Ég ætlaði að vakna á skikkanlegum tíma, en það mistókst nokkuð herfilega. Ég vaknaði upp úr 8 og hafði rétt svo tíma til að sturta mig og drífa mig í morgunmat áður en námskeið í SCIP-R byrjaði kl.9 á háskólalóðinni.
SCIP-R (Strategies for Crisis Intervention and Prevention - Revised) fjallar um hvernig maður eigi að hvetja fólk með sérþarfir til að stjórna eigin lífi og komast hjá því að nota líkamlegt ofbeldi eða slæma hegðun til að fá sínu fram. Kennararnir voru frábærir; þeir hétu Clayton og Cliffton, voru báðir jamaískir og ca. 50 ára og svalir á sinn einstaka hátt. Clayton var með dredda sem hann hafði í pokahúfu (ekki rastafarí-húfu, note bene) og hafði stundað nám í taugalíffræði á meðan að Cliffton hafði lært kennslufræði og félagsfræði, m.a. í Oxford.
Allt námskeiðið fór fram í loftkældu herbergi, sem betur fer. Það var ótrúlega heitt úti og í hádeginu fengum við okkur ís eftir matinn. Becky (sem er að klára iðjuþjálfun í Bretlandi) sagði að það að borða ís væri kapp við tímann í slíkum hita. Ísinn var hálfbráðnaður áður en þú tókst hann úr umbúðunum...
Við fengum sögutíma eftir hádegi um það hvernig sérkennsla og þjálfun fólks með sérþarfir hefði þróast gegnum árin og hvað mætti og mætti ekki. Clayton og Cliffton hvöttu okkur til að skrá allt hjá okkur til að forðast vandræði með krökkunum. Þó að Nonni dytti og ekkert sæist á honum gæti marblettur komið fram seinna um kvöldið eða nokkrum dögum seinna og þá þyrftum við að geta útskýrt fyrir foreldrunum hvað hefði gerst. Ef ekki, þá gætum við átt von á að vera lögsótt (maður bara veit aldrei).
Um 4 leytið, þegar tíminn kláraðist höfðum við okkur til og tókum rútu til White Plains til að versla aðeins. Walmart var fyrsti viðkomustaðurinn og ég keypti mér m.a. $10 ferðahátalara sem eru algert drasl (heyrist næstum ekkert í þeim). Hópurinn fékk sér kaffi og kleinuhring á Dunkin' Donuts eftir það (mjög gott). Andy hitti okkur og nokkrar stelpurnar fóru út að borða með honum á meðan við hin kíktum í nokkrar búðir í viðbót (Barnes & Noble, Target o.s.frv.). Við höfðum ætlað að ná seinastu rútunni heim kl.19 en Andy hafði gefið okkur vitlausan tíma þannig að við misstum af honum og enduðum á að troða okkur í leigubíl.
Maturinn í matsölunni er alls ekki slæmur en allir voru komnir með leið á honum (mjög einhlítt fæði) svo við pöntuðum kínverskan mat í heimsendingu og horfðum á Saved! saman í tölvustofunni (þar var stórt sjónvarp sem ég tengdi sjónvarpsflakkarann minn við ásamt góðum stólum og risa fundarborði).
Ég er dálítið á eftir í dögunum (heil vika í skuld) en er að reyna að vinna upp slakan. Verið þolinmóð...
-----
June 21st
I was going to wake up at an appropriate time today, but failed miserably. I woke up around 8 o'clock and just had enough time to shower and hurry to get some breakfast before our SCIP-R course started at 9 in Founder's Hall.
SCIP-R (Strategies for Crisis Intervention and Prevention - Revised) teaches you how to motivate people with special needs to take control of their own lives and to stop using physical violence or bad behaviour to get their way. The teachers were amazing; their names were Clayton and Cliffton, they were both Jamaican and about fifty and cool in their own unique way. Clayton had dread locks that he stowed in a sort of pouch-hat (not a rastafari-beanie, note bene) and had studied neurobiology while Cliffton had studied teaching and sociology in Oxford, among other places.
The whole course was held in an air conditioned room, which was very fortunate. It was incredibly hot outside and at lunch some of us had ice cream after the main course. Becky (who's graduating from occupational therapy in the UK) said that "eating ice cream in this heat is a race against time", which was true. The ice cream was half-melted before you even got it out of the wrapper...
We had a history lesson after lunch about how teaching and therapeutic techniques for people with special needs had changed over the years and what we could and couldn't do. Clayton and Cliffton urged us to document everything to prevent getting into trouble. Even though Johnny had a fall and looked perfectly okay, there could be a mark somewhere on him later that day or a couple of days later and we would have to be able to explain to the parents what had happened. If not, then we might get sued...
Around 4 p.m., when the first day of the course was over we got ourselves cleaned up and went by bus to White Pains to do some shopping. Walmart was our first destination and I bought, among other things, a $10 pair of travel speakers that are complete junk (you can barely hear them). The group got a coffee and a donut at Dunkin' Donuts after that (very good). Andy met up with us and a few of the girls went out to eat with him while the rest of us went to a couple more stores (Barnes & Noble, Target, etc.). We had planned to take the last bus back at 7 p.m. but Andy had given us the wrong time so we missed it and ended up having to squeeze into a taxi.
The food in the cafeteria isn't bad at all but everyone had gotten tired of it (the monotony) so we ordered Chinese food, had it delivered and watched Saved! together in the communcations lab (there was a big TV that I plugged my MovieCube into including good chairs and a huge boardroom table).
I'm a little behind in days (I owe a whole week) but I'm trying to get back on track. Be patient...
Cliffton & Clayton
Beðið eftir strætó... / Waiting for the bus...
Lisa & Anna
Skrítin bygging í White Plains / A weird building in White Plains
No comments:
Post a Comment