Vaknaði 8:20 og mætti í fjórfaldan fyrirlestrartíma í Sund, skyndihjálp og björgun kl.8:30. Hópurinn minn var sá seinasti og það var enginn að fylgjast með eftir 3 tíma af fyrirlestrum um hvers kyns sundaðferðir og snúninga í sundi.
Fékk strax eftir það far á Selfoss til að versla í matinn fyrir vikuna þar sem ég er ekki að fara yfirgefa Vatnið fyrr en í næstu viku. Keypti m.a. hunang og pekan-hnetur til að prufa kjúklingarétt á morgun (Peanutty Baked Chicken Cutlets) sem verður vonandi gómsætt.
Ég var búinn að versla og fór til að taka rútu aftur á Laugarvatn. Þá hafði ég gleymt að rútan kæmi ekki kl.15 heldur kl.16. Frábært, var fastur á bensínstöð á Selfossi í klukkutíma. Las Moggann og reyndi að kafa í gegnum allar fréttirnar um skýrsluna (hún er svo rosaleg að hún krefst bold, italic OG rauðs litar!). Ekkert nýtt, svo sem, bara staðfesting á því sem maður vissi. Of stórir bankar voru að leika sér með of háar upphæðir og við fengum að gjalda fyrir það.
Komst aftur á Vatnið fyrir 900 kr. (sem kom mér frá Reykjavík til Laugarvatns fyrir jól, helvítis verðhækkanir...), fékk mér að borða og braut saman þvott.
Er nýkominn frá 3. seinustu æfingu fyrir úrslitakeppnina. Sæmilega létt, mest skotæfingar og spil. Þarf að hugsa út fyrir kerfin (og flest allir í liðinu), verð of mikið vélmenni þegar ég þreytist (keyrði mig út í upphituninni eins og hálfviti).
Nenni ekki að pæla í neinu núna, er allt of þreyttur. Var svo þreyttur þegar ég settist við tölvuna áðan að það leið næstum yfir mig. Það er samt liðið hjá. Ætla poppa og horfa á einn þátt áður en ég fer að sofa. Í fyrramálið kl.7:30 ætla ég svo að gera tilraun til að stökkva inn í hlaupahóp sem ætlar að hlaupa 3 km fjallastíg. Wish me luck.
Mmmmmm, marshmallows....
Lag dagsins: New Morning eftir Alpha Rev
Tilvitnun dagsins: "Bisexuality immediately doubles your chances for a date on Saturday night." - Woody Allen
Síða dagsins: CodeOrgan.com (slærð inn síðu og hún túlkar kóða síðunnar í tónlist. Ég komst að því að bloggsíðan mín er einkar hljómfögur)
-Doktorinn lúnkni, Helgi
No comments:
Post a Comment