Nú er alveg farið að vera komið nóg með allar þessar rusl myndir sem þykjast geta dregið fólk í bíósalina með því að setja "3D" aftan við titil kvikmyndarinnar. Málið er að útgefendurnir geta líka rukkað meira fyrir myndir sem eru í 3D og líka rukkað fyrir gleraugun. Væntanleg mynd í bíóhúsin hérlendis er t.d. StreetDance 3D. Dreptu mig ekki...
Nú er fyrsta umferð riðlakeppni HM 2010 komin vel af stað og ekkert er að gerast. Í 2 leikjum af 14 hefur heildar markatalan verið yfir 2 mörkum, í leik Þýskalands við Ástralíu (4-0, skemmtilegur leikur) og í leik Brasilíu og Norður Kóreu (2-1, frekar leiðinlegur leikur). Hvað er í gangi? Þetta eiga að vera bestu lið heims og langflestir leikir hafa verið leiðinlegir! Dreptu mig ekki...
UPPFÆRT: Frammistaða Boston Celtics í Game 6. DREPTU MIG EKKI...
Nenni ekki að finna fleiri nothæf dæmi í bili.
Lag dagsins: Father and Son eftir Cat Stevens (fæ ekki nóg af þessu lagi)
Tilvitnun dagsins: "As soon as you trust yourself, you will know how to live." - Johann Wolfgang von Goethe
Síða dagsins: Litemind.com Síða með mörgum góðum kúnstum og leiðum til að hugsa fljótar, betur og skýrar og festast ekki í "hugar-gildrum"
Leikur dagsins: Brasilía - Norður Kórea. Þó að hann hafi verið pínu leiðinlegur þá var gaman hvað N-Kórea kom mér á óvart. Þeir eiga alveg heima í þessari heimsmeistarakeppni, jafnvel þó að þeir muni ekki ná neinum frama í henni.


No comments:
Post a Comment