Sunday, June 6, 2010

Önnur næturvakt

Þessi næturvakt hefur verið margfalt betri en sú í gærkvöldi. Ekki meira að gera, en ég hef klárað nokkra hluti.

Ég kláraði að horfa á Unthinkable á flakkaranum. Holy shit hvað þetta er góður sálfræðitryllir. Myndin fjallar í grófum atriðum um hvað menn eru tilbúnir að leggja á sig til að ná sínu fram. Inn í þessa grunnhugmynd fléttast hryðjuverk, pyndingar og ádeila. Samuel L. Jackson leikur sérfræðing í pyndingum, alveg rosalegur í því hlutverki. Þarf ekki einu sinni að minnast á einhverja moðerfokkin snáka til að verða svalur. Michael Sheen (lék Tony Blair í The Queen) fer með hlutverk hryðjuverkamannsins sem hefur falið þrjár kjarnorkusprengjur í þremur bandarískum borgum. Carrie-Anne Moss leikur svo alríkislögreglukonuna sem er á móti pyntingar aðferðum Jacksons. Öflug mynd sem ég hvet alla til að sjá.

Tók líka ákvörðun áðan að demba mér í Spartacus workout í sumar. Þessi áætlun á að trimma mig niður og styrkja kjarnann minn. Hef núna tæpa 3 mánuði til að koma mér í almennilegt keppnisform fyrir 1.deildina. Blogga meira um það hana seinna en læt duga að segja að ég get varla beðið!

Núna rétt áðan var ég svo að enda við að kynna mér liðin á HM 2010 í fótbolta og fylla út leikseðil fyrir starfsmannapott hér á spítalanum. Held að Brasilía taki þetta. Væri líka gaman að fá verðlaunaféð og geta boðið einhverjum upp á kvöldmat (eða félögunum í bjór).

Leikur 2 í úrslitakeppni í NBA var að klárast. Boston Celtics færðu Los Angeles Lakers sitt fyrsta tap á heimavelli í þessari úrslitakeppni. Ray Allen fór í gang eins og aldrei fyrr og skoraði 32 stig í leiknum, þ.a. 27 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr 7 fyrstu þriggja stiga skotum sínum og var í lok leiks með 8/11 frá þriggja....sem er nýtt met í úrslitakeppni. Ray Allen var í UConn í háskóla þegar ég var úti og ég hef því alltaf haft dálæti á honum. This is why. Hann var varla sæmilegur í fyrsta leika liðanna og verður svo eldheitur í þessum. Þó að hann hafi svo róað sig í seinni hálfleik tók Rajon Rondo bara við, skoraði 19 stig (þ.a. 10 í fjórða leikhlutanum), tók 11 fráköst (á móti ekki ómerkari mönnum en Pao Gasol, Lamar Odom og Andrew Bynum) og gaf 10 stoðsendingar. Hann hitti m.a.s. úr þristi (sem er nokkuð merkilegt fyrir hann)! Bíð spenntur eftir leik 3 (sem verður á heimavelli Boston). Spái því að 'Sheed fái hring númer tvö...

Lag dagsins: Don't Stop Believing eftir Journey

Tilvitnun dagsins: "Young man, you have the question backwards." - Bill Russell, þegar blaðamaður spurði hann hvernig hann hefði staðið sig á móti Kareem Abdul-Jabbar (ef þeir hefðu verið í deildinni á sama tíma).

Síða dagsins: Basketbawful Rosalega fyndið og skemmtilegt blogg þar sem höfundurinn ræðst á allt og alla í NBA og hlífir engum.

Tilgangslausa staðreynd dagsins: In the Bible, Jesus turned water into wine. But then Helgi turned that wine into beer.

- Sáttur Celtics stuðningsmaður, Helgi

No comments: