Monday, October 4, 2010

Breakdown 9: Ármann

Ármann
Á seinustu leiktíð hafnaði Ármann í 7. sæti undir stjórn Tómasar Hermannssonar. Á þessu ári gæti liðið litið allt öðruvísi út en í fyrra. Mér hefur alltaf þótt Ármann vera hálfgerður suðupottur af reynsluboltum sem koma og fara á leiktímabilinu. Ég byggi þetta reyndar á minningum frá því að ég mætti þeim seinast á árunum 2005-2007 (þó að minnið gæti verið að bregðast mér). Þetta var aldrei lið til að taka með hægindum vegna þess að í röðum þeirra voru vanalega dúndurgóðir leikmenn sem spiluðu þó ekki mikið saman (eða þannig man 18 ára ég eftir þeim).

Í ár verður Tommi áfram með Ármann og ætlar sér að bæta árangurinn frá því í fyrra. Tommi hefur drifið og karakterinn til að keyra mennina sína áfram og það er alls ekki ólíklegt að þeir nái settum markmiðum.

"Ég þarf að skreppa á Ísafjörð, Tommi. Þú þekkir þetta..."

Daði Berg Grétarsson hefur farið á Vestfirði að spila með KFÍ og hefur Ármann þar með misst einn andskoti efnilegan leikmann (14.1 stig, 3.5 fráköst, 3.5 stoðsendingar og 1.5 stolin bolti að meðaltali í 17 leikjum í fyrra).

Halldór Kristmannsson er víst orðinn góður í hnénu en á seinasta tímabili var það víst í maski og hann spilaði bara gegnum það.

Hey, ég líka!

Hann var með 14.4 stig, 4.8 fráköst og hitti 2.9 af 6.1 að meðaltali í þristum. 50% þriggja stiga nýting er ekki slæm tölfræði. Miðað við hvernig hann spilaði á fökkt öpp hnjám (sem er læknisfræðilegt hugtak, ég gáði) í fyrra þá sé ég fyrir mér að hann gæti verið svolítill höfuðverkur fyrir andstæðingana á þessu tímabili.

Ég veit ekki hverjir aðrir verða með Ármanni en það er alveg öruggt að í þeirra röðum verða margir reyndir sem eru tilbúnir að spila og gera hinum liðunum lífið leitt.

Ármann getur bætt sig frá því í fyrra ef flest allt gengur upp hjá þeim, en ég leyfi mér að efast um að þeir komist í úrslitakeppnina. Of margir óvissuþættir til að spá betur fyrir en svo. Kemur í ljós

- Helgi

No comments: