Thursday, April 15, 2010

NBA Playoffs Fantasy League

Ég er að vinna í Fantasy League fyrir NBA Playoffs 2010. Hver sem vill skrá sig í hana er það frjálst, hann eða hún þarf bara að senda mér e-mail á helgihrafnolafsson@gmail.com og biðja mig um að senda sér leikmannalistann.

Hver roster þarf að samanstanda af 6 leikmönnum, 2 bakvörðum (G), 2 framherjum (F), 1 miðherja (C) og svo 1 aukaleikmann (má vera G, F eða C). Ef keppandi hefur ekki valið löglegan roster og sent e-mail með þeim leikmönnum fyrir kl.18:00 á laugardaginn (17/04/2010) þá verður hann að bíða þar til næsta lota byrjar.

Keppendur fá $35.000 til umsýslu og geta keypt leikmenn fyrir þann pening. Verðmæti leikmanna hefur verið reiknað eftir formúlu. Hver lota er læst en keppandi má trade-a 2 leikmönnum í hverri lotu (ef peningur og leikmanna-skipulag leyfir).

Eftir lok hverrar lotu (þ.e.a.s. þegar allir leikir í þeirri lotu lýkur og fyrir liggur hvernig næsta lota verður) er verðmæti leikmanna endurmetið og hafa þeir þá annað hvort hækkað eða lækkað í verði.

Ef lið leikmanns á roster keppanda hefur dottið úr Playoffs fellur leikmaðurinn sjálfkrafa af roster-num eins og ef keppandi hefði selt hann (án þess þó að tapa trade-um). Keppendur þurfa þá að fylla roster-inn aftur (fyrir ákveðinn tíma sem verður tilkynntur seinna).

Stig sem leikmenn fá heita SNP (af því bara) og eru gefin svona:
Points+1
FG Missed-0.5
FT Missed-0.5
Rebounds+1.5
Assist+2
Steal+2.5
Block+2.5
Turnover-1
Triple Double+10

Sá sem hefur flest stig eftir Finals vinnur og má monta sig eins og mannfjandi. Veðmál milli keppenda eru leyfð og þurfa ekki að fara í gegnum mig.

Ef spurningar vakna eða leikmann vantar í eitthvað af liðunum getið þið látið mig vita (á Facebook eða á e-mailinu helgihrafnolafsson@gmail.com) og ég redda því.

Allt strategy í þessu er í ykkar höndum, ég ætla ekki að segja ykkur ef einhver meiðist eða ætlar ekki að spila.

Ég-er-með-Fantasy-League-á-heilanum, Helgi

No comments: