Sunday, June 17, 2012

Helgi skoðar heiminn / Helgi explores the World


16. júní:

Nú er ég farinn út til Bandaríkjanna í sumar og kem ekki aftur fyrr en 9. september. Dagurinn byrjaði þannig að ég vaknaði kl.6 og fór svo aftur að sofa þar til 6:40. Þá vöktu foreldrarnir mig og sögðust vera á leiðinni að sækja mig. Ég stekk í sturtu á milljón og náði rétt tæplega að hafa mig til þegar þau mættu. Ég gleymdi hálsmeni og fjarstýringu að sjónvarpsflakkara, en annars varð allt með.

Á flugvellinum rakst ég á Birgi (sem ég hitti fyrir nokkrum vikum síðan í hópefli hjá CampAmerica), Ragga og Hörn (tvo Verzlinga sem eru ári á eftir Hjalta bró). Ég gat ekki séð fyrir mér að bandarísku krakkarnir gætu borið fram nafnið hennar svo mér datt í hug að hún gæti kallað sig Hönní (“honey”). Hún tók ekki vel í það (vægast sagt). Rakel Ýr (sem er með Hjalta bró í bekk) átti að fara með sama flugi og við, en því var skyndilega breytt þannig að hún átti ekki að fljúga fyrr en kl.17 seinna um daginn.

Fljúgið var allt í lagi, fékk að skipta um sæti vegna þess að upphaflega sætið mitt gerði ekki ráð fyrir að fólk væri hærra en 185 cm. Ég gat ekki keypt mat í vélinni (tóku ekki við debetkortum) og gátu ekki skipt $50 seðli þannig að ég endaði á að skrapa saman klinki fyrir epli (sem var merkilega gott). Í Icelandair bæklingnum rakst ég á grein sem var að útskýra söguna “Helgi skoðar heiminn” á ensku og ég gat ekki annað en brosað.

Við lentum kl.12:10 (bandarískum tíma) og svo biðum við í röð fyrir TSA í 90 mínútur. Mér datt í hug að reikna út hraðann okkar og við fórum 0,2 km/klst. á meðan við biðum eftir að vera hleypt inn í landið. Farangrinum okkar var ekki stolið meðan við biðum allan þennan tíma, svo: Jei! Nú biðum við í aðrar 90 mínútur eftir að komast af stað frá flugvellinum vegna þess að farið okkar fann okkur ekki alveg strax. Þar að auki vorum við of mörg þannig að hann þurfti að panta auka bíl.

Þó að bílferðin hafi tekið aðrar 90 mínútur þá keyrðum við í gegnum miðbæ Manhattan og sáum helling af skemmtilegu mannlífi. [myndir]

Flugtími: 330 mínútur
Biðtími í röðinni á TSA: 90 mínútur
Biðtími á flugstöð: 90 mínútur
Ferðatími á hótelið: 90 mínútur
Samtals: 8,5 klukkustund (510 min.) frá Leifstöð á Ramada Inn í Newark, NJ

Á hótelinu fengum við stutta kynningu og héngum svo með öllum hinum CampAmerica krökkunum. Það var fólk þarna frá Englandi, Írlandi, Skotlandi, Þýskalandi, Tékklandi, Póllandi og m.a.s. Nýja Sjálandi. Mikið af skemmtilegu fólki sem var mjög gaman að spjalla við og hanga með.

Ég var uppgefinn kl.21 og fór að sofa á rúmi sem minnti mig á steinabeð.

Meira síðar...

-----

June 16th
Well, I'm off to the USA this summer and I won't come back until September 9th. Today kicked off with me waking up at 6 o'clock a.m. and then again at 6:40 a.m. when my parents woke me up by calling me and saying they were coming to pick me up for the airport. I jumped in the shower and got ready in record time. I did forget my necklace and the remote to my movie cube, but otherwise nothing was forgotten.

At the airport I bumped into Birgir (who I met a couple of weeks ago at a Camp America get-together), Raggi and Hörn (two kids from my younger brother's school). I didn't think the American kids would know how to pronounce Hörn's name so I thought we could nickname her could be Honey (she didn't like it at all).
Rakel Ýr (who's in my younger brother's class) was supposed to fly with us, but her flight ticket was changed at the last minute, so she had to go back home and wait until 5 p.m. later that day.

The flight was ok, I got to change my seat because they obviously thought that no one taller than 6 feet flew with them. I couldn't buy food on the plane (they didn't take debet-cards and couldn't break a $50) so I ended up scrounging together some change to buy an apple (which was really juicy and tasty). The Icelandair  magazine had an article that explained the Icelandic children's book "Helgi explores the World" and I couldn't help but smile.

We landed at 12:10 p.m. (EST) and had to wait in line at the TSA (Transportation Security Administration, apparently) for 90 minutes. I calculated how far we walked and our land speed was approximately 0.1 mph while we waited to gain entrance to the country. Our luggage was not stolen while we waited in line, so: Yay! We then had to wait another 90 minutes to get out of JFK because our ride couldn't find us and then had to order an extra shuttle because we were too many for his van.

Although the drive was another 90 minutes we drove through downtown Manhattan and saw lots of cool stuff. 

Flight Time: 330 minutes
Waiting in line: 90 minutes
Waiting to leave JFK: 90 minutes
The drive to the hotel: 90 minutes
Total: 10 hours (600 min.) from Keflavik Airport to The Ramada Inn in Newark NJ

At the hotel we got a little orientation and then just hung with the other Camp America kids. There were kids from England, Ireland, Scotland, Germany, Czech Republic, Polland and even a couple of kids from New Zealand. Lots of fun people which I loved hanging out with.

I was exhausted by 9 p.m. and went to sleep in a bed that reminded me of a rock slab.







More to come...

No comments: