Tuesday, May 11, 2010

Freedom....sort of.....

Ég er fluttur af Vatninu. Búinn í prófum, búinn að þrífa herbergið og flytja úr því. Ég hélt að ég myndi sakna Laugarvatns en svo sá ég allar helvítis mýflugurnar og varð pínulítið sáttari við að ég yrði ekki þar yfir sumarið.

Búinn að fá úr Sund, skyndihjálp og björgun. 7 er ekki amaleg einkunn, ekki miðað við að ég kunni varla rétt sundtök í flestum sundunum fyrr í vetur.

Nú tekur við sjálfboðavinna hjá Vinstri grænum í Kópavogi þar til ég byrja að vinna á Landspítalanum seinna í maí. Ég er orðinn skrifstofublók og finnst það skemmtileg tilbreyting, hef aldrei prufað slíkt áður. Aðstoðarmaður kosningastýru er starfsheitið sem ég hef gefið sjálfum mér. Er á degi 2 og hef nú þegar bjargað komandi blaði VG í Kópavogi, Kópnum, og sótt helling af kaffi og erindast út um allar trissur.

Þarf samt að redda afmælisgjöf handa Hjalta litla bróður. Hvað gefur maður 18 ára Verzling sem stundar körfubolta og ætlar út til Þýskalands í tvo mánuði í haust? Hmm......

Læt þetta duga í bili, ætla taka mér frí núna eftir hádegi og erindast og hitta félaga í tilefni sumarfrís.

Lag dagsins: Freedom eftir George Michael

Tilvitnun dagsins: "I am desperately trying to figure out why Kamikaze pilots wore helmets." - Dave Edison

Síða dagsins: iGoogle.com (góð upphafssíða þar sem þú getur sett allt sem þú vilt sjá online á eina síðu)

Gervi-gleraugnaglámur, Helgi

1 comment:

Unknown said...

Ég legg til að þú gefir drengnum authentic nasistabúning, svona í tilefni þess að hann fer þangað í haust, gæti notað búninginn óspart þar... annars líkar mér illa þessi vinstri hugsunarháttur þinn... blátt alla leið Helgi.

-- SHaff