Varðandi ljóðið fyrir neðan þá er sagan á bak við hana ekki flóknari en svo að ég var á skemmtistað , frekar ölvaður, og stelpa bauð mér heim með sér. Ég samþykkti það (held ég) og fór að dansa við hana. Allt í einu varð allt í kringum mig hljóðara og ég varð skýr. Ég gerði mér grein fyrir hve fáranlegt það væri að vera pissfullur niður í bæ og í þann mund að fara heim með stelpu til þess að gera eitthvað allt annað en að spila lúdó. Ég kvaddi stelpuna, labbaði út af staðnum og tók fyrsta leigubílinn sem fékkst heim.
Héðan í frá ætla ég að reyna að halda mig við einfalda reglu: ekki drekka til að vera fullur. Ég er ekki alveg búinn að segja skilið við áfengi, en héðan af hyggst ég nota það til að létta skapi mínu, ekki til að staulast út af skemmtistað kl.5 um nóttina og geta ekki myndað skiljanlegar setningar.
Ég er kominn úr gipsinu, farinn að mæta aftur í ræktina. Harðsperrtur eins og andskoti. Fór of geyst af stað. Held samt ótrauður áfram. Ætla vera kominn í eitthvað form fyrir sumarið og vera allavega í standi til að spila með 1.flokki karla hjá Breiðablik næsta haust.
Kv. Helgi
Webcomic dagsins: A Chat with A Customer
P.S.: Byrjaður að leika mér myndavélina meira og meira. Takmarkið er að ná mynd sem er eins góð og þessar:


No comments:
Post a Comment