Blogger bauð mér að breyta útlitinu á síðunni og ég ákvað að slá til. Þetta er miklu skárra, finnst mér. Hvítt letur á svörtum bakgrunni er alveg nógu fínt fyrir mig.
HM 2010 er farið af stað og ég hef hingað til klúðrað öllum spám nema einni, það að Argentína ynni Nígeríu. Allir aðrir leikir fóru á annan veg. Ég er ekki sáttur. Sumir sem þekkja mig halda að ég fylgist ekki með fótbolta og hafi óbeit á íþróttinni. Það er ekki rétt. Ég bara nenni ekki að fylgjast með öðru en landsliðum. Enska deildin þykir mér leiðinleg og sömuleiðis íslenska deildin. Þær bara eru ekki nógu spennandi. Landsleikir eru bara miklu skemmtilegri og áhugaverðari. Ætla reyna sjá sem flesta leiki. Er að vona að Suður-Kórea og Suður-Afríka standi sig vel (litu bæði vel út í fyrstu leikjunum sínum).
Er annars lítið að gera hjá mér, byrjaður á dagvaktatörn. Asnaðist til að fara í vinnustaðapartý í gærkvöldi og svaf því sáralítið í nótt og minnti á uppvakning í vinnunni. Ætla fara að sofa núna og verða ferskur á morgun! Ætla ná nokkrum stigum í tipp-leiknum sem ég er núna að tapa ansi illa.
Lag dagsins: Wavin' Flag eftir K'naan (official þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, kemur manni í stuð fyrir leikina!)
Sögusögn dagsins: Dóttir Maradonna segir að hann vilji ekki raka skeggið því það felur ör eftir að einn af hundunum hans beit hann í andlitið fyrir nokkrum mánuðum. Hún segist líka ætla skikka hann til að vera í jakkafötum á öllum leikjum Argentínu. Það virðist hafa tekist í fyrsta leiknum
Myndband dagsins: Safety Dance í flutningi krakkanna í Glee (ég vil sjá danshóp taka þetta í Kringlunni við tækifæri)
- Fótbolta-bulla meðan á HM stendur, Helgi
No comments:
Post a Comment