Wednesday, July 21, 2010

Aukaleikarar Miami Heat

Miami Heat liðið er komið fyrir árið 2010-2011. Eftir nokkrar vikur af óvissu og tilfærslum er búið að þjappa á bekkinn. Samningar hafa verið staðfestir, skjalfestir og þinglýstir. Allir og ömmur þeirra hafa lýst sínum skoðunum á þessu og nú er komið að mér.

"Hvað er málið með þennan Lebron?"

Eftir að Wade, Bosh og Lebron ákváðu að leiða saman hesta sína og löðrunga NBA-deildina næstu árin þá fóru menn að leitast eftir að ganga í raðir Miami og taka þátt í leitinni að The One Ring. Það má þó aldrei gleyma stuðningsmönnunum. Þrír menn vinna ekki titil. Hérna eru helstu spámenn og klappstýrur liðsins.

Udonis Haslem (nr.40) var meðal þeirra fyrstu til að ganga (aftur) í raðir Miami. Haslem á sér nokkuð sérstaka sögu. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu 2002 og fór þá til Frakklands að spila í eitt ár. Árið eftir skrifaði hann undir hjá Heat og hefur verið þar allar götur síðan. Hann hefur verið fyrirliði Heat síðustu þrjú tímabilin (eða öllu heldur co-captain með Wade) og er hjarta liðsins. Haslem og Wade eru nánir vinir og komu einmitt inn í deildina á sama tíma og hafa verið liðsfélagar í 7 ár. Það kom því ekkert annað til greina en að hann sneri aftur.

Mike Miller (nr."?") var einn sá fyrsti til að vera nefndur sem leikmaður sem Heat vildu fá í sínar raðir. Lebron og Wade geta alveg hitt úr þristum, en Miller er sérfræðingur. Hann var með 48% þriggja stiga nýtingu í fyrra hjá Washington og ég tel að hann eigi eftir að bæta þetta hlutfall. Hann fær ábyggilega ekkert nema opin skot fyrst að vörnin verður ávallt að þjappa og bregðast við Þráláta Þríeykinu (copyright pending). Bíðið bara, ég spái 55% þriggja stiga nýtingu á komandi tímabili. Eins og ég bjóst við fær hann í kringum $5,000,000 á ári ($25,000,000 fimm ára samningur, do the math). Þess má geta að hann og Haslem eru báðir fyrrum liðsfélagar úr háskólanum í Flórída. Það hefur haft eitthvað að segja í ákvörðun þeirra beggja.

Zydrunas Ilgauskas (nr.11) sá í hvað stefndi hjá Cleveland og ákvað að taka saman föggur sínar og redda sér titli í sólinni. Hann er púsluspilið sem vantaði í byrjunarlið Miami og mun gera það sem þarf til að vinna leiki: frákasta og þvælast ekki fyrir þremenningunum. Nú hefur Heat stóra manninn sinn. Hann mun þurfa að sætta sig við launalækkun ásamt því að skora minna, en hey, hann er þó ekki skósveinn Shaq lengur.

Mario Chalmers (nr.15) og Carlos Arroyo (nr.30) eru í dálítilli óvissu þessa dagana. Þeir eru pure leikstjórnendur en gætu verið að fara taka sæti á bekknum fyrir mönnum eins og Lebron og hugsanlega Wade í byrjun leikja og í lok þeirra. Hvort að Chalmers og Arroyo byrji inn á í stað Miller fer eftir hver þeirra eigi besta undirbúningstímabilið, held ég.

Rumarnir - Joel Anthony (nr.50), Juwan Howard (nr.5), Jamaal Magloire (nr.21) og Dexter Pittman (nr.54) eru allir stórir menn sem munu gisja bekkinn. Manni gæti þótt þetta vera frekar skrítið að hafa svona marga leikmenn sem eru allir kringum 2.10 m á hæð og eru allir miðherjar. En þegar þú pælir í því þá eru þrír menn í liðinu sem geta spilað og munu spila 40 mínútur að meðaltali í leik. Það þýðir að góður hluti skiptinga verða á stóru mönnunum og öðru hvoru milli Miller, Chalmers og Arroyo. Magloire og Howard hafa reynsluna (10 og 16 ár í deildinni), Joel Anthony er varnarsinnaður blokkari og Dexter Pittman er ungur, þungur (131 kg) og efnilegur.

Rumarnir: Magloire, Howard, Anthony og Pittman

James Jones (nr.22), varamaður Heat og skítsæmileg skytta (36,5% þriggja stiga nýting undanfarin tvö ár hjá Miami), verður svo einn af þeim sem mun vera að berjast um 12. sætið á bekknum við Pittman og Magloire.

Bónus: Anfernee "Penny" Hardaway?!?!
Penny Hardaway (39 ára) hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur í NBA og reyna við að komast í liðið hjá Miami Heat. Hann hætti í NBA árið 2007 vegna slæmra hnjáa. Hann segir að hann sé skárri í hnjánum og sé núna að spila körfubolta 5 sinnum í viku. Hann gerir sér grein fyrir að hann fái litlar eða engar mínútur en hann er tilbúinn að vera rödd reynslunnar í búningsklefanum og á bekknum. En sú fórnfýsi. Þetta hefur ábyggilega ekkert með það að gera að hann hefur aldrei unnið titil og vilji komast í sögubækurnar með allavega einn titil í farteskinu. Örugglega ekki...

"Drullaðu þér út, Penny"

Pat Riley segir að hann ætlar alls ekki að þjálfa Miami á þessu ári. Hann er búinn að andmæla gróusögunum svo lengi að ég held að hann sé að segja satt. Eða hvað....

"Hvað er þetta, trúið þið mér ekki?"

Miami er að fara eiga gott tímabil ef Þráláta þríeykinu tekst að spila saman og ef Lebron verður ekki púaður af leikvellinum þegar þeir spila í New York-borg, Cleveland, Chicago, Los Angeles og hugsanlega á nokkrum öðrum stöðum. Spái ekki færri sigrum en 50 og ekki fleiri en 60.

- Helgi

5 comments:

Bjarni said...

Flottur Helgi! Spái 72 sigrum.

Bjarni said...

Nei ég meina 82.

helgihelgi said...

Hahaha, við sjáum til, félagi :)

Unknown said...

Hah hugsanlega besta bloggið þitt hingað til, þetta nafn á þessum þremur ofmetnu hommum, jæja... Ég hugsa að þetta sé einhversstaðar þarna, 45 - 50 sigrar, ekki yfir 60 þó, skil ekki hvernig Bjarni fær töluna 82 sigurleiki út, þeir þurfa að minnsta kosti að spila einu sinni við Lakers og því hámarkið 81 sigurleikur, nema hann hafi verið að tala um þennan eina sigurleik í post season þegar þeir tapa seríunni fyrir Oklahoma sem koma inní 7 - 8 sætið í úrslitakeppni

BjarniB said...

Oklahoma verða klárlega hærri en 7-8. Það er alveg ljóst gamli hundur.