Monday, October 4, 2010

Breakdown 8: Höttur

Höttur
Höttur fékk skrítinn gálgafrest á þar seinasta leiktímabili þegar þeir sluppu við að falla niður í 2. deild vegna þess að ÍG vildi ekki koma upp í 1. deild. Á seinasta tímabili náðu þeir aðeins að rétta af kútinn (að því leyti að þeir féllu ekki eins og seinast).

Viggó Skúlason hefur tekið við þjálfun meistaraflokksins og Viðar Örn Hafsteinsson hefur snúið aftur á Egilsstaði og mun spila með Hetti ásamt því að þjálfa í yngri flokkum félagsins, nýútskrifaður úr íþróttafræði og með kennararéttindi. Viddi spilaði í fyrra með Hamri og var þar að spila 20 mínútur að meðaltali, skora 6.2 stig og taka 2.7 fráköst að meðaltali í leik ásamt því að nýta 40% af þriggja stiga skotum sínum.

Viddi í öllu sínu veldi

Ágúst Dearborn er farinn annað og Kevin Jolley sömuleiðis, skilst mér. Ég verð að játa að ég veit ekki mikið (lesist: ekki neitt) um Hattarmenn og þeirra hagi.

Ég treysti mér ekki að vera geta mér til um hvernig Höttur á eftir að standa sig en ég held ekki að þeir séu að fara að falla. Þó að það sé bögg fyrir þá að þurfa að fara langa leið fyrir hvern einasta útileik fá þeir alla heimaleiki á móti ferðaþreyttum liðum. Það er enginn brandari að fara til Egilsstaða, þetta gæti allt eins verið á hjara veraldar.

Götuskilti á Egilsstöðum

En að öllu gríni slepptu þá mun Höttur vinna nægilega marga leiki til að falla ekki en ekki nógu marga til að komast í úrslitarimmuna. Viddi og Kaninn (hver sem það verður/er) munu sjá til þess.

- Helgi

No comments: