Monday, April 12, 2010

Möguleg endurvakning

Jæja, þar sem ég hef svo lítið að gera á kvöldin hér á Vatninu ætla ég að reyna að endurlífga bloggið mitt. Ég hef ekki bloggað í tæpt ár og það er augljóslega skammarlegt (eða kannski af hinu góða?). Reyni að halda þessu uppi svo fólkið mitt í bænum (fjölskylda og vinir) geti séð hvað ég er að gera af mér. :)

Ég fylgdist með æsispennandi leik Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik karla.
*SPOILER* Snæfell náði ekki að klára dæmið með 5 stiga forystu þegar 2 mínútur voru eftir og hleyptu KR aftur inn í leikinn og fram úr sér. Staðan er því 2-2 og frábær oddaleikur í DHL-Höllinni framundan. Ég kemst því miður ekki á hann sökum annríkis (og bílleysis).

Um næstu helgi eru Laugdælir (liðið mitt) að taka þátt í frekar asnalegri úrslitakeppni. Laugdælir eru ósigraðir í okkar riðli í 2.deild (14-0) og samt þurfum við að taka þátt í riðlaskiptri úrslitakeppni. 5 leikir á 3 dögum. Ruglið í þessu KKÍ. Fyrsti leikur okkar er á móti Kópavogsliðinu HK og verður kl.18:30 í Íþróttahúsinu á Laugarvatni (það má panta miða á leikinn í síma 486-1251). Hvet alla til að mæta. Daginn eftir keppum við svo við Félag Litháa og Leikni í Vallaskóla á Selfossi (veit ekkert hvernig íþróttahúsnæði það er). Ef við verðum í efstu tveim sætunum í riðlinum okkar þá komumst við í undanúrslitin á sunnudaginn í Vallaskóla. Í beinu framhaldi af undanúrslitunum er úrslitaleikurinn! Mér þykir þetta frekar sérstakt skipulag. Við fáum ekki að hvíla okkur fyrir úrslitaleikinn! Fáranlegt....

Í næstu viku er svo Íþróttadagur ÍKHÍ þar sem nemendur keppa á móti kennurum (og við ætlum að rústa þeim). Um kvöldið er svo árshátíð íþróttafræðinema og þá ætlar maður að fá sér nokkra. Ég má það, er búinn að vera í hvíld frá páskunum til að vera beittur fyrir úrslitahelgina.

Um páskana var ég annars á Ísafirði í áttræðisafmæli Gunnars afa og að sjálfsögðu fyrir Aldrei fór ég suður. Frábærir tónleikar. Ég hafði sérstaklega gaman af Bróðir Svartúlfs, Bloodgroup og Dikta (náði m.a.s. mynd af mér og Hauki Heiðari, söngvaranum). Hitti gamla félaga og nokkra nýja og hafði mjög gaman af.

Nú veit ég ekki hvað ég get sagt meira, læt þetta duga í bili.

Lag dagsins: Just Getting Started eftir Dikta (spes myndband)

Tilvitnun dagsins: "I put things down on sheets of paper and stuff them in my pockets. When I have enough, I have a book." - John Lennon

Síða dagsins: TextsFromLastNight.com (Remember that text you shouldn't have sent last night? WE DO)

-Stuðningsmaður Snæfells (allavega í bili), Helgi

4 comments:

Unknown said...

Já okei, vissi ekki að það þyrfti að panta miða, hvað er þá verðið á miðanum?

Bjarni B said...

Kokkblokkaðirðu þennan?

Gleymdirðu samt ekki að þýða þetta yfir á ensku? Algjör vanvirðing við alþjóðlega aðdáendur þína.

helgihelgi said...

Bjarni: alþjóðlegu grúppíurnar mínar mega eiga sig

Siggi: 5000 kall hver miði, þetta er engin góðgerðarstarfsemi! Sykur og Blaz Roca verða með pregame-show og flytja margrómaða lagið þeirra "Viltu dick". Í hálfleik munu XXX Rottweiler hundar halda uppi stuðinu og í lok leiks gefst heppnum miðahafa kostur á að vinna matarboð heim til Sigga Haff.

Shaff said...

Ágætis skemmtun á 2. deildar leik það