Thursday, June 28, 2012

Clayton & Cliffton

21. júní


Ég ætlaði að vakna á skikkanlegum tíma, en það mistókst nokkuð herfilega. Ég vaknaði upp úr 8 og hafði rétt svo tíma til að sturta mig og drífa mig í morgunmat áður en námskeið í SCIP-R byrjaði kl.9 á háskólalóðinni.


SCIP-R (Strategies for Crisis Intervention and Prevention - Revised) fjallar um hvernig maður eigi að hvetja fólk með sérþarfir til að stjórna eigin lífi og komast hjá því að nota líkamlegt ofbeldi eða slæma hegðun til að fá sínu fram. Kennararnir voru frábærir; þeir hétu Clayton og Cliffton, voru báðir jamaískir og ca. 50 ára og svalir á sinn einstaka hátt. Clayton var með dredda sem hann hafði í pokahúfu (ekki rastafarí-húfu, note bene) og hafði stundað nám í taugalíffræði á meðan að Cliffton hafði lært kennslufræði og félagsfræði, m.a. í Oxford.


Allt námskeiðið fór fram í loftkældu herbergi, sem betur fer. Það var ótrúlega heitt úti og í hádeginu fengum við okkur ís eftir matinn. Becky (sem er að klára iðjuþjálfun í Bretlandi) sagði að það að borða ís væri kapp við tímann í slíkum hita. Ísinn var hálfbráðnaður áður en þú tókst hann úr umbúðunum...


Við fengum sögutíma eftir hádegi um það hvernig sérkennsla og þjálfun fólks með sérþarfir hefði þróast gegnum árin og hvað mætti og mætti ekki. Clayton og Cliffton hvöttu okkur til að skrá allt hjá okkur til að forðast vandræði með krökkunum. Þó að Nonni dytti og ekkert sæist á honum gæti marblettur komið fram seinna um kvöldið eða nokkrum dögum seinna og þá þyrftum við að geta útskýrt fyrir foreldrunum hvað hefði gerst. Ef ekki, þá gætum við átt von á að vera lögsótt (maður bara veit aldrei).


Um 4 leytið, þegar tíminn kláraðist höfðum við okkur til og tókum rútu til White Plains til að versla aðeins. Walmart var fyrsti viðkomustaðurinn og ég keypti mér m.a. $10 ferðahátalara sem eru algert drasl (heyrist næstum ekkert í þeim). Hópurinn fékk sér kaffi og kleinuhring á Dunkin' Donuts eftir það (mjög gott). Andy hitti okkur og nokkrar stelpurnar fóru út að borða með honum á meðan við hin kíktum í nokkrar búðir í viðbót (Barnes & Noble, Target o.s.frv.). Við höfðum ætlað að ná seinastu rútunni heim kl.19 en Andy hafði gefið okkur vitlausan tíma þannig að við misstum af honum og enduðum á að troða okkur í leigubíl.


Maturinn í matsölunni er alls ekki slæmur en allir voru komnir með leið á honum (mjög einhlítt fæði) svo við pöntuðum kínverskan mat í heimsendingu og horfðum á Saved! saman í tölvustofunni (þar var stórt sjónvarp sem ég tengdi sjónvarpsflakkarann minn við ásamt góðum stólum og risa fundarborði).


Ég er dálítið á eftir í dögunum (heil vika í skuld) en er að reyna að vinna upp slakan. Verið þolinmóð...


-----


June 21st


I was going to wake up at an appropriate time today, but failed miserably. I woke up around 8 o'clock and just had enough time to shower and hurry to get some breakfast before our SCIP-R course started at 9 in Founder's Hall.


SCIP-R (Strategies for Crisis Intervention and Prevention - Revised) teaches you how to motivate people with special needs to take control of their own lives and to stop using physical violence or bad behaviour to get their way. The teachers were amazing; their names were Clayton and Cliffton, they were both Jamaican and about fifty and cool in their own unique way. Clayton had dread locks that he stowed in a sort of pouch-hat (not a rastafari-beanie, note bene) and had studied neurobiology while Cliffton had studied teaching and sociology in Oxford, among other places.


The whole course was held in an air conditioned room, which was very fortunate. It was incredibly hot outside and at lunch some of us had ice cream after the main course. Becky (who's graduating from occupational therapy in the UK) said that "eating ice cream in this heat is a race against time", which was true. The ice cream was half-melted before you even got it out of the wrapper...


We had a history lesson after lunch about how teaching and therapeutic techniques for people with special needs had changed over the years and what we could and couldn't do. Clayton and Cliffton urged us to document everything to prevent getting into trouble. Even though Johnny had a fall and looked perfectly okay, there could be a mark somewhere on him later that day or a couple of days later and we would have to be able to explain to the parents what had happened. If not, then we might get sued...


Around 4 p.m., when the first day of the course was over we got ourselves cleaned up and went by bus to White Pains to do some shopping. Walmart was our first destination and I bought, among other things, a $10  pair of travel speakers that are complete junk (you can barely hear them). The group got a coffee and a donut at Dunkin' Donuts after that (very good). Andy met up with us and a few of the girls went out to eat with him while the rest of us went to a couple more stores (Barnes & Noble, Target, etc.). We had planned to take the last bus back at 7 p.m. but Andy had given us the wrong time so we missed it and ended up having to squeeze into a taxi.


The food in the cafeteria isn't bad at all but everyone had gotten tired of it (the monotony) so we ordered Chinese food, had it delivered and watched Saved! together in the communcations lab (there was a big TV that I plugged my MovieCube into including good chairs and a huge boardroom table).


I'm a little behind in days (I owe a whole week) but I'm trying to get back on track. Be patient...


Cliffton & Clayton


Beðið eftir strætó... / Waiting for the bus...

Lisa & Anna


Skrítin bygging í White Plains / A weird building in White Plains

Tuesday, June 26, 2012

Er þér heitt? / Are you hot?

20. júní

Í dag fékk ég að kynnast hitanum í New York. Það eru til tvenns konar hitabrigði, þurr hiti og rakur hiti. Í Arizona er þurr hiti (eftir því sem mér skilst) sem lýsir sér þannig að það er heitt en á sama tíma mjög þurrt þannig að svitinn gufar upp og er nánast sogaður upp úr húðinni. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Þetta var EKKI þannig hiti. Það var rakt og ca. 35° C úti. Þú gast ekki annað en svitnað og svitinn gufaði ekki upp vegna þess hve rakt það var. Allt er klístrað. Ég vaknaði í hitamók og var enn að svitna þegar ég steig út úr sturtunni.

Nemendur og foreldrar þeirra áttu að koma um kvöldið í opið hús svo morguninn fór í að klára að skreyta, prufukeyra talstöðvarnar og fara yfir skýrslur. Hverjum nemanda fylgir skýrsla þar sem fram kemur allt frá mataræði og matarvenjum til hluti sem hræði þau og hvernig megi hvetja þau til að taka þátt í leikjum. Hæð, þyngd, blóðþrýstingur og fleira leynist líka í hverri skýrslu. Við áttum að fara yfir allar skýrslurnar og taka glósur um hvert og eitt þeirra. Þetta tók mest allan daginn með pásu fyrir hádegismat og fundi með öryggisgæslu háskólalóðarinnar. Einn af yfirmönnunum þar, Rich, hitti okkur og útskýrði nokkur öryggisatriði varðandi háskólann og vistina. Hann er rosalega fínn gaur og var víst fangelsisvörður áður en hann vann hérna.

Rétt áður en foreldrarnir og nemendurnir komu kláruðum við að henda uppblásnum húsgögnum inn á svíturnar og ganga frá öllu. Opna húsið byrjaði á kynningu í kastalanum (sem hafði loftkælingu alls staðar nema í fundarsalnum þar sem við vorum), rölt um háskólalóðina, stuttri heimsókn í kennslustofurnar þar sem krakkarnir læra lífsleikni og skoðunarferð um vistina og svíturnar. Allt gekk rosalega vel en ég var orðinn rosalega sveittur í lokin (guði sé lof fyrir nærboli).

Eftir opna húsið fórum við niður í betri stofu Dammann Hall og flestir fengu nudd frá einhverjum öðrum (mjög afslappandi). Ég var útkeyrður eftir daginn og fór nokkuð snemma að sofa.

-----

June 20th

Today I got to experienced the heat in New York. There are two types of heat, a dry heat and a humid heat. In Arizona it's a dry heat (from what I'm told) which is where it's hot but the same time it's very dry so your sweat evaporates and is practically sucked out of your skin. That may be an exaggeration, but that's what I hear.

This was NOT that kind of heat. It was humid and approximately 95° F outside. You couldn't help but sweat and it didn't evaporate because of the humidity. Everything is sticky. I woke up sweating and was still sweating when I got out of the shower.

The students and their parents were coming at 6 p.m. to our Open House so we finished decorating, test-drove the walkie-talkies and went over the files. Every student is accompanied by a file where everything from their diet and eating habits to fears and ways to get them to participate in activities is written down. Height, weight, blood pressure and other information is also in each file. We had to read every file and make notes on each and every one of them. This took most of the day with breaks for lunch and a meeting with Campus Security. One of the higher ups, Rich, met us and explained some safety issues concerning the campus and the dormitories. He's a nice guy and was apparently a corrections officer before he started working here.

Before the parents and students came we finished putting some inflatable furniture in the suites and did some last minute tidying up. The Open House began with an introduction in the castle (which had air conditioning in every room except the one we were in), a walk around campus, a quick look at the class rooms where the kids will be having social classes and ended with a tour of the dormitory and suites. Everything went really well but I was very hot and sweaty by the end (thank gosh for undershirts).

After the Open House we went down to the Dammann Hall common room and almost everybody got a massage from someone else (very relaxing). I was beat after the day and went fairly early to sleep.




Saturday, June 23, 2012

A letter to LeBron

Dear LeBron,


Last year I found myself almost euphoric after Game 6 of the Finals. It wasn't just because one of my favorite players, Dirk Nowitzki, had gotten a ring, but because he had deprived you of one. While I realized how petty that was, it didn't change the way I felt.


Over the past few years I have watched you with a mixture of awe, disdain and respect. While I respected your decision to "take your talents to South Beach", I didn't like the execution ("The Decision"? Really?). It takes a couple minutes to say where you're going and why, not an hour. Counting your chickens before they hatched (the championship party before one game was played) was also a faux pas. I don't care if it was Pat Riley's idea or not, you shouldn't have gone along with it.


I've watched most of the Playoffs this year (when I could) and will not deny that you have impressed me. You seem to have finally gotten over your issues with disappearing during BIG games and have finally become the player that everyone knew/expected/wished you'd be.


Journalists have been falling over themselves to write about your redemption and I've read most of their articles (the ones that were good, anyway). In light of all this (the articles, your performance, etc.) I have decided to extend this olive branch:


LeBron, I forgive you and I'm sorry I gave you a hard time these last couple of years. Good job, buddy. Good luck next year.


Sincerely,
Helgi
Look how happy you are, LeBron :)

"I knew you had it in you" is what I'm sure D.Wade is saying to you in this picture.


P.S.: Forgiven, not forgotten........don't get cocky...

Ástarbjallan / The Love Bug

19. júní


Ég held að ég sé búinn að koma skikk á flugþreytuna; vaknaði kl.6 í morgun og vaknaði svo í raun og veru korter yfir 7. Ég er kominn af stað í ræktinni, mætti í dag, fór á skíðagöngudótið í 20 mínútur, vann aðeins með fætur, kvið og bak og fór svo aftur á heimavistina í sturtu.

Ég kíkti í matsöluna snemma til að vafra aðeins á netinu, bæta inn myndum og eitthvað og restin af hópnum leit við um 9 leytið. Katie (ein af bresku stelpunum) sagði okkur að hún hefði tekið áfanga í Harry Potter út frá heimspekilegu ívafi bókanna. Ég vildi geta tekið svona áfanga.

Andy (sem er yfirleiðbeinandi án þess að vera yfirmaður, held ég) skutlaði okkur til höfuðstöðva Westchester til að halda áfram með námskeiðin. Við ræddum öryggi nemendanna okkar og hvernig við gætum tryggt það bæði í byggingunum og þegar við færum eitthvað. Ég fékk hugmynd að húðflúri sem er íslenski fáninn og bandaríski fáninn settir saman (einn þríhyrndur hluti af öðrum fánanum og hinn þríhyrndi hlutinn af hinum).

Í hádeginu fengum við samlokur og ég þurfti að sætta mig við Miðjarðarhafsvefju (ekkert spes). Michelle (aðstoðar-aðstoðar-yfirmaðurinn) kom við með labbrabbtæki og við skemmtum okkur með þau þar til að næsti kennarinn kom við. Jody fór yfir misnotkun og hvað við máttum og máttum ekki gera með nemendunum. Í kynferðislega partinum vorum við örugglega með smá galsa eða eitthvað því að við fórum að segja svoooo marga óviðeigandi brandara og höfðum varla stjórn á okkur.

Áður en við fórum fengum við öll fjólubláa boli fyrir annað kvöld (opið hús fyrir foreldra og nemendurna) og föndurdót til að gera herbergin heimilislegri og skemmtilegri. Hópurinn hafði komið á tveimur bílum, hópferðarbíl W. Arc og fólksbílnum hennar Maggie. Ég, hún, Annesha og Lisa fórum af stað og týndumst nokkuð almennilega (leiðsöguforritið í símanum hennar Anneshu var í ruglinu). Meðal þess sem við lentum í var Volkswagen bjalla með frábæru bílnúmeri (V-LUVBUG) og ókurteisum manni sem hafði enga þolinmæði með ökulagi Maggie. Við vorum klukkutíma á leiðinni á meðan að allir hinir voru ca. korter...

Allur hópurinn var að bíða eftir okkur á háskólatúninu og höfðu kynnst Craig þegar við komum loksins til baka. Craig verður með okkur yfir sumarið og hann er jákvæðasti og orkumesti einstaklingur sem ég hef nokkru sinni kynnst (ég varð dálítið úrvinda eftir að hafa hangið með honum í korter). Ashley var svo hress eftir að hafa kynnst Craig að hann tók Maggie í hnébeygju og reyndi svo að taka mig í hnébeygju (náði ekki alveg að klára hana).

Daginn áður þegar við fórum í Walmart þá keyptum við strákarnir amerískan fótbolta. Eftir kvöldmat fórum við út á tún og köstuðum á milli í 2-3 korter. Lisa, Katie, Anna, Bex og Maggie köstuðum tuðrunni líka nokkrum sinnum og Lisa og Katie voru komnar upp á lagið með þetta eftir smá tíma.

Ég ákvað að reyna að gera betri stofuna í svítunni minni aðeins heimilislegri með því að stela nokkrum stólum, búa til hálfgerðan sófa úr rúmi og með því að skipta á ljósaperunni. Þegar ég kláraði þetta kíkti ég niður í samkomuherbergið í Dammann Hall þar sem allir voru byrjaðir að föndra til að gera heimavistina flotta fyrir nemendurna og foreldrana þegar að þau kæmu að skoða.

Kvöldinu lauk með því að ég kíkti út á bensínstöð með Maggie og Anneshu til að kaupa smá snakk (ég man ekki hvenær ég kom seinast inn á bensínstöð í USA.

Skemmtilegur dagur. Boo-ya.


-----


June 19th


I think I'm on my way to getting over my jetlag; I woke up at 6 a.m. this morning and then woke up again at 7:15. I finally hauled my ass to the gym, did some cardio for 20 minutes, worked on my legs and core and then went back to the dorm to shower.


To get some work done and browse some sites online, I showed up before everyone else to the cafeteria. I went through some of my photos, answered some emails and at about 9 the rest of the gang came by for breakfast. Katie (one of the girls from London) told us about a course she took where they examined the Harry Potter books from a philosophical standpoint. I want to take this course. Very badly.




Andy (who is a head councellor without being a boss, I think) drove us up to Westchester Arc HQ to continue our orientation. We discussed the safety of our student and how we could ensure it on campus and if/when we went somewhere off campus. I had an idea for a tattoo which is the Icelandic flag and the US flag juxtaposed (the upper left part of the US flag together with the lower right part of Icelandic one).


At lunch we got pre-made sandwiches and I had to get a Mediterranean wrap because there was nothing else left (I don't recommend it). Michelle (the assistant-assistant-director?) dropped by with some walkie talkies and we fooled around with them until our next teacher, Jody, came by. She discussed abuse with us and what we could and could not do with the students. When we got to the sexual abuse chapter everyone must have been tired and a little giddy because we started telling jokes that were soooo inappropriate and we could hardly keep ourselves from laughing.


Before we left HQ we all got purple T-shirts for tomorrow night (an Open House for the parents and students) and arts and crafts supplies to spruce up the suites. The group had come in two cars, the W. Arc van and Maggie Volvo. Maggie, Annesha, Lisa and I drove off and got thoroughly lost (Annesha map-app was on the fritz). Among the things we encountered on our fun-filled trip was a Volkswagen Beatle with a kickass decal (V-LUVBUG) and a very impolite man who had no consideration for Maggie's driving prowess. We were an hour getting home while the others were about 15 minutes...


The gang was waiting for us on the Quad and had met Craig when we finally got there. Craig will be with us to some extent this summer and he is possibly the most positive and energetic guy I have ever met (I was a little drained after spending 15 minutes with him). Ashley was so fired up after Craig that picked up Maggie and squatted with her on his back and then tried to do the same with me (didn't quite finish it).


Yesterday when we went to Walmart the guys had bought an american football. After dinner we went out to the field and threw the football around for 30-45 minutes. Lisa, Katie, Anna, Bex and Maggie tried throwing the pigskin around a couple of times and Lisa and Katie really got the hang of it after a while.


I decided to try and make the shared space in my suite at little more homey by stealing some chairs, fashioning a makeshift sofa out of an extra bed and changing the light bulb. When I finished I went down to the Dammann Hall common room where everybody had started making signs and decorations for when the students and their parents would come to the Open House.
The night ended with going to a gas station with Maggie and Annesha to buy some snacks. I can't remember the last time I went into a gas station in the US, so it was very exciting.


A fun day. Boo-ya.






Thursday, June 21, 2012

Námskeið og nauðsynjavörur / Orientation and essentials

18. júní


Ég byrjaði mánudaginn minn á að vakna kl.6 (enn að koma mér inn í tímarammann hérna) og tók eftir kanínu á lóðinni rétt fyrir utan gluggann minn (engar áhyggjur, ég tók myndir). Eftir það vakti ég óvart herbergisfélaga minn, Andy, þegar ég var að ganga á hin herbergin til að gá með gluggana. Hann hafði komið inn seint á sunnudagskvöld eftir að ég sofnaði og kom sér fyrir í öðru herbergi (ég hélt að við yrðum tveir í sama rými). Honum var ekki skemmt, hann stökk næstum því á fætur því hann hélt að hann hefði sofið yfir sig.


Við fórum í morgunmat, kynntumst Maggie, Annesha og Andy og lögðum af stað í höfuðstöðvar Westchester Arc eftir það. Fyrsta sem við gerðum var að kynnast Dave Gasparri, yfirmanni prógramsins. Dave er rosalega fínn gaur sem er hokinn af reynslu og átti margar skemmtilegar sögur af prógraminu í gegnum árin. Samkvæmt reglugerðum W. Arc þá voru fingraförin okkar tekin og hvert okkar tók ca. 10-15 mínútur í það ásamt því að fara yfir allar upplýsingarnar okkar (hárlitur, augnlitur o.s.frv.). Við fórum svo yfir reglur og skipulag sumarbúðanna og fengum svo pizzu í hádegismat (hver sneið var massív). Að því loknu kíktum við út í sólina í smá stund og tókum nokkrar tækifærismyndir.


Allt starfsliðið kynnti sig fyrir okkur eftir hádegi og fékk að reyna að segja nafnið mitt. Fleiri og fleiri virðast ætla að kalla mig "Hoagie" (kjötmikil og stór samloka hér í landi). Þau sögðu okkur frá búðunum undanfarin ár og hverju við ættum að búast við.


Að vinnudeginum loknum sýndi Andy okkur Connecticut Liquor (ég hafði mjög gaman af nafninu) og keyrði okkur svo til White Plains (10 mínútur frá háskólanum) í Target til að kaupa nokkra hluti sem okkur vantaði. Ég keypti mér straumbreyti, sundbuxur, tevur (held að það sé það sem Íslendingar kalli flip-flops), náttbuxur og snyrtivörur (snillingurinn ég gleymdi að koma með sjampó).


Kvöldið var rólegt á alla kanta, ég slappaði af með Maggie og Annesha í herberginu mínu í smá stund og svo hékk allt liðið saman í samkomuherbergi vistarinnar við hliðina á okkar vist (okkar heitir Tenney Hall, hin heitir Dammann Hall). Við sögðum óviðeigandi brandara, ræddum fyrsta daginn og efldum hópinn enn frekar.


Framhald í næsta tölublaði...


----- 


June 18th


I started my first day of by waking up at 6 a.m. (still adjusting to the time difference) and seeing a rabbit on the lawn just outside my room (don't worry, I took pictures). After that I accidentally woke up my roommate, Andy, when I was checking the windows in the other rooms of the suite. He had got in late on Sunday night after I went to sleep and had gotten himself settled in the other big room (I had thought we would be sharing just the one room). He was surprised, to say the least, and almost jumped out of bed because he thought he had slept in.


Everybody went to breakfast, met Maggie, Annesha and Andy and afterwards headed up to Westchester Arc HQ. Our first order of business was meeting Dave Gasparri, the director of our program. Dave is a really nice guy who has been working with special needs individuals for over a quarter of a century, so obviously he has a lot of experience. He had a ton of stories about the Summer Enrichment Program and had a lot of helpful advice. According to W. Arc policy we had to be fingerprinted and each of us took 10-15 minutes doing that along with going over all of our information (haircolour, eye colour, etc.). We went over the rules of the camp and some of the schedule before getting pizza for lunch (every slice was huge). After that we went outside for some fresh air and sun and took some photos.


The staff was introduced after lunch and everyone had a crack at my name (Helgi [HELL-gie]). More and more people seem to call me "Hoagie" (a big, meaty sandwich). They explained the program the last couple of years and what we should be expecting.


At the end of the workday Andy showed us Connecticut Liquor (I thoroughly enjoyed the name) and then drove us up to White Plains (10 min. from the college) so we could go to Target to buy some stuff we needed. I got a plug adapter, swimming trunks, flip-flops, pajama bottoms and some hygiene products (I forgot my shampoo at home in Iceland).


The night was nothing but relaxation, I had hung out with Maggie and Annesha in my room for a while and then everybody hung out in the Dammann Hall common room (lots of chairs and sofas and a big TV). We told each other inappropiate jokes, discussed our first day and and got to know each other even better.


To be continued...







Monday, June 18, 2012

Hæ, hó og jibbíjei! / Hi, ho and yippy yay!

17. júní


Í dag vaknaði ég kl.6:30 (ennþá á íslenskum tíma), fór í sturtu og kíkti niður í morgunmat. Í gærkvöldi fengum við öll morgunverðarmiða þannig að við fengum ókeypis morgunmat á hótelinu. Morgunmaturinn var frábær, egg, beikon, beyglur, ávextir og merkilega gott kaffi. Á morgunverðarmiðanum stóð "Gratuity not included" (þjórfé ekki innifalið) svo við íslensku strákarnir ræddum aðeins um þjórfé og ákváðum svo að skilja nokkra dollara eftir handa þjónunum (þeir voru fínir, fljótir að taka diska og slíkt).


Ég keypti mér bandarískt SIM-kort (1-323-545-4044) og mun nota það í sumar (kostar minna en íslenska). Á leiðinni úr morgunverðarsalnum heyrði ég einhvern slátra nafninu mínu og hver var þar nema einn af ensku strákunum sem verða með mér í sumar, Ashley (karlmannsnafn jafnt sem kvenmannsnafn í Bretlandi).


Hann hafði setið á næsta borði við mig í morgunverðarsalnum fyrr um morguninn en ég hafði ekki þekkt hann með snoðaðan haus. Við fórum aftur að borðinu hans þar sem allt fólkið í sumarbúðunum mínum var. Ég fékk að læra öll nöfnin og við fórum að ræða hvernig ferðin hafði verið og hvernig við héldum að búðirnar yrðu.


Farið okkar átti að sækja okkur kl.10:00 en þau voru eilítið sein á ferð svo mér gafst tækifæri til að kveðja Íslendingana og skiptast á upplýsingum við nokkra af krökkunum frá því kvöldið áður. Annabel og Michelle sóttu okkur um kl.10:30 og við lögðum af stað. Allur farangurinn fór í bílinn hjá Michelle og við tróðum okkur öll í smárútuna hennar Annabel.


Fyrir einhverja skemmtilega tilviljun tók Annabel vitlausa beygju þannig að við enduðum á að keyra yfir George Washington brúnna á leiðinni á áfangastaðinn (mjög flott brú). Meðal þess sem rætt var í bílnum var hugmyndir að hlutum til að gera í sumar og það að Annabel styddi New York Yankees á meðan að Michelle var harður New York Mets aðdáandi (við áttum víst að standa með öðru hvoru liðinu). Þau höfðu aldrei heyrt minnst á Tarzan-leik en leist vel á að setja það kannski inn í prógramið.


Við komum á Manhattanville háskólalóðina innan tíðar og fengum okkur að borða þar með Annabel og Michelle á meðan að við fylltum út ennþá fleiri pappíra fyrir Westchester umboðið svo að allt væri á hreinu. Við fengum herbergislyklana okkar og fórum svo að skoða líkamsræktarstöðina (sem var ótrúlega flott og vel úti látin af tækjum og tólum) áður en við fórum upp á heimavistina.


Herbergin eru nokkuð fín og mér líður nokkuð vel í herberginu mínu (myndir koma seinna). Eftir að við höfðum komið okkur aðeins fyrir og tekið aðeins upp úr töskunum skoðuðum við háskólalóðina undir handleiðslu Maggie (ein af tveimur bandarískum stelpum sem verða líka með okkur). Það er kastali á lóðinni, flott bókasafn, risastórt tún (quad), íþróttasalur, líkamsræktarstöð, sundlaug, matsalur, pósthús og félagsmiðstöð (svo ekki sé minnst á öll heimavistarhúsin).


Eftir skoðunarferðina fórum við í kvöldmat (fékk mér geðveika kjúklingavefju) og kíktum svo í körfubolta í íþróttasalnum. Við spiluðum ekki, við bara skutum á körfuna og spjölluðum saman. Ég og nokkrir aðrir fórum svo í stutt sólbað út á túninu og drifum okkur svo upp á heimavistina (sem heitir Tenney Hall) í sturtu. Leikur 3 í úrslitakeppni NBA var um kvöldið svo ég og nokkrar stelpur fórum í bæinn á bar til að horfa á hann og fá okkur einn kaldan. Lisa (ein af stelpunum) hélt að liðin sem væru að spila hétu OKC Thunder og Miami Bulls...


Að leiknum loknum kunnu þær aðeins meira um körfubolta og við komum okkur aftur á heimavistina.


Annar góður dagur! Meira seinna...


-----




June 17th (Iceland's Independence Day)


Today I woke up at 6:30 a.m., showered and went down for the hotel's breakfast buffet. Last night we got a breakfast voucher so we could enjoy a good breakfast free of charge before we left the hotel. The food was great, eggs, bacon, bagels, fruit and surprisingly decent coffe. At the bottom of the breakfast voucher was a notice that "Gratuity [was] not included" so the Icelandic guys and I discussed tipping at length before we decided to tip the waiters a couple of bucks (they did an okay job, cleared the table of plates relatively quickly)


I bought an American SIM-card (1-323-545-4044) and will be using that number this summer (it apparently costs much less than my Icelandic one). On my way out of the lobby I heard someone butcher my name and turned around to see one of the guys who'll be working with me this summer, Ashley (a unisex name in England).


He had actually been sitting at the table beside mine in the breakfast hall that morning and I hadn't recognized him with a shaved head! We went back to his table where the rest of the group in my camp was. I was introduced to everybody and we chatted about how our trips had been and what we were expecting in the summer program here.


Our ride was supposed to pick us up at 10:00 a.m. but they were a little late so I had a chance to say goodbye to the other Icelanders and exchange info with some of the people from the night before. Annabel and Michelle came at 10:30 and we drove to our home for the next couple of months. Michelle put our luggage in her van and we rode in Annabel's van.


As chance would have it Annabel took a wrong turn somewhere so we got to drive across the George Washington Bridge (which was huge and impressive) on our way to our destination. Among the things we discussed in the van was ideas for activities this summer and the fact that Annabel supports the New York Yankees while Michelle is a die-hard Mets fan (and we were expected to pick sides). None of them had ever heard of the Tarzan game (obstacle tag) but we might add that to the activity list this summer.


We arrived at the Manhattanville College campus within the hour and had lunch with Annabel and Michelle while we filled out some more forms for the Westchester agency so everything was definitely on the up and up. They gave us our room keys and took us to check out the fitness center (which is very well equipped and  looks awesome) before we went to the dormitories.


Our rooms are pretty nice and I feel really good in my room (pics later). We got ourselves settled, unpacked a little and then took a tour of the campus with our tour guide, Maggie (one of the two American girls who'll be working with us as counsellors). On campus there's a castle, a nice library, a big quad,  a gym, a fitness center, a pool, a big cafeteria, a posthouse and a student center (not to mention all the dorm halls)


After the tour we went to dinner (I had a kickass chicken tender wrap) and went to the gym to play some basketball. We didn't play, we just shot around and chatted. A couple of the counsellors and me went sunbathing on the quad afterwards and then back to the dormitory (which is called Tenney Hall) to take a quick shower. Game 3 of the NBA Finals was on tonight so a couple of the girls and I went to town to a bar to watch the game and have a cold one. Lisa (one of the girls) thought that the teams competing were the Oklama City Thunder and the Miami Bulls...


When the game was over they knew a little bit more about basketball and we went back to the dorm.


Another good day! More to come...







P.S: The blog title (Hi, ho and yippy yay) is a reference to a song that Icelanders sing on Independence Day (June 17th).

Sunday, June 17, 2012

Helgi skoðar heiminn / Helgi explores the World


16. júní:

Nú er ég farinn út til Bandaríkjanna í sumar og kem ekki aftur fyrr en 9. september. Dagurinn byrjaði þannig að ég vaknaði kl.6 og fór svo aftur að sofa þar til 6:40. Þá vöktu foreldrarnir mig og sögðust vera á leiðinni að sækja mig. Ég stekk í sturtu á milljón og náði rétt tæplega að hafa mig til þegar þau mættu. Ég gleymdi hálsmeni og fjarstýringu að sjónvarpsflakkara, en annars varð allt með.

Á flugvellinum rakst ég á Birgi (sem ég hitti fyrir nokkrum vikum síðan í hópefli hjá CampAmerica), Ragga og Hörn (tvo Verzlinga sem eru ári á eftir Hjalta bró). Ég gat ekki séð fyrir mér að bandarísku krakkarnir gætu borið fram nafnið hennar svo mér datt í hug að hún gæti kallað sig Hönní (“honey”). Hún tók ekki vel í það (vægast sagt). Rakel Ýr (sem er með Hjalta bró í bekk) átti að fara með sama flugi og við, en því var skyndilega breytt þannig að hún átti ekki að fljúga fyrr en kl.17 seinna um daginn.

Fljúgið var allt í lagi, fékk að skipta um sæti vegna þess að upphaflega sætið mitt gerði ekki ráð fyrir að fólk væri hærra en 185 cm. Ég gat ekki keypt mat í vélinni (tóku ekki við debetkortum) og gátu ekki skipt $50 seðli þannig að ég endaði á að skrapa saman klinki fyrir epli (sem var merkilega gott). Í Icelandair bæklingnum rakst ég á grein sem var að útskýra söguna “Helgi skoðar heiminn” á ensku og ég gat ekki annað en brosað.

Við lentum kl.12:10 (bandarískum tíma) og svo biðum við í röð fyrir TSA í 90 mínútur. Mér datt í hug að reikna út hraðann okkar og við fórum 0,2 km/klst. á meðan við biðum eftir að vera hleypt inn í landið. Farangrinum okkar var ekki stolið meðan við biðum allan þennan tíma, svo: Jei! Nú biðum við í aðrar 90 mínútur eftir að komast af stað frá flugvellinum vegna þess að farið okkar fann okkur ekki alveg strax. Þar að auki vorum við of mörg þannig að hann þurfti að panta auka bíl.

Þó að bílferðin hafi tekið aðrar 90 mínútur þá keyrðum við í gegnum miðbæ Manhattan og sáum helling af skemmtilegu mannlífi. [myndir]

Flugtími: 330 mínútur
Biðtími í röðinni á TSA: 90 mínútur
Biðtími á flugstöð: 90 mínútur
Ferðatími á hótelið: 90 mínútur
Samtals: 8,5 klukkustund (510 min.) frá Leifstöð á Ramada Inn í Newark, NJ

Á hótelinu fengum við stutta kynningu og héngum svo með öllum hinum CampAmerica krökkunum. Það var fólk þarna frá Englandi, Írlandi, Skotlandi, Þýskalandi, Tékklandi, Póllandi og m.a.s. Nýja Sjálandi. Mikið af skemmtilegu fólki sem var mjög gaman að spjalla við og hanga með.

Ég var uppgefinn kl.21 og fór að sofa á rúmi sem minnti mig á steinabeð.

Meira síðar...

-----

June 16th
Well, I'm off to the USA this summer and I won't come back until September 9th. Today kicked off with me waking up at 6 o'clock a.m. and then again at 6:40 a.m. when my parents woke me up by calling me and saying they were coming to pick me up for the airport. I jumped in the shower and got ready in record time. I did forget my necklace and the remote to my movie cube, but otherwise nothing was forgotten.

At the airport I bumped into Birgir (who I met a couple of weeks ago at a Camp America get-together), Raggi and Hörn (two kids from my younger brother's school). I didn't think the American kids would know how to pronounce Hörn's name so I thought we could nickname her could be Honey (she didn't like it at all).
Rakel Ýr (who's in my younger brother's class) was supposed to fly with us, but her flight ticket was changed at the last minute, so she had to go back home and wait until 5 p.m. later that day.

The flight was ok, I got to change my seat because they obviously thought that no one taller than 6 feet flew with them. I couldn't buy food on the plane (they didn't take debet-cards and couldn't break a $50) so I ended up scrounging together some change to buy an apple (which was really juicy and tasty). The Icelandair  magazine had an article that explained the Icelandic children's book "Helgi explores the World" and I couldn't help but smile.

We landed at 12:10 p.m. (EST) and had to wait in line at the TSA (Transportation Security Administration, apparently) for 90 minutes. I calculated how far we walked and our land speed was approximately 0.1 mph while we waited to gain entrance to the country. Our luggage was not stolen while we waited in line, so: Yay! We then had to wait another 90 minutes to get out of JFK because our ride couldn't find us and then had to order an extra shuttle because we were too many for his van.

Although the drive was another 90 minutes we drove through downtown Manhattan and saw lots of cool stuff. 

Flight Time: 330 minutes
Waiting in line: 90 minutes
Waiting to leave JFK: 90 minutes
The drive to the hotel: 90 minutes
Total: 10 hours (600 min.) from Keflavik Airport to The Ramada Inn in Newark NJ

At the hotel we got a little orientation and then just hung with the other Camp America kids. There were kids from England, Ireland, Scotland, Germany, Czech Republic, Polland and even a couple of kids from New Zealand. Lots of fun people which I loved hanging out with.

I was exhausted by 9 p.m. and went to sleep in a bed that reminded me of a rock slab.







More to come...