19. júní
Ég held að ég sé búinn að koma skikk á flugþreytuna; vaknaði kl.6 í morgun og vaknaði svo í raun og veru korter yfir 7. Ég er kominn af stað í ræktinni, mætti í dag, fór á skíðagöngudótið í 20 mínútur, vann aðeins með fætur, kvið og bak og fór svo aftur á heimavistina í sturtu.
Ég kíkti í matsöluna snemma til að vafra aðeins á netinu, bæta inn myndum og eitthvað og restin af hópnum leit við um 9 leytið. Katie (ein af bresku stelpunum) sagði okkur að hún hefði tekið áfanga í Harry Potter út frá heimspekilegu ívafi bókanna. Ég vildi geta tekið svona áfanga.
Andy (sem er yfirleiðbeinandi án þess að vera yfirmaður, held ég) skutlaði okkur til höfuðstöðva Westchester til að halda áfram með námskeiðin. Við ræddum öryggi nemendanna okkar og hvernig við gætum tryggt það bæði í byggingunum og þegar við færum eitthvað. Ég fékk hugmynd að húðflúri sem er íslenski fáninn og bandaríski fáninn settir saman (einn þríhyrndur hluti af öðrum fánanum og hinn þríhyrndi hlutinn af hinum).
Í hádeginu fengum við samlokur og ég þurfti að sætta mig við Miðjarðarhafsvefju (ekkert spes). Michelle (aðstoðar-aðstoðar-yfirmaðurinn) kom við með labbrabbtæki og við skemmtum okkur með þau þar til að næsti kennarinn kom við. Jody fór yfir misnotkun og hvað við máttum og máttum ekki gera með nemendunum. Í kynferðislega partinum vorum við örugglega með smá galsa eða eitthvað því að við fórum að segja svoooo marga óviðeigandi brandara og höfðum varla stjórn á okkur.
Áður en við fórum fengum við öll fjólubláa boli fyrir annað kvöld (opið hús fyrir foreldra og nemendurna) og föndurdót til að gera herbergin heimilislegri og skemmtilegri. Hópurinn hafði komið á tveimur bílum, hópferðarbíl W. Arc og fólksbílnum hennar Maggie. Ég, hún, Annesha og Lisa fórum af stað og týndumst nokkuð almennilega (leiðsöguforritið í símanum hennar Anneshu var í ruglinu). Meðal þess sem við lentum í var Volkswagen bjalla með frábæru bílnúmeri (V-LUVBUG) og ókurteisum manni sem hafði enga þolinmæði með ökulagi Maggie. Við vorum klukkutíma á leiðinni á meðan að allir hinir voru ca. korter...
Allur hópurinn var að bíða eftir okkur á háskólatúninu og höfðu kynnst Craig þegar við komum loksins til baka. Craig verður með okkur yfir sumarið og hann er jákvæðasti og orkumesti einstaklingur sem ég hef nokkru sinni kynnst (ég varð dálítið úrvinda eftir að hafa hangið með honum í korter). Ashley var svo hress eftir að hafa kynnst Craig að hann tók Maggie í hnébeygju og reyndi svo að taka mig í hnébeygju (náði ekki alveg að klára hana).
Daginn áður þegar við fórum í Walmart þá keyptum við strákarnir amerískan fótbolta. Eftir kvöldmat fórum við út á tún og köstuðum á milli í 2-3 korter. Lisa, Katie, Anna, Bex og Maggie köstuðum tuðrunni líka nokkrum sinnum og Lisa og Katie voru komnar upp á lagið með þetta eftir smá tíma.
Ég ákvað að reyna að gera betri stofuna í svítunni minni aðeins heimilislegri með því að stela nokkrum stólum, búa til hálfgerðan sófa úr rúmi og með því að skipta á ljósaperunni. Þegar ég kláraði þetta kíkti ég niður í samkomuherbergið í Dammann Hall þar sem allir voru byrjaðir að föndra til að gera heimavistina flotta fyrir nemendurna og foreldrana þegar að þau kæmu að skoða.
Kvöldinu lauk með því að ég kíkti út á bensínstöð með Maggie og Anneshu til að kaupa smá snakk (ég man ekki hvenær ég kom seinast inn á bensínstöð í USA.
Skemmtilegur dagur. Boo-ya.
-----
June 19th
I think I'm on my way to getting over my jetlag; I woke up at 6 a.m. this morning and then woke up again at 7:15. I finally hauled my ass to the gym, did some cardio for 20 minutes, worked on my legs and core and then went back to the dorm to shower.
To get some work done and browse some sites online, I showed up before everyone else to the cafeteria. I went through some of my photos, answered some emails and at about 9 the rest of the gang came by for breakfast. Katie (one of the girls from London) told us about a course she took where they examined the Harry Potter books from a philosophical standpoint. I want to take this course. Very badly.
Andy (who is a head councellor without being a boss, I think) drove us up to Westchester Arc HQ to continue our orientation. We discussed the safety of our student and how we could ensure it on campus and if/when we went somewhere off campus. I had an idea for a tattoo which is the Icelandic flag and the US flag juxtaposed (the upper left part of the US flag together with the lower right part of Icelandic one).
At lunch we got pre-made sandwiches and I had to get a Mediterranean wrap because there was nothing else left (I don't recommend it). Michelle (the assistant-assistant-director?) dropped by with some walkie talkies and we fooled around with them until our next teacher, Jody, came by. She discussed abuse with us and what we could and could not do with the students. When we got to the sexual abuse chapter everyone must have been tired and a little giddy because we started telling jokes that were soooo inappropriate and we could hardly keep ourselves from laughing.
Before we left HQ we all got purple T-shirts for tomorrow night (an Open House for the parents and students) and arts and crafts supplies to spruce up the suites. The group had come in two cars, the W. Arc van and Maggie Volvo. Maggie, Annesha, Lisa and I drove off and got thoroughly lost (Annesha map-app was on the fritz). Among the things we encountered on our fun-filled trip was a Volkswagen Beatle with a kickass decal (V-LUVBUG) and a very impolite man who had no consideration for Maggie's driving prowess. We were an hour getting home while the others were about 15 minutes...
The gang was waiting for us on the Quad and had met Craig when we finally got there. Craig will be with us to some extent this summer and he is possibly the most positive and energetic guy I have ever met (I was a little drained after spending 15 minutes with him). Ashley was so fired up after Craig that picked up Maggie and squatted with her on his back and then tried to do the same with me (didn't quite finish it).
Yesterday when we went to Walmart the guys had bought an american football. After dinner we went out to the field and threw the football around for 30-45 minutes. Lisa, Katie, Anna, Bex and Maggie tried throwing the pigskin around a couple of times and Lisa and Katie really got the hang of it after a while.
I decided to try and make the shared space in my suite at little more homey by stealing some chairs, fashioning a makeshift sofa out of an extra bed and changing the light bulb. When I finished I went down to the Dammann Hall common room where everybody had started making signs and decorations for when the students and their parents would come to the Open House.
The night ended with going to a gas station with Maggie and Annesha to buy some snacks. I can't remember the last time I went into a gas station in the US, so it was very exciting.
A fun day. Boo-ya.
No comments:
Post a Comment