Vá, 7 annir liðnar. Þrjú og hálft ár. Ég mun sakna þess að mæta í skólann og spjalla við alla vini sína (og mæta í tíma, ef að maður nennir).
Gaman að líta yfir gömul blogg og sjá að sum eru alveg jafn sönn og fyrir ári eða svo. Hér er gamalt blogg frá gömlu síðunni minni (ekki ritstuldur því að ég samdi það):
-----------------------------------------------------------------------
Express sáluhjálp
Það vildi svo heppilega til að ég var í bókabúðinni í gær að versla skólavörur þegar á sá eitt sem mér þótti bæði fyndið og fáranlegt. "Biblían á 100 mínútum." Þetta er rúmlega 50 bls. bæklingur sem endursegir allaí Biblíuna í styttri útgáfu.
Sumir gætu þurft á þessu að halda, lesblindir og fleiri, en ég er á móti þessu. Þetta er eins og svindlblað fyrir alla guðfræðinema Háskóla Íslands. Í samfélagi þar sem allt verður að gerast strax ef ekki fyrr þá er búið að stytta sáluhjálpina sjálfa.
Minnir mig á brandara sem ég heyrði fyrir löngu. Hann er þannig að bráðum verða skriftir (sem kaþólikkarnir stunda) gerðar í gegnum síma:
"You've reached the confessions hotline. If this is a mortal sin, press 1. (Beep) Thank you for choosing mortal sins. If you've had an affair, press 1. (Beep) Thank you for having an affair. If it was with a relative's spouse, press 1. If it was with a co-worker, press 2. (Beep) Thank you for having an affair with a co-worker. Recite 30 Hail Mary's and repent. Have a nice day. (Beep)
Svona verður þetta. Taka það persónulega út úr formúlunni og flýta þannig fyrir. Taka allt úr Biblíunni og skilja bara rjómann eftir. Taka matseldina úr dæminu og hita réttinn upp í örbylgjunni. Hver nennir að standa í því að laga kaffi? Instant Nescafé hlýtur að duga. Enginn segir neitt við þessu, þau halda bara áfram að keyra í gegnum lífið. Alltaf á 100 km á klukkustund.
Prófaðu að hægja á þér. Slökktu á símanum. Geymdu úrið heima. Farðu í göngutúr eða út í körfu. Lestu bók. Lifðu lífinu á þínum hraða.
-----------------------------------------------------------------------
Enn gott og gilt, allir lifa lífi sínu ennþá allt of hratt.
Ég ætla að taka það rólega í jólafríinu, reyna einmitt að hægja á tímanum, gera ekki mikil plön og slökkva öðru hvoru á símanum (ef að ég þori).

Nenni ekki að blogga mikið meira, þarf að læra fyrir próf.
Tilgangslausa staðreynd dagsins: Portal rokkar feitar en allir aðrir fps leikir til samans.
Lag dagsins: Your Hand In Mine eftir Explosions in The Sky. Friday Night Lights lagið. Rosalega gott lag.
Tilvitnun dagsins: "The man who looks for security, even in the mind, is like a man who would chop off his limbs in order to have artificial ones which will give him no pain or trouble." -Henry Miller
1 comment:
Pöff, hvernig þú nennir alltaf að blogga með innihaldi get ég ekki skilið.
Fyrst minnst er á ninjur, http://foo.ca/wp/wp-content/uploads/2007/05/sandninjas.jpg
Enjoy
Post a Comment