), spara pening og kannski m.a.s. íhuga að standa sig svo illa á næsta ári að þeir gætu náð nokkrum góðum sætum í Nýliðavalinu á næsta ári. Þeir eru nú þegar komnir með tvö sæti í viðbót í valinu frá Miami. Þeir gætu mögulega eignað sér góðan hluta af 2011 árgangi nýliða.
Cleveland rýmkaði nokkuð vel til í launaþakinu sínu fyrir Kónginn sem síðan ákvað að yfirgefa hásætið og senda borgina aftur í myrku aldirnar. Þeir ættu samt ekkert endilega að vera spreða þessu rými bara til að nota það. Hvað með að bíða í eitt ár? Nokkrir leikmenn í viðbót munu losna undan samningi á næsta ári og Cavs geta þá byggt liðið upp nánast frá grunni. Þeir gætu reynt að púlla Celtics, þ.e.a.s. setja saman nokkrar reyndar stjörnur með efnilega nýliða á bak við þær. Virkaði fyrir Celtics, Cavs gætu náð einhverjum árangri með því. Það er bara leitt hvað Cleveland er óspennandi borg.
Dwayne Wade hefur núna gefið út að Miami séu komnir yfir erfiðasta hjallann. Haslem hefur endurnýjað samninginn sinn, Big Z er kominn í miðherjann og Miller hefur lýst yfir áhuga á að koma til Miami ef samningar ganga upp (sem hlýtur að fara að skýrast á næstu dögum).
Þá gæti byrjunarliðið verið komið. Sumir telja að Lebron gæti tekið að sér leikstjórnendastöðuna í ljósi þess hve góður sendingamaður hann er (8.6 stoðsendingar að meðaltali á seinustu leiktíð, 6. hæstur í deildinni) og hve mikla líkamlega burði hann hefði yfir aðra leikstjórnendur (ekki ósvipað og Magic nokkur forðum). Wade yrði þá í sinni venjulegu stöðu sem skotbakvörður og Miller myndi þá fara í þristinn (köllum hann skotframherjann). Bosh færi í framherjann og Big Z yrði miðherjinn með Haslem tilbúinn á bekknum í afleysingar fyrir stóru mennina. Chalmers fengi svo að koma inn á þegar hans hátign myndi þóknast að láta skipta sér út af.
Ekki í bráð, félagi. Ekki í bráð...
Sem sagt:
PG: Lebron James
SG: Dwayne Wade
SF: Mike Miller
PF: Chris Bosh
C : Zydrunas Ilgauskas
6th: Haslem
Ruslmínútur: Chalmers
Þetta gæti bara gengið. Veit samt ekki með Lebron hvað varðar vörnina. Hann vill fara inn í teig til að blokka skot en gefur þá leikstjórnendunum sem hann á að vera verjast gullin tækifæri í þristum. Kemur í ljós. Miami eru ekki búnir, það er nóg af leikmönnum ekki á samning sem vilja koma í sólina.
Niðurlag: Miami Heat virðist vera á góðu róli og Cleveland er fökkt.
-Helgi
6 comments:
Eitt sem passar ekki við þessa færslu og það er það að Lebron myndi aldrei spila PG... í fyrsta lagi hugsar hann einungis um hversu mörg stig hann skorar þegar hann er ekki að hugsa um hversu mikinn pening hann er að fá fyrir það. Í öðru lagi tel ég að Cavs ætti að geta fengið einhvern góðan PG, eða bara hafa Chalmers í því og hafa Wade, Lebron og Bosh í 2,3 og 4. zetan kæmi svo í fimmuna, ekki ósvipaðir laugdælum þarna, besti leikmaðurinn þeirra án efa þristurinn, einnig oft kallaður kóngurinn, auk þess sem þeir hafa engan point guard að kalla... þetta er nánast sama lið.
Bjarni hvernig er það, hefur Pat Riley ekkert haft samband við þig? hann vantar PG og ert þú ekki fyrsti option?
Ég hef lítið séð af Mario Chalmers en hann var í byrjunarliðinu allt rookie tímabilið sitt (2008-2009) en var í talsvert minna hlutverki í fyrra, startaði bara í 22 leikjum og spilaði 8 mínútum minna að meðaltali. Veit ekki hvernig skal túlka það...
Ertu annars að líkja mér við Big Z eða á það að vera Jón Hrafn?
Þarna verð ég að vera algjörlega ósammála Bjarna Bjarna. Lebron getur auðveldlega spilað ás og myndi sjálfsagt gera það betur en flestir. Ég tek samt undir að Miami er svipað lið og Laugdælir að því leiti að leikstjórnandinn er langbesti leikmaður liðsins (að því gefnu að James verði leikstjórnandi). Þristurinn yrði þá væntanlega Miller sem er svipuð pussa og þristurinn hjá Laugdælum, getur skotið ef hann fær alveg frítt skot en ekkert meira varið í hann.
Hér eftir mun ég aðeins skrá mig sem google notandi... það gefur auga leið að Bjarni hefur skrifað þarna undir mínu nafni og vænt mig um lýðskrum í leiðinni
Það gefur líka augaleið hver byrjaði á að skrifa undir annarra nafni.
Post a Comment