Friday, April 16, 2010

Örlagadísirnar hata mig, ég sver það

Well, fuck.

Ég má ekki taka þátt í úrslitakeppninni með Laugdælum vegna skriffinnsku kjaftæðis í KKÍ. Ég get ekki að fara nánar út í það í bili, en það lítur út fyrir að ég fái ekkert að spila þessa helgi.

Ég vil öskra. Ég hef neitað mér um nokkur djömm með félögum sem ég fæ ekki að sjá oft vegna þessarar úrslitakeppni. Ég hef aldrei verið jafn ready í neinn leik. Svo klukkutíma fyrir leikinn fæ ég að vita að ég fæ ekki að vera með.

Ég er svo reiður en get hvergi fengið útrás því að þetta er tæknilega séð ekki neinum að kenna. Bara leitt fyrir mig og Arnór. Hvorugur okkar fær að keppa. Starter og fyrsti maður af bekknum. Algjört kjaftæði.

Ætla að fara og öskra í kodda eða eitthvað...

"Hvað meinarðu að Helgi megi ekki spila?!?!?"

No comments: