Saturday, June 26, 2010

Breakdown 1: Breiðablik [Uppfært]

Jæja eins og ég hef lofað ætla ég að rýna í öll lið 1.deildar á næsta ári og reyna spá fyrir um gengi þeirra og hverning þau muni ráða við hin liðin. Ég legg áheyrslu á að ég er enginn sérfræðingur, geri þetta bara til að stytta mér stundir í sumar og undirbúa sjálfan mig fyrir komandi tímabil (þar sem ég er að fara spila með Laugdælum). Allar leiðréttingar eru vel þegnar.

Breiðablik

Gamla, góða liðið mitt hefur séð betri tíma. Eftir að hafa komist í úrslitakeppnina í úrvalsdeildinni tímabilið '08-'09 þá féllu þeir á þessu ári niður í 1.deild eftir hörmulega leiktíð þar sem þeir unnu einungis 5 leiki af 22 (vinningshlutfall 0.227). Þeir losuðu sig við þjálfara sinn Hrafn Kristjánsson eftir tap á heimavelli við FSu í febrúar og réðu inn í staðinn Sævald Bjarnason og Guðna Hafsteinsson. Liðið bætti stöðuna aðeins og vann 3 af síðustu 7 leikjum sínum (sem var skömminni skárra en 2 af 15 þar á undan, þar af ekki einn heimavallarsigur).

Nú er nýtt tímabil og nokkuð um breytingar hjá Blikunum. Jonathan Schmidt og Jeremy Caldwell eru farnir heim og nokkrir íslenskir hafa líka skipt um félög. Hjalti Friðriksson, ungi, stóri dugnaðarforkurinn í vörninni er farinn í ÍR og Daníel Guðmundsson, besti leikmaður Breiðabliks á liðnu tímabili, farinn í Stjörnuna.

Í staðinn eru komnir nokkrir ungir heimamenn sem voru annars staðar á undanförnum árum. Hraunar Karl Guðmundsson, sonur formanns körfuboltadeildar Breiðabliks, er kominn aftur frá USA og Hjörtur Halldórsson, fyrrum Bliki sem fór til FSu um tíma er líka kominn aftur í raðir Breiðabliks.

UPPFÆRT: Steinar Arason er líka genginn í Breiðablik úr röðum ÍR. Hann mun einnig þjálfa yngri flokkana. Steinar var með 11.9 stig að meðaltali í leik á seinasta tímabili sem segir þó ekki alla söguna. Af tölfræðinni að dæma þá er hann nokkuð sveiflukenndur, getur ýmist átt 27 stiga leik eða 4 stiga leik. Það virðist fara eftir því hvort hann kemst í gang fyrir utan þriggja stiga línuna eða ekki.

Nokkrir Blikar sem vert er að fylgjast með á næsta ári eru stóru byssurnar Aðalsteinn Pálsson, fyrirliði og reynslubolti liðsins, og Þorsteinn Gunnlaugsson, fljótur og sterkur framherji úr Hafnarfirði. Aðrir stórir eru Ágúst Angantýsson, framherji sem getur skotið fyrir utan (31% frá þriggja stiga), Arnar Pétursson, leikstjórnandi, unglingalandsliðsmaður og efnilegasti leikmaður Breiðabliks á liðnu tímabili, og Rúnar Pálmarsson, góður driver sem fékk að mínu mati ekki mikinn séns á seinasta ári.

Markmiði Breiðablik á þessu tímabili verður augljóslega að vinna deildina afgerandi og fara beint upp í úrvalsdeild á ný. Þrátt fyrir talsverð brottföll (og hugsanlega fleiri áður en tímabilið hefst) þá eru þeir alveg færir um það og verða ábyggilega eitt af liðunum sem þarf að passa sig á í 1.deildinni á '10-'11 tímabilinu.

- Íþróttaspekúlant, Helgi

Status update frá HM 2010: Riðlakeppnin er búin. Djöfull hló ég þegar Frakkar og Ítalir komust ekki upp úr riðlunum sínum :)

1 comment:

SiggiHaff said...

Hvar er næsta lið vinur? ég bíð spenntur hérna