Wednesday, June 30, 2010

Breakdown 2: FSu [Uppfært]

FSu
FSu féll niður á seinasta tímabili úr úrvalsdeildinni líkt og Breiðablik sem ég fjallaði um seinast. Ég þekki ekki jafn vel til FSu og Breiðabliks hvað varðar mannskap en ég hef mætt FSu nokkrum sinnum og var sömuleiðis í aðstöðu til að kíkja á nokkra leiki með þeim á seinasta tímabili. Það var ekkert mál, þannig séð, þar sem að ég var í 20 mínútna akstursfjarlægð frá heimavallarleikjunum þeirra í vetur, verandi á Laugarvatni.

Mikið gekk á hjá FSu á síðasta ári. Þeim gekk verr en Breiðablik í úrvalsdeildinni, unnu ekki nema 1 leik af 22 (vinningshlutfall 0.045). Sá leikur fór 100-104 og var ábyggilega ein af aðalástæðum þess að stokkað var upp í þjálfaramálum hjá Breiðablik í framhaldi af þeim leik.

Valur Ingimundarson tekur við þjálfarataumunum á næsta tímabili af Rob Newson. Brottföll gætu verið úr liðinu á næsta ári vegna þess að iðkendum körfubolta-akademíu FSu er ekki lengur skylt að keppa með FSu. Ég tel þó að fæstir muni fara annað fyrst Valur sé að taka við sem þjálfari. Það verður bara að koma í ljós.

Chris Caird, gífurlega efnilegur enskur leikmaður sem hefur spilað með FSu undanfarin 3 tímabil, stefnir á nám í Bandaríkjunum og verður því ekki með á komandi tímabili. Það er talsverður blóðmissir fyrir liðið þar sem hann var næstum með tvöfalda tvennu að meðaltali í leik (22.1 stig, 8.6 fráköst). Kjartan Kárason spilaði með liðinu á seinustu leiktíð og gæti hugsanlega verið með á næsta leiktíð.

Ég veit satt best að segja sáralítið hverjir verða í liðinu á komandi leiktíð. Ég mun uppfæra leikmannaupplýsingar hvers liðs um leið og mér berast fréttir.

UPPFÆRT: Sonur Vals Ingimundar þjálfara, Valur Orri, mun spila með liðinu. Hann er bráðefnilegur unglingalandsliðsmaður sem gæti vel blómstrað í meistaraflokki á þessu ári. Miðað við það sem ég hef heyrt af honum (hef því miður aldrei séð hann spila) er hann nokkuð öruggur með byrjunarstöðu og verður líklega meðal fyrstu option-a til að skora. Við sjáum bara til.

Ég held að það hafi ekki verið slæmur hlutur fyrir FSu að falla niður í 1.deild. Það er of mikil rótering á liðinu vegna þess að flestir leikmenn liðsins eru námsmenn sem munu halda á önnur mið að námi loknu, ekki ólíkt Laugdælum. Þeir hafa þó einhvern kjarna (það eru nokkrir heimamenn í liðinu) sem mun, með hjálp skólastrákanna, geta haldið þeim á góðum stað í þessari deild.

- Keppinautur við Karfan.is, Helgi

Saturday, June 26, 2010

Breakdown 1: Breiðablik [Uppfært]

Jæja eins og ég hef lofað ætla ég að rýna í öll lið 1.deildar á næsta ári og reyna spá fyrir um gengi þeirra og hverning þau muni ráða við hin liðin. Ég legg áheyrslu á að ég er enginn sérfræðingur, geri þetta bara til að stytta mér stundir í sumar og undirbúa sjálfan mig fyrir komandi tímabil (þar sem ég er að fara spila með Laugdælum). Allar leiðréttingar eru vel þegnar.

Breiðablik

Gamla, góða liðið mitt hefur séð betri tíma. Eftir að hafa komist í úrslitakeppnina í úrvalsdeildinni tímabilið '08-'09 þá féllu þeir á þessu ári niður í 1.deild eftir hörmulega leiktíð þar sem þeir unnu einungis 5 leiki af 22 (vinningshlutfall 0.227). Þeir losuðu sig við þjálfara sinn Hrafn Kristjánsson eftir tap á heimavelli við FSu í febrúar og réðu inn í staðinn Sævald Bjarnason og Guðna Hafsteinsson. Liðið bætti stöðuna aðeins og vann 3 af síðustu 7 leikjum sínum (sem var skömminni skárra en 2 af 15 þar á undan, þar af ekki einn heimavallarsigur).

Nú er nýtt tímabil og nokkuð um breytingar hjá Blikunum. Jonathan Schmidt og Jeremy Caldwell eru farnir heim og nokkrir íslenskir hafa líka skipt um félög. Hjalti Friðriksson, ungi, stóri dugnaðarforkurinn í vörninni er farinn í ÍR og Daníel Guðmundsson, besti leikmaður Breiðabliks á liðnu tímabili, farinn í Stjörnuna.

Í staðinn eru komnir nokkrir ungir heimamenn sem voru annars staðar á undanförnum árum. Hraunar Karl Guðmundsson, sonur formanns körfuboltadeildar Breiðabliks, er kominn aftur frá USA og Hjörtur Halldórsson, fyrrum Bliki sem fór til FSu um tíma er líka kominn aftur í raðir Breiðabliks.

UPPFÆRT: Steinar Arason er líka genginn í Breiðablik úr röðum ÍR. Hann mun einnig þjálfa yngri flokkana. Steinar var með 11.9 stig að meðaltali í leik á seinasta tímabili sem segir þó ekki alla söguna. Af tölfræðinni að dæma þá er hann nokkuð sveiflukenndur, getur ýmist átt 27 stiga leik eða 4 stiga leik. Það virðist fara eftir því hvort hann kemst í gang fyrir utan þriggja stiga línuna eða ekki.

Nokkrir Blikar sem vert er að fylgjast með á næsta ári eru stóru byssurnar Aðalsteinn Pálsson, fyrirliði og reynslubolti liðsins, og Þorsteinn Gunnlaugsson, fljótur og sterkur framherji úr Hafnarfirði. Aðrir stórir eru Ágúst Angantýsson, framherji sem getur skotið fyrir utan (31% frá þriggja stiga), Arnar Pétursson, leikstjórnandi, unglingalandsliðsmaður og efnilegasti leikmaður Breiðabliks á liðnu tímabili, og Rúnar Pálmarsson, góður driver sem fékk að mínu mati ekki mikinn séns á seinasta ári.

Markmiði Breiðablik á þessu tímabili verður augljóslega að vinna deildina afgerandi og fara beint upp í úrvalsdeild á ný. Þrátt fyrir talsverð brottföll (og hugsanlega fleiri áður en tímabilið hefst) þá eru þeir alveg færir um það og verða ábyggilega eitt af liðunum sem þarf að passa sig á í 1.deildinni á '10-'11 tímabilinu.

- Íþróttaspekúlant, Helgi

Status update frá HM 2010: Riðlakeppnin er búin. Djöfull hló ég þegar Frakkar og Ítalir komust ekki upp úr riðlunum sínum :)

Sunday, June 20, 2010

Sviperfðafræði og ömurlegir gaurar

Sviperfðafræði er eithvað sem að ég var fyrst að heyra um í dag og ég er bæði spenntur og hræddur við það. Flestir kannast við erfðir, DNA og áhrif þeirra á svipbrigði mannsins (hvernig hann lítur út, hve vel líffærin virka og slíkt). Sviperfðir eða epigenetics er það sem segir til um hvort viss gen séu virk eða ekki.

Í grein sem ég las um þetta er gott dæmi tekið sem er auðskilið. Hugsið ykkur flughermi í formi tölvuleiks. Í leiknum eru vissar stillingar sem þú getur ákveðið eftir því hve raunverulegur þú vilt að hermirinn sé (ótæmandi eldsneyti, ótæmandi byssukúlur, vindur, regn o.s.frv.). Hvernig þú stillir þetta segir svo til um hvernig leikurinn spilast. Í þessu dæmi eru genin stillingarnar og leikupplifunin er svipbrigðið. Sviperfðir eru því hvernig þú ákveður stillingar, hvort að þú hafir regnið "af" eða "á". Vísindamenn hafa nú fundið út að mataræði, umhverfi og hugarástand gætu mjög hugsanlega haft áhrif á hvort og hvaða gen verði virk í erfðamengi þínu.

Nú eru nútímavísindin náttúrulega langt frá því að geta afmarkað hvert og eitt gen og hvað veldur því að það sé "af" eða "á", en þetta gæti verið raunverulegur möguleiki í framtíðinni. En viljum við þetta? Hefur einhver annar en ég séð myndina Gattaca? Mun þetta ala af sér að börn framtíðarinnar verða öll fullkomin? Hvað þá? Ef allir eru fullkomnir, þá eru allir eins.

Svona gæti erfðamengið mannsins virkað eftir nokkra áratugi, bara hnikar til nokkrum stillingum og ert þá með meiri lungnarýmd eða stærri brjóstkassa eða sterkari kálfa.

Status Update frá HM 2010: Ítalía sökkar. Frakkland sökkar. England sökkar. Djöfulsins aumingjar.

Síða dagsins: Howstuffworks.com - nóg af skemmtilegum og fræðandi greinum um allt milli himins og jarðar

Tilvitnun dagsins: "Do not fear to be eccentric in opinion, for every opinion now accepted was once eccentric." - Bertrand Russell

Bók dagsins: World War Z: An Oral History of the Zombie War - Bók sem segir sögu heimsins eftir að uppvakningar gerðu manneskjur næstum útdauðar. Bókin er skemmtileg og spennandi en er á sama tíma ádeila á þjóðfélagið í dag. Allar sögur eru sagðar í viðtalsformi sem ljáir bókinni ákveðna dýpt og sögurnar verða trúverðugari. Mæli hiklaust með henni, tær snilld.

- Einbúi næstu vikurnar, Helgi

Tuesday, June 15, 2010

Dreptu mig ekki

Ég elska þessa línu: "Dreptu mig ekki..." Þetta getur lýst ógeði þínu á svo mörgum og ólíkum hlutum. Hér eru nokkur dæmi:

Nú er alveg farið að vera komið nóg með allar þessar rusl myndir sem þykjast geta dregið fólk í bíósalina með því að setja "3D" aftan við titil kvikmyndarinnar. Málið er að útgefendurnir geta líka rukkað meira fyrir myndir sem eru í 3D og líka rukkað fyrir gleraugun. Væntanleg mynd í bíóhúsin hérlendis er t.d. StreetDance 3D. Dreptu mig ekki...

Nú er fyrsta umferð riðlakeppni HM 2010 komin vel af stað og ekkert er að gerast. Í 2 leikjum af 14 hefur heildar markatalan verið yfir 2 mörkum, í leik Þýskalands við Ástralíu (4-0, skemmtilegur leikur) og í leik Brasilíu og Norður Kóreu (2-1, frekar leiðinlegur leikur). Hvað er í gangi? Þetta eiga að vera bestu lið heims og langflestir leikir hafa verið leiðinlegir! Dreptu mig ekki...

UPPFÆRT: Frammistaða Boston Celtics í Game 6. DREPTU MIG EKKI...

Nenni ekki að finna fleiri nothæf dæmi í bili.

Lag dagsins:
Father and Son eftir Cat Stevens (fæ ekki nóg af þessu lagi)

Tilvitnun dagsins: "As soon as you trust yourself, you will know how to live." - Johann Wolfgang von Goethe

Síða dagsins: Litemind.com Síða með mörgum góðum kúnstum og leiðum til að hugsa fljótar, betur og skýrar og festast ekki í "hugar-gildrum"

Leikur dagsins:
Brasilía - Norður Kórea. Þó að hann hafi verið pínu leiðinlegur þá var gaman hvað N-Kórea kom mér á óvart. Þeir eiga alveg heima í þessari heimsmeistarakeppni, jafnvel þó að þeir muni ekki ná neinum frama í henni.
- Kominn í 4 daga frí, Helgi

Saturday, June 12, 2010

Nýtt lúkk og HM farið af stað

Blogger bauð mér að breyta útlitinu á síðunni og ég ákvað að slá til. Þetta er miklu skárra, finnst mér. Hvítt letur á svörtum bakgrunni er alveg nógu fínt fyrir mig.

