Monday, June 18, 2012

Hæ, hó og jibbíjei! / Hi, ho and yippy yay!

17. júní


Í dag vaknaði ég kl.6:30 (ennþá á íslenskum tíma), fór í sturtu og kíkti niður í morgunmat. Í gærkvöldi fengum við öll morgunverðarmiða þannig að við fengum ókeypis morgunmat á hótelinu. Morgunmaturinn var frábær, egg, beikon, beyglur, ávextir og merkilega gott kaffi. Á morgunverðarmiðanum stóð "Gratuity not included" (þjórfé ekki innifalið) svo við íslensku strákarnir ræddum aðeins um þjórfé og ákváðum svo að skilja nokkra dollara eftir handa þjónunum (þeir voru fínir, fljótir að taka diska og slíkt).


Ég keypti mér bandarískt SIM-kort (1-323-545-4044) og mun nota það í sumar (kostar minna en íslenska). Á leiðinni úr morgunverðarsalnum heyrði ég einhvern slátra nafninu mínu og hver var þar nema einn af ensku strákunum sem verða með mér í sumar, Ashley (karlmannsnafn jafnt sem kvenmannsnafn í Bretlandi).


Hann hafði setið á næsta borði við mig í morgunverðarsalnum fyrr um morguninn en ég hafði ekki þekkt hann með snoðaðan haus. Við fórum aftur að borðinu hans þar sem allt fólkið í sumarbúðunum mínum var. Ég fékk að læra öll nöfnin og við fórum að ræða hvernig ferðin hafði verið og hvernig við héldum að búðirnar yrðu.


Farið okkar átti að sækja okkur kl.10:00 en þau voru eilítið sein á ferð svo mér gafst tækifæri til að kveðja Íslendingana og skiptast á upplýsingum við nokkra af krökkunum frá því kvöldið áður. Annabel og Michelle sóttu okkur um kl.10:30 og við lögðum af stað. Allur farangurinn fór í bílinn hjá Michelle og við tróðum okkur öll í smárútuna hennar Annabel.


Fyrir einhverja skemmtilega tilviljun tók Annabel vitlausa beygju þannig að við enduðum á að keyra yfir George Washington brúnna á leiðinni á áfangastaðinn (mjög flott brú). Meðal þess sem rætt var í bílnum var hugmyndir að hlutum til að gera í sumar og það að Annabel styddi New York Yankees á meðan að Michelle var harður New York Mets aðdáandi (við áttum víst að standa með öðru hvoru liðinu). Þau höfðu aldrei heyrt minnst á Tarzan-leik en leist vel á að setja það kannski inn í prógramið.


Við komum á Manhattanville háskólalóðina innan tíðar og fengum okkur að borða þar með Annabel og Michelle á meðan að við fylltum út ennþá fleiri pappíra fyrir Westchester umboðið svo að allt væri á hreinu. Við fengum herbergislyklana okkar og fórum svo að skoða líkamsræktarstöðina (sem var ótrúlega flott og vel úti látin af tækjum og tólum) áður en við fórum upp á heimavistina.


Herbergin eru nokkuð fín og mér líður nokkuð vel í herberginu mínu (myndir koma seinna). Eftir að við höfðum komið okkur aðeins fyrir og tekið aðeins upp úr töskunum skoðuðum við háskólalóðina undir handleiðslu Maggie (ein af tveimur bandarískum stelpum sem verða líka með okkur). Það er kastali á lóðinni, flott bókasafn, risastórt tún (quad), íþróttasalur, líkamsræktarstöð, sundlaug, matsalur, pósthús og félagsmiðstöð (svo ekki sé minnst á öll heimavistarhúsin).


Eftir skoðunarferðina fórum við í kvöldmat (fékk mér geðveika kjúklingavefju) og kíktum svo í körfubolta í íþróttasalnum. Við spiluðum ekki, við bara skutum á körfuna og spjölluðum saman. Ég og nokkrir aðrir fórum svo í stutt sólbað út á túninu og drifum okkur svo upp á heimavistina (sem heitir Tenney Hall) í sturtu. Leikur 3 í úrslitakeppni NBA var um kvöldið svo ég og nokkrar stelpur fórum í bæinn á bar til að horfa á hann og fá okkur einn kaldan. Lisa (ein af stelpunum) hélt að liðin sem væru að spila hétu OKC Thunder og Miami Bulls...


Að leiknum loknum kunnu þær aðeins meira um körfubolta og við komum okkur aftur á heimavistina.


Annar góður dagur! Meira seinna...


-----




June 17th (Iceland's Independence Day)


Today I woke up at 6:30 a.m., showered and went down for the hotel's breakfast buffet. Last night we got a breakfast voucher so we could enjoy a good breakfast free of charge before we left the hotel. The food was great, eggs, bacon, bagels, fruit and surprisingly decent coffe. At the bottom of the breakfast voucher was a notice that "Gratuity [was] not included" so the Icelandic guys and I discussed tipping at length before we decided to tip the waiters a couple of bucks (they did an okay job, cleared the table of plates relatively quickly)


I bought an American SIM-card (1-323-545-4044) and will be using that number this summer (it apparently costs much less than my Icelandic one). On my way out of the lobby I heard someone butcher my name and turned around to see one of the guys who'll be working with me this summer, Ashley (a unisex name in England).


He had actually been sitting at the table beside mine in the breakfast hall that morning and I hadn't recognized him with a shaved head! We went back to his table where the rest of the group in my camp was. I was introduced to everybody and we chatted about how our trips had been and what we were expecting in the summer program here.


Our ride was supposed to pick us up at 10:00 a.m. but they were a little late so I had a chance to say goodbye to the other Icelanders and exchange info with some of the people from the night before. Annabel and Michelle came at 10:30 and we drove to our home for the next couple of months. Michelle put our luggage in her van and we rode in Annabel's van.


As chance would have it Annabel took a wrong turn somewhere so we got to drive across the George Washington Bridge (which was huge and impressive) on our way to our destination. Among the things we discussed in the van was ideas for activities this summer and the fact that Annabel supports the New York Yankees while Michelle is a die-hard Mets fan (and we were expected to pick sides). None of them had ever heard of the Tarzan game (obstacle tag) but we might add that to the activity list this summer.


We arrived at the Manhattanville College campus within the hour and had lunch with Annabel and Michelle while we filled out some more forms for the Westchester agency so everything was definitely on the up and up. They gave us our room keys and took us to check out the fitness center (which is very well equipped and  looks awesome) before we went to the dormitories.


Our rooms are pretty nice and I feel really good in my room (pics later). We got ourselves settled, unpacked a little and then took a tour of the campus with our tour guide, Maggie (one of the two American girls who'll be working with us as counsellors). On campus there's a castle, a nice library, a big quad,  a gym, a fitness center, a pool, a big cafeteria, a posthouse and a student center (not to mention all the dorm halls)


After the tour we went to dinner (I had a kickass chicken tender wrap) and went to the gym to play some basketball. We didn't play, we just shot around and chatted. A couple of the counsellors and me went sunbathing on the quad afterwards and then back to the dormitory (which is called Tenney Hall) to take a quick shower. Game 3 of the NBA Finals was on tonight so a couple of the girls and I went to town to a bar to watch the game and have a cold one. Lisa (one of the girls) thought that the teams competing were the Oklama City Thunder and the Miami Bulls...


When the game was over they knew a little bit more about basketball and we went back to the dorm.


Another good day! More to come...







P.S: The blog title (Hi, ho and yippy yay) is a reference to a song that Icelanders sing on Independence Day (June 17th).

No comments: