Jæja, síðasta skipulagða æfing fyrir úrslitakeppnina að baki. Fékk nettan fingur beint í augað. Rosa þægilegt. Er enn með óþægindi í því. Ábyggilega mest pirrandi meiðsl miðað við alvarleika (sjónin er algerlega óskert, bara ógeðslega óþægilegt).
Prufaði að elda Peanutty Baked Chicken Cutlets. Það var nokkuð gott, ætla gera það fljótlega aftur. Hunangs-sinneps hjúpurinn mátti vera betri (bæti það næst) en hnetu-brauðmola kurlið var frábært. Líka í fyrsta sinn sem ég geri kartöflumús. Sleppti því að hafa sykur sökum þess að ég átti engan og ég þóttist ætla vera hollur. Kartöflumúsin var ekki slæm en ég sá að sykur er dáldið crucial partur af uppskriftinni.
Enginn skóli á morgun svo ég mun líklega kíkja á einhvern NBA leik í kvöld. Ég setti af stað Fantasy League fyrir NBA deildina hérna á Vatninu og ég hef síðan það verið að skíta upp á bak. Er í 10. sæti af 11 þátttakendum. Verð bara að gera betur á næsta ári. Kannski maður setji af stað eitthvað Fantasy League fyrir Playoffs. Pæling.
Fór í húðfellinga-mælingu í vikunni sem verklegur þáttur í þjálfunarlífeðlisfræði. Er að reyna finna formúluna til að reikna út niðurstöðurnar og er að vona að ég hafi bætt mig frá því í haust í íþróttamælingunum. Ég er orðinn sterkari, fljótari og léttari en veit ekki hvort ég hef lækkað fituprósentuna mína. Það væri gaman að sjá það.
Var að kenna björgunarsund í dag og fór svo beint í verklegan björgunartíma. Er frekar viss með að ég nái björgunarprófinu. Þarf að stökkva út í laug í fötum, taka 8 m kafsund, sækja brúðu af botni laugarinnar og koma henni upp á yfirborðið. Svo á að troða marvaða í 45 sekúndur með brúðuna í björgunartaki og taka svo 50 m björgunarsund með hana. Prófið telst lokið þegar þú loks kemur brúðunni upp á bakkann og kemur henni þannig fyrir að blástur geti hafist. Þetta má ekki taka þig lengur en 4 mínútur. Ég tók þetta á rétt rúmum 3. Illa sáttur. Ennþá skíthræddur við hitt sundprófið (1000 m frjáls aðferð á 24 min.).
Núna ætla ég að fara poppa (ná jafn fullkomnu poppi og í gærkvöldi) og horfa á einn eða tvo þætti. Sé svo til með NBA Tv...
Lag dagsins: How's It Going To Be eftir Third Eye Blind
Tilvitnun dagsins: "Make everything as simple as possible, but not simpler." - Albert Einstein
Síða dagsins: ChannelAte.com
-Poppskrímslið ógurlega, Helgi
No comments:
Post a Comment