Nú eru nútímavísindin náttúrulega langt frá því að geta afmarkað hvert og eitt gen og hvað veldur því að það sé "af" eða "á", en þetta gæti verið raunverulegur möguleiki í framtíðinni. En viljum við þetta? Hefur einhver annar en ég séð myndina Gattaca? Mun þetta ala af sér að börn framtíðarinnar verða öll fullkomin? Hvað þá? Ef allir eru fullkomnir, þá eru allir eins.
Svona gæti erfðamengið mannsins virkað eftir nokkra áratugi, bara hnikar til nokkrum stillingum og ert þá með meiri lungnarýmd eða stærri brjóstkassa eða sterkari kálfa.
Status Update frá HM 2010: Ítalía sökkar. Frakkland sökkar. England sökkar. Djöfulsins aumingjar.
Síða dagsins: Howstuffworks.com - nóg af skemmtilegum og fræðandi greinum um allt milli himins og jarðar
Tilvitnun dagsins: "Do not fear to be eccentric in opinion, for every opinion now accepted was once eccentric." - Bertrand Russell
Bók dagsins: World War Z: An Oral History of the Zombie War - Bók sem segir sögu heimsins eftir að uppvakningar gerðu manneskjur næstum útdauðar. Bókin er skemmtileg og spennandi en er á sama tíma ádeila á þjóðfélagið í dag. Allar sögur eru sagðar í viðtalsformi sem ljáir bókinni ákveðna dýpt og sögurnar verða trúverðugari. Mæli hiklaust með henni, tær snilld.
- Einbúi næstu vikurnar, Helgi
No comments:
Post a Comment