Tuesday, April 20, 2010

Samkeppni

Ég nenni þessu ekki lengur. Samfélagið í heild virðist byggt upp á því að vera betri en allir aðrir. Af hverju? Geta ekki allir bara unnið saman? Nei, að sjálfsögðu ekki. Þú þarft að eiga meiri skít en næsti aðili til að vera álitinn betri. Hvar er ástin?

Ég er hættur að nenna þessu rugli. Það að rakka niður einhvern annan gerir þig ekki að betri einstakling. Ég tel mig ekki vera saklausan í þessu, þannig að slappið af með einhver niðrandi komment. Ég hef tekið þátt í þessu en ég verð að hætta þessu. Þetta hjálpar engum, þetta veldur því bara að fólk er sífellt í vörn og að skjóta á hvort annað.

Kannski er ég að lesa of mikið úr þessu. Ég þoli hvaða stríðni sem er frá bestu vinum mínum, en ég finn ekki fyrir því hjá öðrum að þetta sé meint í gríni. Ég er kannski bara lítil sál í stórum líkama. Sumir segja að ég bjóði upp á þetta með hegðun minni. Það má vel vera, en mér þykir það samt sem áður vera veik afsökun.

Æji, ég er bara í einhverju fönki í kvöld. Þetta lagast ábyggilega á morgun.

Lag dagsins: Numb eftir Linkin Park

Tilvitnun dagsins: "It is not enough to succeed. Others must fail." - Gore Vidal

Síða dagsins: Flottar myndir af gosinu í Eyjafjallajökli

-Lítið brothætt blóm, Helgi

No comments: