Jæja, Laugdælir urðu Íslandsmeistarar 2. deildar fyrir tveim vikum síðar. Við erum á leið upp í 1.deild ásamt Leikni og ætlum að halda okkur uppi í þetta skipti. Eftir prófin tekur við mesta intense off-season sem ég hef nokkurn tímann átt. Takmarkið er að skipta út 10 kg af fitu fyrir 10 kg af vöðvum. Ég ætla að nota bíl lítið sem ekki neitt í sumar og styrkja fætur og kjarnann. Ég ætla að troða jafnhendis næsta haust án þess að hugsa um það. Klappað og klárt.
Ég fór dálítið illa með mig á árshátíð íþróttafræðinema og læt duga að segja að bjór og rauðvín fer ekki saman.
Um síðustu helgi var svo lokahóf Laugdæla þar sem ég fékk verðlaunapening fyrir ****blocker ársins.
Ég upplifði eilítið móment í lokahófinu. Strákarnir og stelpurnar voru öll að spjalla og skemmta sér og brosandi á meðan að ég hélt mig til hlés (edrú kringum fullt fólk er snúið mál). Ég fann að þetta væri liðið mitt og að ég væri tilbúinn að gera hvað sem er fyrir það. Ég er Bliki, en þetta kvöld fann ég að ég er líka Laugdælir. Ég hlakka til að mæta aftur á æfingar næsta haust. Set stefnuna á fasta byrjunarstöðu.
Ég tók 1000 m sundpróf í bakaríið í gær og hef verið að finna fyrir því í dag. Nokkuð góðar harðsperrur. Fór reyndar að lyfta um kvöldið þannig að þetta er ekki bara sundprófinu að kenna. Ég bætti tímann minn um 1:39 og er að velta fyrir mér að setja sund inn í prógramið mitt í sumar. Gott heildar-workout, þó að ég viti fátt leiðinlegara en að synda...
Þá er bara björgunarsundspróf seinni partinn á morgun. Wish me luck!
Vil líka nýta tækifærið og óska SNÆFELL TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLANDSMEISTARATITILINN! Þetta er í fyrsta sinn sem landsbyggðarlið hefur hampað titlinum. Upp að þessu hafa aðeins Suðurnesjaliðin og KR unnið Íslandsmeistaratitilinn. Frábær árangur. Hlynur Bærings er besti íslenski miðherji sem ég hef séð og á þetta skilið (og sömuleiðis liðið hans)!
Lag dagsins: Geislinn í vatninu eftir Hjálmar
Tilvitnun dagsin: "I've been accused of vulgarity. I say that's bullshit." - Mel Brooks
Síða dagsins: StereoMood.com (hvernig skapi ertu í? Þeir hafa tónlist fyrir það)
- Óvirkur sundmaður, Helgi
1 comment:
Vel gert með sundið og líst vel á þetta Off-season hjá þér kall.. gott að heyra líka að laugdælahjartað er farið að slá í Doktornum :)
Post a Comment