HM 2010 er farið af stað og ég hef hingað til klúðrað öllum spám nema einni, það að Argentína ynni Nígeríu. Allir aðrir leikir fóru á annan veg. Ég er ekki sáttur. Sumir sem þekkja mig halda að ég fylgist ekki með fótbolta og hafi óbeit á íþróttinni. Það er ekki rétt. Ég bara nenni ekki að fylgjast með öðru en landsliðum. Enska deildin þykir mér leiðinleg og sömuleiðis íslenska deildin. Þær bara eru ekki nógu spennandi. Landsleikir eru bara miklu skemmtilegri og áhugaverðari. Ætla reyna sjá sem flesta leiki. Er að vona að Suður-Kórea og Suður-Afríka standi sig vel (litu bæði vel út í fyrstu leikjunum sínum).

Er annars lítið að gera hjá mér, byrjaður á dagvaktatörn. Asnaðist til að fara í vinnustaðapartý í gærkvöldi og svaf því sáralítið í nótt og minnti á uppvakning í vinnunni. Ætla fara að sofa núna og verða ferskur á morgun! Ætla ná nokkrum stigum í tipp-leiknum sem ég er núna að tapa ansi illa.

Lag dagsins: Wavin' Flag eftir K'naan (official þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, kemur manni í stuð fyrir leikina!)

Sögusögn dagsins: Dóttir Maradonna segir að hann vilji ekki raka skeggið því það felur ör eftir að einn af hundunum hans beit hann í andlitið fyrir nokkrum mánuðum. Hún segist líka ætla skikka hann til að vera í jakkafötum á öllum leikjum Argentínu. Það virðist hafa tekist í fyrsta leiknum

Myndband dagsins: Safety Dance í flutningi krakkanna í Glee (ég vil sjá danshóp taka þetta í Kringlunni við tækifæri)

- Fótbolta-bulla meðan á HM stendur, Helgi

Sunday, June 6, 2010

Önnur næturvakt

Þessi næturvakt hefur verið margfalt betri en sú í gærkvöldi. Ekki meira að gera, en ég hef klárað nokkra hluti.

Ég kláraði að horfa á Unthinkable á flakkaranum. Holy shit hvað þetta er góður sálfræðitryllir. Myndin fjallar í grófum atriðum um hvað menn eru tilbúnir að leggja á sig til að ná sínu fram. Inn í þessa grunnhugmynd fléttast hryðjuverk, pyndingar og ádeila. Samuel L. Jackson leikur sérfræðing í pyndingum, alveg rosalegur í því hlutverki. Þarf ekki einu sinni að minnast á einhverja moðerfokkin snáka til að verða svalur. Michael Sheen (lék Tony Blair í The Queen) fer með hlutverk hryðjuverkamannsins sem hefur falið þrjár kjarnorkusprengjur í þremur bandarískum borgum. Carrie-Anne Moss leikur svo alríkislögreglukonuna sem er á móti pyntingar aðferðum Jacksons. Öflug mynd sem ég hvet alla til að sjá.

Tók líka ákvörðun áðan að demba mér í Spartacus workout í sumar. Þessi áætlun á að trimma mig niður og styrkja kjarnann minn. Hef núna tæpa 3 mánuði til að koma mér í almennilegt keppnisform fyrir 1.deildina. Blogga meira um það hana seinna en læt duga að segja að ég get varla beðið!

Núna rétt áðan var ég svo að enda við að kynna mér liðin á HM 2010 í fótbolta og fylla út leikseðil fyrir starfsmannapott hér á spítalanum. Held að Brasilía taki þetta. Væri líka gaman að fá verðlaunaféð og geta boðið einhverjum upp á kvöldmat (eða félögunum í bjór).

Leikur 2 í úrslitakeppni í NBA var að klárast. Boston Celtics færðu Los Angeles Lakers sitt fyrsta tap á heimavelli í þessari úrslitakeppni. Ray Allen fór í gang eins og aldrei fyrr og skoraði 32 stig í leiknum, þ.a. 27 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr 7 fyrstu þriggja stiga skotum sínum og var í lok leiks með 8/11 frá þriggja....sem er nýtt met í úrslitakeppni. Ray Allen var í UConn í háskóla þegar ég var úti og ég hef því alltaf haft dálæti á honum. This is why. Hann var varla sæmilegur í fyrsta leika liðanna og verður svo eldheitur í þessum. Þó að hann hafi svo róað sig í seinni hálfleik tók Rajon Rondo bara við, skoraði 19 stig (þ.a. 10 í fjórða leikhlutanum), tók 11 fráköst (á móti ekki ómerkari mönnum en Pao Gasol, Lamar Odom og Andrew Bynum) og gaf 10 stoðsendingar. Hann hitti m.a.s. úr þristi (sem er nokkuð merkilegt fyrir hann)! Bíð spenntur eftir leik 3 (sem verður á heimavelli Boston). Spái því að 'Sheed fái hring númer tvö...

Lag dagsins: Don't Stop Believing eftir Journey

Tilvitnun dagsins: "Young man, you have the question backwards." - Bill Russell, þegar blaðamaður spurði hann hvernig hann hefði staðið sig á móti Kareem Abdul-Jabbar (ef þeir hefðu verið í deildinni á sama tíma).

Síða dagsins: Basketbawful Rosalega fyndið og skemmtilegt blogg þar sem höfundurinn ræðst á allt og alla í NBA og hlífir engum.

Tilgangslausa staðreynd dagsins: In the Bible, Jesus turned water into wine. But then Helgi turned that wine into beer.

- Sáttur Celtics stuðningsmaður, Helgi

Friday, June 4, 2010

Næturvaktir...

Það er ekkert að gera á næturvöktum. Ekkert. Hve oft hefur maður hugsað með sér að nú væri pæling að fara rólegar í drykkjuna? Þú vaknar einhvern morguninn á hótelherbergi í Níkaragúa og veist ekki nafnið á háruga manninum sem hrýtur við hlið þér. Þú hugsar með þér: "Vá, nú verð ég að fara taka mig á og drekka minna." Sumum tekst það, sumum ekki.

Ég ætla ekki að hætta að drekka. Ég ætla bara að halda mig frá sterku víni. Ég ætla meira að segja reyna að halda mig bara við bjór í sumar.

Hingað til þá gengur það vel. Ég fór á bjórkvöld Dóminós síðast liðið þriðjudagskvöld og drakk ekkert nema bjór og vatn inn á milli og hætti alfarið að drekka upp úr miðnætti. Kvöldið var æðislegt. Engir skandalar, bara helfjörugt kvöld. Fyrirpartý, bjórkvöld og eftirpartý án nokkurra vandræða. Húrra fyrir mér!

Ég þarf líka að játa að ég hafði rangt fyrir mér í seinustu bloggfærslu. Ég var að fara í gegnum gamlar bloggfærslur og þar sá ég að mig hafði eitt sinn dreymt að ég hefði íbúfen í vasanum mínum. Vá, spennandi. Í dag (sef náttúrulega á daginn vegna næturvakta) dreymdi mig svo að ég væri með alskegg og það lúkkaði vel (minnir mig). Rosa spennandi (eða ekki).

Blogga kannski seinna í nótt ef ég er enn að deyja úr leiðindum. Öllum er frjálst að koma og heimsækja mig þegar ég er á næturvöktum. Ég er á næturvöktum frá 19:30 til 07:30. Please komið í heimsókn.....


Tilvitnun dagsins: "Always do sober what you said you'd do drunk. That will teach you to keep your mouth shut." - Ernest Hemingway

Síða dagsins: Imgur.com Hér getur þú dömpað alls kyns skemmtilegum og fyndnum myndum og líka fundið snilldar myndir (eins og þessa)

Tilgangslausa staðreynd dagsins: Wilt Chamberlain fékk aldrei 6 villur í leik meðan hann lék í NBA (fyrir þá sem vita það ekki þá ferðu af velli þegar þú brýtur af þér í sjötta skiptið og mátt ekki koma aftur inn á).

- Vaktmaður með ekkert að gera, Helgi