Sunday, June 20, 2010

Sviperfðafræði og ömurlegir gaurar

Sviperfðafræði er eithvað sem að ég var fyrst að heyra um í dag og ég er bæði spenntur og hræddur við það. Flestir kannast við erfðir, DNA og áhrif þeirra á svipbrigði mannsins (hvernig hann lítur út, hve vel líffærin virka og slíkt). Sviperfðir eða epigenetics er það sem segir til um hvort viss gen séu virk eða ekki.

Í grein sem ég las um þetta er gott dæmi tekið sem er auðskilið. Hugsið ykkur flughermi í formi tölvuleiks. Í leiknum eru vissar stillingar sem þú getur ákveðið eftir því hve raunverulegur þú vilt að hermirinn sé (ótæmandi eldsneyti, ótæmandi byssukúlur, vindur, regn o.s.frv.). Hvernig þú stillir þetta segir svo til um hvernig leikurinn spilast. Í þessu dæmi eru genin stillingarnar og leikupplifunin er svipbrigðið. Sviperfðir eru því hvernig þú ákveður stillingar, hvort að þú hafir regnið "af" eða "á". Vísindamenn hafa nú fundið út að mataræði, umhverfi og hugarástand gætu mjög hugsanlega haft áhrif á hvort og hvaða gen verði virk í erfðamengi þínu.

Nú eru nútímavísindin náttúrulega langt frá því að geta afmarkað hvert og eitt gen og hvað veldur því að það sé "af" eða "á", en þetta gæti verið raunverulegur möguleiki í framtíðinni. En viljum við þetta? Hefur einhver annar en ég séð myndina Gattaca? Mun þetta ala af sér að börn framtíðarinnar verða öll fullkomin? Hvað þá? Ef allir eru fullkomnir, þá eru allir eins.

Svona gæti erfðamengið mannsins virkað eftir nokkra áratugi, bara hnikar til nokkrum stillingum og ert þá með meiri lungnarýmd eða stærri brjóstkassa eða sterkari kálfa.

Status Update frá HM 2010: Ítalía sökkar. Frakkland sökkar. England sökkar. Djöfulsins aumingjar.

Síða dagsins: Howstuffworks.com - nóg af skemmtilegum og fræðandi greinum um allt milli himins og jarðar

Tilvitnun dagsins: "Do not fear to be eccentric in opinion, for every opinion now accepted was once eccentric." - Bertrand Russell

Bók dagsins: World War Z: An Oral History of the Zombie War - Bók sem segir sögu heimsins eftir að uppvakningar gerðu manneskjur næstum útdauðar. Bókin er skemmtileg og spennandi en er á sama tíma ádeila á þjóðfélagið í dag. Allar sögur eru sagðar í viðtalsformi sem ljáir bókinni ákveðna dýpt og sögurnar verða trúverðugari. Mæli hiklaust með henni, tær snilld.

- Einbúi næstu vikurnar, Helgi

No comments: