Monday, October 4, 2010

Hræsnarinn snýr aftur

Ég er risinn upp úr fori verkefna, fyrirlestra, óskipulags og óreiðu. Það er vanalega ekki svalt að afsaka sig, en í þetta skipti hafði ég bara margt betra við tímann að gera. Ég hef m.a.s. tekið mig til og raðað upp hlutverkum sem ég er í og þurfti að forgangsraða. Bloggið var ekki hátt skrifað, en nú ætla ég að taka smá rykk. Á næstu 36 klst. stefni ég á að kýla út 4-5 greinum (þessi með talin).

Ég ætla að klára Breakdown-séríuna mína og hugsanlega umfjöllun um vináttuleik Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves sem var spilaður í London í kvöld.

Meðal ástæðna þess að ég hef ekki verið að blogga er að ég hef flutt um herbergi. Flutningurinn var ekki meiri en svo að ég fór yfir ganginn og eitt herbergi til vinstri. Herbergi 24 mun verða sárt saknað.
"Far vel, herbergi 24! Ég mun aldrei gleyma þér..."

Nú hef ég svalir, útsýni yfir Laugarvatn og 1-2 auka fermetra (held ég) fyrir sama pening og í gamla herberginu. Allt í einu sakna ég nr.24 ekki jafn mikið.

Ég man varla númer hvað hitt herbergið var með svona útsýni...

Nýja herbergið er aðeins flottara en gamla þar sem að ég hef hengt upp 99 bottles of beer myndina mína og er líka kominn með töflu úr korki til að skipuleggja mig og setja upp hvað ég þarf að gera. Það er meðal ástæðna þess að ég hef tíma til að blogga í kvöld.

Annars er lítið að frétta.

Heyrðu, nei. Ég var næstum búinn að gleyma að LEIKTÍMABILIÐ HEFST HJÁ LAUGDÆLUM Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ!!!

LAUGDÆLIR - BREIÐABLIK!
6. OKTÓBER (MIÐVIKUDAGINN)!
KL.19:45!

MÆTTU!

"ÉG ER SPENNTUR!!!"

Pís át,
Helgi

No comments: